Samþykktu að auka aksturstíðni Strætó á stofnleiðum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. október 2018 22:19 Í tillögunni felst að stefnt verði að því að leiðir 1, 3 og 6 aki á 7,5 mínútna aksturstíðni frá og með ársbyrjun 2020. Fréttablaðið/Anton Brink Á borgarstjórnarfundi í kvöld var tillaga borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna um 7,5 mínútna tíðni Strætó á stofnleiðum samþykkt með 22 atkvæðum. Í tillögunni felst að stefnt verði að því að leiðir 1, 3 og 6 aki á 7,5 mínútna aksturstíðni frá og með ársbyrjun 2020. Málsmeðferðartillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins um að vísa tillögunni til Skipulags-og samgönguráðs til nánari útfærslu var felld. Borgarstjórn beinir því til stjórnar Strætó að móta útfærslu á því að auka aksturstíðni á stofnleiðum strætó. Borgarstjórn óskar eftir upplýsingum um farþegafjölda á hverri leið, núverandi kostnað við hverja leið og mati á því hve mikið það myndi kosta að auka tíðnina á hverri leið upp í 7,5 mínútur. Borgarstjórn fer fram á að þeirri vinnu verði lokið fyrir 1. janúar 2019. Í greinargerð með tillögunni segir að aukin tíðni stofnleiða strætó á háannatíma sé hagkvæm leið til að auka þjónustu á þeim leiðum þar sem eftirspurnin er mest. Tillagan krefst samkomulags við önnur sveitarfélög sem taka þátt í rekstri Strætó bs. Hún krefst jafnframt fjárútláta af hálfu sveitarfélaganna sem eiga í hlut og kallar því á leiðakerfisbreytingar.Uppfært kl. 23:11 með bókun Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn gerði bókun við tillöguna þar sem fram kemur að fulltrúar Sjálfstæðisflokks fagni áformum um aukna aksturstíðni á stofnleiðum en vilja að tryggt verði að verkefnið fari ekki fram úr kostnaðaráætlun. „Kannanir meðal notenda almenningssamgangna hafa leitt í ljós að aukin tíðni og styttri ferðatími séu nauðsynlegir liðir í því að bæta þjónustuna og fjölga þeim sem nýta almenningssamgöngur. Mikilvægt er að fá nákvæma kostnaðargreiningu á verkefninu og tryggja verður að verkefnið fari ekki fram úr áætlunum. Áformum um bætta þjónustu við notendur í Grafarvogi og Breiðholti er fagnað, en við söknum þess þó að þjónusta sé bætt við fleiri hverfi í efri byggðum. Við teljum málið brýnt og þætti rétt að setja aukinn þrýsting svo útfærslan geti komið til framkvæmda eigi síðar en 1. janúar 2019.“ Strætó Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Á borgarstjórnarfundi í kvöld var tillaga borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna um 7,5 mínútna tíðni Strætó á stofnleiðum samþykkt með 22 atkvæðum. Í tillögunni felst að stefnt verði að því að leiðir 1, 3 og 6 aki á 7,5 mínútna aksturstíðni frá og með ársbyrjun 2020. Málsmeðferðartillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins um að vísa tillögunni til Skipulags-og samgönguráðs til nánari útfærslu var felld. Borgarstjórn beinir því til stjórnar Strætó að móta útfærslu á því að auka aksturstíðni á stofnleiðum strætó. Borgarstjórn óskar eftir upplýsingum um farþegafjölda á hverri leið, núverandi kostnað við hverja leið og mati á því hve mikið það myndi kosta að auka tíðnina á hverri leið upp í 7,5 mínútur. Borgarstjórn fer fram á að þeirri vinnu verði lokið fyrir 1. janúar 2019. Í greinargerð með tillögunni segir að aukin tíðni stofnleiða strætó á háannatíma sé hagkvæm leið til að auka þjónustu á þeim leiðum þar sem eftirspurnin er mest. Tillagan krefst samkomulags við önnur sveitarfélög sem taka þátt í rekstri Strætó bs. Hún krefst jafnframt fjárútláta af hálfu sveitarfélaganna sem eiga í hlut og kallar því á leiðakerfisbreytingar.Uppfært kl. 23:11 með bókun Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn gerði bókun við tillöguna þar sem fram kemur að fulltrúar Sjálfstæðisflokks fagni áformum um aukna aksturstíðni á stofnleiðum en vilja að tryggt verði að verkefnið fari ekki fram úr kostnaðaráætlun. „Kannanir meðal notenda almenningssamgangna hafa leitt í ljós að aukin tíðni og styttri ferðatími séu nauðsynlegir liðir í því að bæta þjónustuna og fjölga þeim sem nýta almenningssamgöngur. Mikilvægt er að fá nákvæma kostnaðargreiningu á verkefninu og tryggja verður að verkefnið fari ekki fram úr áætlunum. Áformum um bætta þjónustu við notendur í Grafarvogi og Breiðholti er fagnað, en við söknum þess þó að þjónusta sé bætt við fleiri hverfi í efri byggðum. Við teljum málið brýnt og þætti rétt að setja aukinn þrýsting svo útfærslan geti komið til framkvæmda eigi síðar en 1. janúar 2019.“
Strætó Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira