Segir flækjustig Æsustaðarmálsins hátt og þurfti ekki mikið til að illa færi Birgir Olgeirsson skrifar 2. október 2018 12:16 Frá vettvangi í Mosfellsdal í júní. vísir/eyþór Dánarorsök Arnars Jónssonar Aspar var þvinguð köfnunarstaða. Þetta sagði réttarmeinafræðingurinn Sebastian Kuntz við aðalmeðferð Æsustaðamálsins svokallaða. Sveinn Gestur Tryggvason var dæmdur til sex ára fangelsisvistar í héraði fyrir að hafa orðið Arnar Jónssyni að bana á Æsustöðum í Mosfellsdal í júní í fyrra.Sveinn Gestur hefur áfrýjað þeim dómi og hélt fram sakleysi sínu í Landsrétti í morgun. Kuntz fór yfir niðurstöðu sína í Landsrétti en hann sagði eiturefnarannsókn á blóði Arnars hafa leitt í ljós að hann var ölvaður, með hátt magn af Bupropioni og amfetamíni í blóði. Sagði Kuntz að sú blanda gæti ýtt undir æsingaróráð, sem Arnar var haldinn þegar átökin áttu sér stað.Réttarmeinafræðingurinn Sebastian Kuntz. Vísir/VilhelmSú staðreynd að hann var haldinn æsingaróráði, ásamt því að vera örmagna af þreytu, hafi leitt til þess að ekki þurfti mikið átak til að gera það að verkum að hann varð fyrir súrefnisskorti sem leiddi til dauða hans. Áverkar á brjóski sitthvoru megin við skjaldkirtilinn gæfi til kynna að það hefði orðið fyrir þrýstingi, ólíklegt væri að það hefði verið vegna höggs. Sagði Kuntz að það hefði verið mjög ólíklegt að æsingaróráð hefði verið valdur dauða Arnars. Til þess hefði líkamshiti hans þurft að vera um eða yfir 40 gráður en hiti hans var undir 35 gráðum þegar hann kom á sjúkrahús. Kuntz vildi meina að flækjustig málsins væri afar hátt og þurfti að horfa til margra þátta við mat á hvað það var sem dró Arnar til dauða. Átökin hefðu staðið yfir í um sjö mínútur, sem væri byggt á gögnum málsins, þar á meðal símtölum við neyðarlínu og myndskeið, og á þeim tíma hefði Arnar örmagnast og ekki þurft mikið til að valda honum súrefnisleysi. Hann sagði að krufning ein og sér hefði ekki leitt til niðurstöðu hvað það var sem dró Arnar til dauða heldur þurfti að horfa til gagna málsins. Æsingaróráð, sú staðreynd að hann var örmagna og að þrýstingi var beitt á öndunarveg hans leiddi til dauða hans. Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Dánarorsök Arnars Jónssonar Aspar var þvinguð köfnunarstaða. Þetta sagði réttarmeinafræðingurinn Sebastian Kuntz við aðalmeðferð Æsustaðamálsins svokallaða. Sveinn Gestur Tryggvason var dæmdur til sex ára fangelsisvistar í héraði fyrir að hafa orðið Arnar Jónssyni að bana á Æsustöðum í Mosfellsdal í júní í fyrra.Sveinn Gestur hefur áfrýjað þeim dómi og hélt fram sakleysi sínu í Landsrétti í morgun. Kuntz fór yfir niðurstöðu sína í Landsrétti en hann sagði eiturefnarannsókn á blóði Arnars hafa leitt í ljós að hann var ölvaður, með hátt magn af Bupropioni og amfetamíni í blóði. Sagði Kuntz að sú blanda gæti ýtt undir æsingaróráð, sem Arnar var haldinn þegar átökin áttu sér stað.Réttarmeinafræðingurinn Sebastian Kuntz. Vísir/VilhelmSú staðreynd að hann var haldinn æsingaróráði, ásamt því að vera örmagna af þreytu, hafi leitt til þess að ekki þurfti mikið átak til að gera það að verkum að hann varð fyrir súrefnisskorti sem leiddi til dauða hans. Áverkar á brjóski sitthvoru megin við skjaldkirtilinn gæfi til kynna að það hefði orðið fyrir þrýstingi, ólíklegt væri að það hefði verið vegna höggs. Sagði Kuntz að það hefði verið mjög ólíklegt að æsingaróráð hefði verið valdur dauða Arnars. Til þess hefði líkamshiti hans þurft að vera um eða yfir 40 gráður en hiti hans var undir 35 gráðum þegar hann kom á sjúkrahús. Kuntz vildi meina að flækjustig málsins væri afar hátt og þurfti að horfa til margra þátta við mat á hvað það var sem dró Arnar til dauða. Átökin hefðu staðið yfir í um sjö mínútur, sem væri byggt á gögnum málsins, þar á meðal símtölum við neyðarlínu og myndskeið, og á þeim tíma hefði Arnar örmagnast og ekki þurft mikið til að valda honum súrefnisleysi. Hann sagði að krufning ein og sér hefði ekki leitt til niðurstöðu hvað það var sem dró Arnar til dauða heldur þurfti að horfa til gagna málsins. Æsingaróráð, sú staðreynd að hann var örmagna og að þrýstingi var beitt á öndunarveg hans leiddi til dauða hans.
Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira