Boða til samstöðuvöku fyrir lömbin við sláturhúsið á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. október 2018 12:15 Tilgangur vökunnar er að sýna dýrum á leið í slátrun samstöðu, að þau eigi rétt á umhyggju, frelsi og réttlæti, segir Vigdís Þórðardóttir. Magnús Hlynur Hreiðarsson Samtökin Reykjavík Animal Save hafa boðað til samstöðuvöku fyrir utan sláturhús Sláturfélags Suðurlands á Selfossi á föstudaginn á milli 14:00 og 16:00 fyrir dýrin en ætlunin er að fylgjast með því þegar lömb og kindur eru sendar til slátrunar. „Við munum vera með þeim þeirra síðustu stundir, skrásetja aðstæður þeirra og dreifa eins mikilli samúð og ást og við getum. Með því að mæta þarna fyrir utan sláturhúsið sendum við sterk skilaboð um að þessir einstaklingar eiga rétt á umhyggju, frelsi og réttlæti, og að þeirra dauði sé ekki falinn umheiminum,“ segir m.a. í tilkynningu um viðburðinn á Facebook. Fólk er beðið að koma með myndvél, sótthreinsispritt, föt með vegan skilaboðum, hlý föt eftir veðri án dýraafurða og lag, ljóð eða ræðu sem hægt er að beina að dýrunum, verkamönnunum, samfélaginu, vegönum eða öðrum á staðnum. Lömbin eiga rétt á umhyggju, frelsi og réttmæti „Tilgangur vökunnar er að sýna dýrum á leið í slátrun samstöðu, að þau eigi rétt á umhyggju, frelsi og réttlæti. Með því að vekja athygli á dýrunum sem þetta þurfa að þola vonumst við til þess að almenningur muni frekar þegar þau versla eða borða dýr að þau hafi andlit, vilja til að lifa og rétt. Það fer ekki á milli mála að það er ekkert mál að lifa góðu og heilbrigðu lífi án allra dýraafurða, milljónir manna hafa gert það í fjölda ára og virt samtök næringarfræðinga gefa út að vegan matarræði sé öruggt fyrir fólk á öllum lífskeiðum“, segir Vigdís Þórðardóttir, einn þáttakandi og skipuleggjandi vökunnar.Samstöðuvakan fer fram föstudaginn 5. október við sláturhús Sláturfélags Suðurlands á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Ást á dýrum Vigdís segir að hópurinn sem tilheyri Reykjavík Animal Save telji framleiðslu dýra til manneldis óþarfa og úrhelta starfsemi. „Við höfum jarðhita og vistvænt rafmagn, við getum alveg ræktað allan þann mat úr plönturíkinu sem okkur listir innandyra, afhverju ekki. Megnið af dýrunum sem við borðum eru ræktuð innandyra, lömbin ganga laus í fjóra mánuði á ári en mæður þeirra og feður húka inni í þröngum fjárhúsum restina af árinu.“ Vigdís tekur fram að samstöðuvakan á Selfossi sé ekki boðuð með óvild í garð þeirra sem neyta dýraafurða né starfsfólks Sláturfélags Suðurlands. „Save hreyfingin er byggð upp af ást fyrir dýrunum og erum við einungis á þessum vökum fyrir þau, engann annan“, segir Vigdís. Fréttir Landbúnaður Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Samtökin Reykjavík Animal Save hafa boðað til samstöðuvöku fyrir utan sláturhús Sláturfélags Suðurlands á Selfossi á föstudaginn á milli 14:00 og 16:00 fyrir dýrin en ætlunin er að fylgjast með því þegar lömb og kindur eru sendar til slátrunar. „Við munum vera með þeim þeirra síðustu stundir, skrásetja aðstæður þeirra og dreifa eins mikilli samúð og ást og við getum. Með því að mæta þarna fyrir utan sláturhúsið sendum við sterk skilaboð um að þessir einstaklingar eiga rétt á umhyggju, frelsi og réttlæti, og að þeirra dauði sé ekki falinn umheiminum,“ segir m.a. í tilkynningu um viðburðinn á Facebook. Fólk er beðið að koma með myndvél, sótthreinsispritt, föt með vegan skilaboðum, hlý föt eftir veðri án dýraafurða og lag, ljóð eða ræðu sem hægt er að beina að dýrunum, verkamönnunum, samfélaginu, vegönum eða öðrum á staðnum. Lömbin eiga rétt á umhyggju, frelsi og réttmæti „Tilgangur vökunnar er að sýna dýrum á leið í slátrun samstöðu, að þau eigi rétt á umhyggju, frelsi og réttlæti. Með því að vekja athygli á dýrunum sem þetta þurfa að þola vonumst við til þess að almenningur muni frekar þegar þau versla eða borða dýr að þau hafi andlit, vilja til að lifa og rétt. Það fer ekki á milli mála að það er ekkert mál að lifa góðu og heilbrigðu lífi án allra dýraafurða, milljónir manna hafa gert það í fjölda ára og virt samtök næringarfræðinga gefa út að vegan matarræði sé öruggt fyrir fólk á öllum lífskeiðum“, segir Vigdís Þórðardóttir, einn þáttakandi og skipuleggjandi vökunnar.Samstöðuvakan fer fram föstudaginn 5. október við sláturhús Sláturfélags Suðurlands á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Ást á dýrum Vigdís segir að hópurinn sem tilheyri Reykjavík Animal Save telji framleiðslu dýra til manneldis óþarfa og úrhelta starfsemi. „Við höfum jarðhita og vistvænt rafmagn, við getum alveg ræktað allan þann mat úr plönturíkinu sem okkur listir innandyra, afhverju ekki. Megnið af dýrunum sem við borðum eru ræktuð innandyra, lömbin ganga laus í fjóra mánuði á ári en mæður þeirra og feður húka inni í þröngum fjárhúsum restina af árinu.“ Vigdís tekur fram að samstöðuvakan á Selfossi sé ekki boðuð með óvild í garð þeirra sem neyta dýraafurða né starfsfólks Sláturfélags Suðurlands. „Save hreyfingin er byggð upp af ást fyrir dýrunum og erum við einungis á þessum vökum fyrir þau, engann annan“, segir Vigdís.
Fréttir Landbúnaður Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira