Fjölmennasti hópurinn til þessa útskrifast hjá Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna Heimsljós kynnir 20. september 2018 09:00 Frá útskrift Landgræðsluskólans. Áskell Þórisson. Á dögunum voru útskrifaðir 17 sérfræðingar, 10 konur og sjö karlar, eftir sex mánaða nám í Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna. Hópurinn er sá stærsti til þessa og nú hafa alls 118 sérfræðingar útskrifast frá skólanum, 56 konur og 62 karlar. Í hópnum í ár voru í fyrsta skipti nemar frá Tadsjikistan sem er nýtt samstarfsland Landgræðsluskólans og samstarfslöndin eru þá orðin fjögur í Mið-Asíu en auk Tadsjikistan eru það Kirgistan, Úsbekistan og Mongólía. Frá Afríku komu sérfræðingar í ár frá Eþíópíu, Gana, Malaví, Lesótó og Úganda. Við útskriftarathöfnina, sem fram fór að venju hjá Landbúnaðarháskóla Íslands í Reykjavík, ávarpaði Sturla Sigurjónsson ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins gesti útskriftarinnar. Auk hans tóku til máls Barron Joseph Orr frá Eyðimerkursamningi Sameinuðu þjóðanna (UNCCD), Árni Bragason Landgræðslustjóri og formaður stjórnar Landgræðsluskólans, Hafdís Hanna Ægisdóttir forstöðumaður skólans og Sæmundur Sveinsson rektor Landbúnaðarháskóla Íslands, sem lauk athöfninni. Þar að auki fluttu tveir útskriftarnemar ræðu fyrir hönd nemendahópsins, þau Iddrisu Latif Nasare frá Gana og Robiya Nabieva frá Tadsjikistan. Í ár voru einnig 17 fyrrum nemar Landgræðsluskólans viðstaddir útskriftina. Einn þeirra er meistaranemi við Landbúnaðarháskóla Íslands en hinir 16 komu til landsins til að taka þátt í alþjóðlegri ráðstefnu Evrópudeildar alþjóðlegu vistheimtarsamtakanna SER (Society for Ecological Restoration) 2018 (sjá www.sere2018.org), sem haldin var í Reykjavík dagana 9.-13. september. Ein þessara fyrrum nema, Beatrice Dossah frá Gana, var ein af sjö aðalræðumönnum á ráðstefnunni, auk Hafdísar Hönnu Ægisdóttur forstöðumanns Landgræðsluskólans. Á ráðstefnunni var Landgræðsluskólinn jafnframt með málstofu um það hvernig nota megi þekkingu í landgræðslu til að ná Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna þar sem þrír fyrrum nemar, frá Gana, Lesótó og Kirgistan, voru með innlegg auk Barrons Joseph Orr frá Eyðimerkursamningi SÞ og Berglindar Orradóttur aðstoðarforstöðumanns Landgræðsluskólans. Á ráðstefnunni fluttu auk þess þrír fyrrum nemar erindi í hinum ýmsu málstofum og 11 fyrrum nemar kynntu rannsóknir sínar á veggspjöldum. Auk alls þessa skipulagði Landgræðsluskólinn vinnusmiðju á ráðstefnunni, ásamt samstarfsaðilum, um það hvernig landgræðsla og endurheimt landgæða getur skapað atvinnu- og viðskiptatækifæri til framtíðar og bætt afkomu fólks og samfélaga. „Það var mjög ánægjulegt að sjá svo stóran hóp fyrrum og núverandi nema Landgræðsluskólans samankominn, bæði á ráðstefnunni en líka á útskriftinni þar sem fyrrum nemar gátu hist og tengst á milli landa og árganga,“ segir í frétt frá skólanum. Í meðfylgjandi myndbandi er rætt við tvo nýtútskrifaða nemendur skólans, þær Setrida Mlamba frá Malaví og Dinnah Tumwebaze frá Úganda auk Malipholo Eleanor Hae frá Lesótó sem útskrifaðist frá skólanum árið 2016.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim.Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent
Á dögunum voru útskrifaðir 17 sérfræðingar, 10 konur og sjö karlar, eftir sex mánaða nám í Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna. Hópurinn er sá stærsti til þessa og nú hafa alls 118 sérfræðingar útskrifast frá skólanum, 56 konur og 62 karlar. Í hópnum í ár voru í fyrsta skipti nemar frá Tadsjikistan sem er nýtt samstarfsland Landgræðsluskólans og samstarfslöndin eru þá orðin fjögur í Mið-Asíu en auk Tadsjikistan eru það Kirgistan, Úsbekistan og Mongólía. Frá Afríku komu sérfræðingar í ár frá Eþíópíu, Gana, Malaví, Lesótó og Úganda. Við útskriftarathöfnina, sem fram fór að venju hjá Landbúnaðarháskóla Íslands í Reykjavík, ávarpaði Sturla Sigurjónsson ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins gesti útskriftarinnar. Auk hans tóku til máls Barron Joseph Orr frá Eyðimerkursamningi Sameinuðu þjóðanna (UNCCD), Árni Bragason Landgræðslustjóri og formaður stjórnar Landgræðsluskólans, Hafdís Hanna Ægisdóttir forstöðumaður skólans og Sæmundur Sveinsson rektor Landbúnaðarháskóla Íslands, sem lauk athöfninni. Þar að auki fluttu tveir útskriftarnemar ræðu fyrir hönd nemendahópsins, þau Iddrisu Latif Nasare frá Gana og Robiya Nabieva frá Tadsjikistan. Í ár voru einnig 17 fyrrum nemar Landgræðsluskólans viðstaddir útskriftina. Einn þeirra er meistaranemi við Landbúnaðarháskóla Íslands en hinir 16 komu til landsins til að taka þátt í alþjóðlegri ráðstefnu Evrópudeildar alþjóðlegu vistheimtarsamtakanna SER (Society for Ecological Restoration) 2018 (sjá www.sere2018.org), sem haldin var í Reykjavík dagana 9.-13. september. Ein þessara fyrrum nema, Beatrice Dossah frá Gana, var ein af sjö aðalræðumönnum á ráðstefnunni, auk Hafdísar Hönnu Ægisdóttur forstöðumanns Landgræðsluskólans. Á ráðstefnunni var Landgræðsluskólinn jafnframt með málstofu um það hvernig nota megi þekkingu í landgræðslu til að ná Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna þar sem þrír fyrrum nemar, frá Gana, Lesótó og Kirgistan, voru með innlegg auk Barrons Joseph Orr frá Eyðimerkursamningi SÞ og Berglindar Orradóttur aðstoðarforstöðumanns Landgræðsluskólans. Á ráðstefnunni fluttu auk þess þrír fyrrum nemar erindi í hinum ýmsu málstofum og 11 fyrrum nemar kynntu rannsóknir sínar á veggspjöldum. Auk alls þessa skipulagði Landgræðsluskólinn vinnusmiðju á ráðstefnunni, ásamt samstarfsaðilum, um það hvernig landgræðsla og endurheimt landgæða getur skapað atvinnu- og viðskiptatækifæri til framtíðar og bætt afkomu fólks og samfélaga. „Það var mjög ánægjulegt að sjá svo stóran hóp fyrrum og núverandi nema Landgræðsluskólans samankominn, bæði á ráðstefnunni en líka á útskriftinni þar sem fyrrum nemar gátu hist og tengst á milli landa og árganga,“ segir í frétt frá skólanum. Í meðfylgjandi myndbandi er rætt við tvo nýtútskrifaða nemendur skólans, þær Setrida Mlamba frá Malaví og Dinnah Tumwebaze frá Úganda auk Malipholo Eleanor Hae frá Lesótó sem útskrifaðist frá skólanum árið 2016.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim.Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent