Viðskipti innlent

WOW hættir að fljúga til þriggja borga

Stefán Ó. Jónsson skrifar
WOW vonast til að ákvörðunin verði til þess að auka hagkvæmni rekstursins.
WOW vonast til að ákvörðunin verði til þess að auka hagkvæmni rekstursins. Vísir/Vilhelm
Frá 5. nóvember næstkomandi mun WOW Air hætta að fljúga til Stokkhólms, Edinborgar og San Francisco. Félagið segir að til standi að hefja aftur áætlunarflug til borganna í aprílbyrjun á næsta ári.

Í tilkynningu frá WOW kemur fram að ákvörðunin sé tilraun til að ná fram aukinni hagræðingu í rekstri flugfélagsins.

„Eins og þegar hefur komið fram verður seinkun á afhend­ingu á tveimur glæ­nýjum Air­bus A330­neo vélum sem áttu að koma í nóv­em­ber en koma núna ekki fyrr en í lok febr­ú­ar. Fyrir vikið neyð­ist félagið til þess að gera breyt­ingar á leið­ar­kerfi félags­ins í vet­ur,“ segir í tilkynningunni.

Sem fyrr segir verða síðustu ferðir farnar til Stokkhólms, Edinborgar og San Francisco þann 5. nóvember næstkomandi. Haft verður sam­band við alla far­þega sem eiga í hlut, þeim boðin end­ur­greiðsla eða að gera breyt­ingar á ferða­högun sinni án þess að greiða breyt­ing­ar­gjald. 

Vonir WOW standa jafnframt til að hægt verði að hefja aftur áætlunarflug til borganna í apríl, sem fyrr segir.


Tengdar fréttir

Greiða 1.000 krónur með hverjum farþega

Íslensku flugfélögin greiða um eitt þúsund krónur með hverjum farþega. Ef félögin bregðast við og hækka verð gæti ferðamönnum hér á landi fækkað umtalsvert.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×