Jónsi og Georg samþykkja úrsögn Orra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. október 2018 14:32 Georg og Jónsi á tónleikum í Berlín í fyrra. Getty/Stefan Hoederath Jón Þór Birgisson og Georg Hólm segjast í dag hafa samþykkt úrsögn trommarans Orra Páls Dýrasonar úr Sigur Rós. Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebook-síðu Sigur Rósar. Tilkynningin kemur í framhaldi af yfirlýsingu Orra Páls í dag þar sem hann neitar ásökunum um að hafa nauðgað bandarískri konu árið 2013. „Í ljósi hinna einstaklega alvarlegu og persónulegu ásakana á hendur honum undanfarna daga höfum við samþykkt úrsögn hljómsveitarfélaga okkar, Orra Páls Dýrasonar, til að leyfa honum að vinna sjálfur í málinu.“ Georg, Jón Þór og Orri Páll hafa þrír skipað Sigur Rós frá árinu 2013 þegar hljómborðsleikarinn Kjartan Sveinsson hætti í sveitinni. Síðan hefur sveitin verið þriggja manna þar til í dag.Fjögurra manna sveitin sem nú er orðin tveggja manna. Frá vinstri: Kjartan Sveinsson, Orri Páll Dýrason, Georg Hólm og Jón Þór Birgisson.Fréttablaðið/GVABandaríska myndlistarkonan Meagan Boyd birti pistil á Instagram-síðu sinni i liðinni viku þar sem hún sagði Orra Pál hafa nauðgað sér í tvígang árið 2013. Orri Páll sendi fyrr í dag frá sér yfirlýsingu þar sem hann neitaði fyrir ásakanirnar. Þar neitaði hann ásökunum en bað fólk um að beina reiði sinni í réttan farveg „og að fjölskylda mín og þá sérstaklega konan mín verði ekki dregin frekar inn í þetta mál eða umfjöllun þess. Að sama skapi vil ég biðja fólk að halda ró sinni og skipast ekki í tvær stríðandi fylkingar, þetta eru ekki réttarhöld, bara orð Meagan gegn mínum, á internetinu. Engum er greiði gerður með upphrópunum og gífuryrðum. -Hvorki mér, né henni.“Í tölvupóstsamskiptum við Vísi segir Boyd að hún hafi íhugað að sækja Orra til saka á sínum tíma. Hún hafi þó kennt sér um hvernig fór vegna þessa að hún treysti honum. Þar að auki hafi henni þótt ólíklegt að „yfirvöld myndu trúa stúlku sem dansaði á nektardansstað.“In the wake of the extremely serious and personal allegations made against him in recent days we have today accepted the...Posted by Sigur Rós on Monday, October 1, 2018 Menning MeToo Tengdar fréttir Orri Páll hættir í Sigur Rós eftir ásökun um nauðgun Bandarísk listakona segir trymbil Sigur Rósar hafa nauðgað sér fyrir fimm árum. 1. október 2018 10:55 Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Sjá meira
Jón Þór Birgisson og Georg Hólm segjast í dag hafa samþykkt úrsögn trommarans Orra Páls Dýrasonar úr Sigur Rós. Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebook-síðu Sigur Rósar. Tilkynningin kemur í framhaldi af yfirlýsingu Orra Páls í dag þar sem hann neitar ásökunum um að hafa nauðgað bandarískri konu árið 2013. „Í ljósi hinna einstaklega alvarlegu og persónulegu ásakana á hendur honum undanfarna daga höfum við samþykkt úrsögn hljómsveitarfélaga okkar, Orra Páls Dýrasonar, til að leyfa honum að vinna sjálfur í málinu.“ Georg, Jón Þór og Orri Páll hafa þrír skipað Sigur Rós frá árinu 2013 þegar hljómborðsleikarinn Kjartan Sveinsson hætti í sveitinni. Síðan hefur sveitin verið þriggja manna þar til í dag.Fjögurra manna sveitin sem nú er orðin tveggja manna. Frá vinstri: Kjartan Sveinsson, Orri Páll Dýrason, Georg Hólm og Jón Þór Birgisson.Fréttablaðið/GVABandaríska myndlistarkonan Meagan Boyd birti pistil á Instagram-síðu sinni i liðinni viku þar sem hún sagði Orra Pál hafa nauðgað sér í tvígang árið 2013. Orri Páll sendi fyrr í dag frá sér yfirlýsingu þar sem hann neitaði fyrir ásakanirnar. Þar neitaði hann ásökunum en bað fólk um að beina reiði sinni í réttan farveg „og að fjölskylda mín og þá sérstaklega konan mín verði ekki dregin frekar inn í þetta mál eða umfjöllun þess. Að sama skapi vil ég biðja fólk að halda ró sinni og skipast ekki í tvær stríðandi fylkingar, þetta eru ekki réttarhöld, bara orð Meagan gegn mínum, á internetinu. Engum er greiði gerður með upphrópunum og gífuryrðum. -Hvorki mér, né henni.“Í tölvupóstsamskiptum við Vísi segir Boyd að hún hafi íhugað að sækja Orra til saka á sínum tíma. Hún hafi þó kennt sér um hvernig fór vegna þessa að hún treysti honum. Þar að auki hafi henni þótt ólíklegt að „yfirvöld myndu trúa stúlku sem dansaði á nektardansstað.“In the wake of the extremely serious and personal allegations made against him in recent days we have today accepted the...Posted by Sigur Rós on Monday, October 1, 2018
Menning MeToo Tengdar fréttir Orri Páll hættir í Sigur Rós eftir ásökun um nauðgun Bandarísk listakona segir trymbil Sigur Rósar hafa nauðgað sér fyrir fimm árum. 1. október 2018 10:55 Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Sjá meira
Orri Páll hættir í Sigur Rós eftir ásökun um nauðgun Bandarísk listakona segir trymbil Sigur Rósar hafa nauðgað sér fyrir fimm árum. 1. október 2018 10:55