Kóngurinn Ólafur Jóh Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. október 2018 08:30 Ólafur Jóhannesson varð Íslandsmeistari í fimmta sinn. vísir/bára Það var glatt á hjalla á Hlíðarenda eftir að Vilhjálmur Alvar Þórarinsson flautaði leik Vals og Keflavíkur í lokaumferð Pepsi-deildar karla á laugardaginn af. Valsmenn unnu 4-1 og urðu þar með Íslandsmeistarar annað árið í röð, og í 22. sinn alls. Þetta er jafnframt í fyrsta sinn síðan 1967 sem Valur ver Íslandsmeistaratitilinn. Síðan Ólafur Jóhannesson tók við Val haustið 2014 hefur liðið unnið stóran titil á hverju tímabili. Valsmenn urðu bikarmeistarar 2015 og 2016 en hvorugt tímabilið voru þeir í baráttu um Íslandsmeistaratitilinn. Í fyrra var Valur hins vegar langbesta lið Pepsi-deildarinnar, fékk tólf stigum meira en liðið í 2. sæti (Stjarnan) og varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn í áratug. Valsmenn endurtóku leikinn í ár. Þeir fóru rólega af stað, voru aðeins með sex stig eftir fyrstu fimm umferðirnar en svo komu sex sigurleikir í röð. Strákarnir hans Ólafs sýndu mikinn stöðugleika í sumar og voru ósigraðir á heimavelli. Þrátt fyrir tap fyrir FH í næstsíðustu umferðinni var Valur í þeirri draumastöðu að þurfa aðeins að vinna sigurlaust lið Keflavíkur í lokaumferðinni til að verða Íslandsmeistarar. Og það gekk eftir. Valsmenn voru komnir í 3-0 eftir 19 mínútur og sigur þeirra var aldrei í hættu. Þetta var fimmti Íslandsmeistaratitillinn sem Ólafur vinnur á sínum langa og merkilega þjálfaraferli. Eftir fimm ára útlegð frá efstu deild sneri Ólafur aftur til FH fyrir tímabilið 2003. Og þá hófst blómaskeið félagsins. Ólafur stýrði FH í fimm ár. Á þeim tíma urðu FH-ingar þrisvar sinnum Íslandsmeistarar, einu sinni bikarmeistarar, lentu tvisvar í 2. sæti í deild og einu sinni í bikar. Ólafur sneri aftur í efstu deild þegar hann tók við Val og tók upp þráðinn frá tíma sínum hjá FH. Á síðustu níu tímabilum Ólafs í efstu deild hefur hann fimm sinnum orðið Íslandsmeistari og þrisvar sinnum bikarmeistari. Með Íslandsmeistaratitlinum í ár jafnaði Ólafur lærisvein sinn, Heimi Guðjónsson, í fjölda titla. Óli B. Jónsson er sá eini sem hefur unnið fleiri titla (6) en Ólafur frá deildaskiptingu 1955. Miðað við uppganginn á Hlíðarenda og eldmóðinn sem Ólafur virðist búa yfir er margt ólíklegra en hann verði kominn á toppinn yfir sigursælustu þjálfara Íslands áður en langt um líður. Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Sjá meira
Það var glatt á hjalla á Hlíðarenda eftir að Vilhjálmur Alvar Þórarinsson flautaði leik Vals og Keflavíkur í lokaumferð Pepsi-deildar karla á laugardaginn af. Valsmenn unnu 4-1 og urðu þar með Íslandsmeistarar annað árið í röð, og í 22. sinn alls. Þetta er jafnframt í fyrsta sinn síðan 1967 sem Valur ver Íslandsmeistaratitilinn. Síðan Ólafur Jóhannesson tók við Val haustið 2014 hefur liðið unnið stóran titil á hverju tímabili. Valsmenn urðu bikarmeistarar 2015 og 2016 en hvorugt tímabilið voru þeir í baráttu um Íslandsmeistaratitilinn. Í fyrra var Valur hins vegar langbesta lið Pepsi-deildarinnar, fékk tólf stigum meira en liðið í 2. sæti (Stjarnan) og varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn í áratug. Valsmenn endurtóku leikinn í ár. Þeir fóru rólega af stað, voru aðeins með sex stig eftir fyrstu fimm umferðirnar en svo komu sex sigurleikir í röð. Strákarnir hans Ólafs sýndu mikinn stöðugleika í sumar og voru ósigraðir á heimavelli. Þrátt fyrir tap fyrir FH í næstsíðustu umferðinni var Valur í þeirri draumastöðu að þurfa aðeins að vinna sigurlaust lið Keflavíkur í lokaumferðinni til að verða Íslandsmeistarar. Og það gekk eftir. Valsmenn voru komnir í 3-0 eftir 19 mínútur og sigur þeirra var aldrei í hættu. Þetta var fimmti Íslandsmeistaratitillinn sem Ólafur vinnur á sínum langa og merkilega þjálfaraferli. Eftir fimm ára útlegð frá efstu deild sneri Ólafur aftur til FH fyrir tímabilið 2003. Og þá hófst blómaskeið félagsins. Ólafur stýrði FH í fimm ár. Á þeim tíma urðu FH-ingar þrisvar sinnum Íslandsmeistarar, einu sinni bikarmeistarar, lentu tvisvar í 2. sæti í deild og einu sinni í bikar. Ólafur sneri aftur í efstu deild þegar hann tók við Val og tók upp þráðinn frá tíma sínum hjá FH. Á síðustu níu tímabilum Ólafs í efstu deild hefur hann fimm sinnum orðið Íslandsmeistari og þrisvar sinnum bikarmeistari. Með Íslandsmeistaratitlinum í ár jafnaði Ólafur lærisvein sinn, Heimi Guðjónsson, í fjölda titla. Óli B. Jónsson er sá eini sem hefur unnið fleiri titla (6) en Ólafur frá deildaskiptingu 1955. Miðað við uppganginn á Hlíðarenda og eldmóðinn sem Ólafur virðist búa yfir er margt ólíklegra en hann verði kominn á toppinn yfir sigursælustu þjálfara Íslands áður en langt um líður.
Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Sjá meira