Karabatic fór nefnilega í aðgerð í gær og verður frá í fjóra til sex mánuði vegna meiðslanna.
„Ég hef verið að glíma við þessi meiðsli lengi eða áður en ég fór á HM 2017,“ sagði Karabatic sem hefur verið að bíta á jaxlinn lengi og þar sem hvíld í sumar skilaði honum engu var ekki hægt að fresta þessari aðgerð lengur.
Hinn 34 ára gamli Karabatic spilaði í fyrsta sinn á stórmóti árið 2003 og hefur verið með á öllum mótum síðan þá. Hér að neðan má sjá ótrúlegan árangur Karabatic með franska liðinu.
.@NKARABATIC at international competitions since he debuted on the French national team in late 2002!#GOATpic.twitter.com/3wYRCYXGE3
— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) October 19, 2018