Veiking því einhverjir Íslendingar hafa komið sparnaði í skjól Þorbjörn Þórðarson skrifar 18. október 2018 20:15 Daníel Svavarsson forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans. Íslenska krónan er búin að veikjast um tæplega tíu prósent á síðustu þremur mánuðum og sjö og hálft prósent á síðastliðnum mánuði. Útlendingar hafa ekki misst trú á Íslandi heldur skýrist veikingin meðal annars af því að Íslendingar hafa fært krónueignir sínar í gjaldeyri að sögn aðalhagfræðings Landsbankans. Gengisvísitala krónunnar er vegið meðaltal af gengi helstu gjaldmiðla gagnvart krónu. Hækkun vísitölunnar táknar lækkun á verðmæti krónunnar. Gengisvísitalan hefur hækkað um 10 prósent á síðustu þremur mánuðum. Hún stóð í 162,6 stigum hinn 18. júlí en var komin í 180 stig við lokun markaða í gær. Þetta þýðir að krónan hefur veikst um 10 prósent á þessu tímabili. Og á síðastliðnum mánuði hefur hún veikst um sjö og hálft prósent.Gengisvísitala krónunnar er vegið meðaltal af gengi helstu gjaldmiðla gagnvart krónu. Hækkun vísitölunnar táknar lækkun á verðmæti krónunnar. Gengisvísitalan hefur hækkað um 10 prósent á síðustu þremur mánuðum sem jafngildir samsvarandi lækkun krónunnar.Engin einhlít skýring Daníel Svavarsson forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans segir að engin einhlít skýring sé á þessari veikingu krónunnar. Hún sé þó ekki afleiðing þess að útlendingar séu að missa trúna á Íslandi og flytja fjármuni úr landi. „Þetta skýrist ekki af óróa útlendinga heldur eru þetta frekar innlendir aðilar sem hafa verið að flytja hluta af sparnaðinum sínum í erlenda mynt. Áhugi erlendra aðila að koma inn á skuldabréfamarkaðinn er mikill en innflæðishöftin draga úr honum því þau flækja ferlið mikið,“ segir Daníel. Hann segir raunar að engin þörf sé á innflæðishöftunum eins og sakir standa en Seðlabankinn hafi greinilega meðvitað tekið ákvörðun um að afnema þau ekki eða slaka ekki á þeim en gjaldeyrisinnflæði af því tagi hefði án nokkurs vafa spornað við veikingunni. Daníel segir að ekkert í hagtölum skýri veikinguna á þessum tímapunkti. „Útflutningur er ennþá að vaxa og við erum frekar að sjá það hægi á innflutningi ef eitthvað er. Skýringin virðist frekar liggja í einhverri neikvæðni á markaðnum.“ Útstreymi á gjaldeyrisreikninga Íslendinga sé vísbending um að margir Íslendingar telji að teikn séu á lofti í hagkerfinu. „Þessi aukning á gjaldeyrisreikningum virðist svolítið ýta undir þá kenningu þar sem það var töluvert mikil neikvæð umræða um ferðaþjónustuna í kringum stöðu annars flugfélagsins. Það virðist vera búið að leysa úr því en þessi órói situr eftir og menn finna sér nýja ástæðu til að vera órólegir. Þá beinast augu manna að vinnumarkaðnum eftir að kröfur verkalýðsfélaga voru settar fram,“ segir Daníel. Ferðamennska á Íslandi Íslenska krónan Mest lesið Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Íslenska krónan er búin að veikjast um tæplega tíu prósent á síðustu þremur mánuðum og sjö og hálft prósent á síðastliðnum mánuði. Útlendingar hafa ekki misst trú á Íslandi heldur skýrist veikingin meðal annars af því að Íslendingar hafa fært krónueignir sínar í gjaldeyri að sögn aðalhagfræðings Landsbankans. Gengisvísitala krónunnar er vegið meðaltal af gengi helstu gjaldmiðla gagnvart krónu. Hækkun vísitölunnar táknar lækkun á verðmæti krónunnar. Gengisvísitalan hefur hækkað um 10 prósent á síðustu þremur mánuðum. Hún stóð í 162,6 stigum hinn 18. júlí en var komin í 180 stig við lokun markaða í gær. Þetta þýðir að krónan hefur veikst um 10 prósent á þessu tímabili. Og á síðastliðnum mánuði hefur hún veikst um sjö og hálft prósent.Gengisvísitala krónunnar er vegið meðaltal af gengi helstu gjaldmiðla gagnvart krónu. Hækkun vísitölunnar táknar lækkun á verðmæti krónunnar. Gengisvísitalan hefur hækkað um 10 prósent á síðustu þremur mánuðum sem jafngildir samsvarandi lækkun krónunnar.Engin einhlít skýring Daníel Svavarsson forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans segir að engin einhlít skýring sé á þessari veikingu krónunnar. Hún sé þó ekki afleiðing þess að útlendingar séu að missa trúna á Íslandi og flytja fjármuni úr landi. „Þetta skýrist ekki af óróa útlendinga heldur eru þetta frekar innlendir aðilar sem hafa verið að flytja hluta af sparnaðinum sínum í erlenda mynt. Áhugi erlendra aðila að koma inn á skuldabréfamarkaðinn er mikill en innflæðishöftin draga úr honum því þau flækja ferlið mikið,“ segir Daníel. Hann segir raunar að engin þörf sé á innflæðishöftunum eins og sakir standa en Seðlabankinn hafi greinilega meðvitað tekið ákvörðun um að afnema þau ekki eða slaka ekki á þeim en gjaldeyrisinnflæði af því tagi hefði án nokkurs vafa spornað við veikingunni. Daníel segir að ekkert í hagtölum skýri veikinguna á þessum tímapunkti. „Útflutningur er ennþá að vaxa og við erum frekar að sjá það hægi á innflutningi ef eitthvað er. Skýringin virðist frekar liggja í einhverri neikvæðni á markaðnum.“ Útstreymi á gjaldeyrisreikninga Íslendinga sé vísbending um að margir Íslendingar telji að teikn séu á lofti í hagkerfinu. „Þessi aukning á gjaldeyrisreikningum virðist svolítið ýta undir þá kenningu þar sem það var töluvert mikil neikvæð umræða um ferðaþjónustuna í kringum stöðu annars flugfélagsins. Það virðist vera búið að leysa úr því en þessi órói situr eftir og menn finna sér nýja ástæðu til að vera órólegir. Þá beinast augu manna að vinnumarkaðnum eftir að kröfur verkalýðsfélaga voru settar fram,“ segir Daníel.
Ferðamennska á Íslandi Íslenska krónan Mest lesið Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira