Borgin tilbúin til kjarasamninga um styttingu vinnuvikunnar Heimir Már Pétursson skrifar 17. október 2018 19:50 Borgaryfirvöld eru tilbúin til að semja um styttingu vinnuvikunnar í komandi kjarasamningum eftir jákvæða niðurstöðu af tilraunaverkefni þar að lútandi síðast liðin þrjú ár. Líðan fólks batnar með styttri vinnuviku. Stytting vinnuvikunnar er ein af megin kröfum Starfsgreinasambandsins og VR, fjömennustu samtaka launafólks á almennum vinnumarkaði, fyrir komandi kjarasamninga. Allt frá árinu 2015 hafa starfsstöðvar hjá Reykjavíkurborg tekið þátt í tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar. Verkefninu lýkur næsta vor um það leyti sem allir kjarasamningar hjá borginni eru að losna. Ríkisstarfsmenn innan BSRB hafa reyndar einnig tekið þátt í tilraunaverkefninu en reynslan af því gagnvart Reykjavíkurborg var kynnt í Ráðhúsinu í dag. Arnar Þór Jóhannesson umsjónarmaður rannsóknanna segir reynsluna mjög jákvæða. „Fólki finnst þetta skipta sig mjög miklu máli. Ég held að það hafi meira að segja farið fram úr þeirra væntingum. Að stytta vinnuvikuna um fjóra tíma hafi haft meira að segja um þeirra lífsgæði en þau kannski reiknuðu með í upphafi,” segir Arnar Þór. Þannig hafi álag í starfi ekki aukist með styttingu en ánægja fólks í starfi hafi aukist miðað við samanburðarhópa. Þá bendi rannsóknin ekki til þess að vinnuframlag hafi minnkað. Hins vegar séu áhrifin á fjölskyldulífið mjög jákvæð. „Það kemur mjög skýrt fram að fólk á auðveldara með að samræma vinnu og einkalíf. Sérstaklega hjá barnafjölskyldum,” segir Arnar Þór. Auðveldara sé að raða saman dagskrá fjölskyldunnar og gæðastundum hennar fjölgi. Magnús Már Guðmundsson, varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður stýrihóps Reykjavíkurborgar um styttingu vinnuvikunnar, segir borgina tilbúna til kjarasamninga um styttingu vinnuvikunnar. En flestir samningar við borgina renna út í apríl og aðrir um mitt sumar. „Já, ég held ég geti fullyrt að svo sé. Pólitíkin er einhuga um það. Hvort sem fulltrúarnir eru í meirihluta eða minnihluta. Það hefur verið samhugur um verkefnið frá upphafi,” segir Magnús Már. Enda sé þetta skýr krafa frá starfsfólki og komi ekki niður á þjónustunni við borgarbúa. „Það eru einmitt vísbendingar sem benda til þess að starfsfólkið sem er að taka þátt í verkefninu komi endurnærðara og ferskara í vinnuna daginn eftir. Sé þar af leiðandi betri starfskraftur,” segir Magnús Már Guðmundsson. Borgarstjórn Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Sjá meira
Borgaryfirvöld eru tilbúin til að semja um styttingu vinnuvikunnar í komandi kjarasamningum eftir jákvæða niðurstöðu af tilraunaverkefni þar að lútandi síðast liðin þrjú ár. Líðan fólks batnar með styttri vinnuviku. Stytting vinnuvikunnar er ein af megin kröfum Starfsgreinasambandsins og VR, fjömennustu samtaka launafólks á almennum vinnumarkaði, fyrir komandi kjarasamninga. Allt frá árinu 2015 hafa starfsstöðvar hjá Reykjavíkurborg tekið þátt í tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar. Verkefninu lýkur næsta vor um það leyti sem allir kjarasamningar hjá borginni eru að losna. Ríkisstarfsmenn innan BSRB hafa reyndar einnig tekið þátt í tilraunaverkefninu en reynslan af því gagnvart Reykjavíkurborg var kynnt í Ráðhúsinu í dag. Arnar Þór Jóhannesson umsjónarmaður rannsóknanna segir reynsluna mjög jákvæða. „Fólki finnst þetta skipta sig mjög miklu máli. Ég held að það hafi meira að segja farið fram úr þeirra væntingum. Að stytta vinnuvikuna um fjóra tíma hafi haft meira að segja um þeirra lífsgæði en þau kannski reiknuðu með í upphafi,” segir Arnar Þór. Þannig hafi álag í starfi ekki aukist með styttingu en ánægja fólks í starfi hafi aukist miðað við samanburðarhópa. Þá bendi rannsóknin ekki til þess að vinnuframlag hafi minnkað. Hins vegar séu áhrifin á fjölskyldulífið mjög jákvæð. „Það kemur mjög skýrt fram að fólk á auðveldara með að samræma vinnu og einkalíf. Sérstaklega hjá barnafjölskyldum,” segir Arnar Þór. Auðveldara sé að raða saman dagskrá fjölskyldunnar og gæðastundum hennar fjölgi. Magnús Már Guðmundsson, varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður stýrihóps Reykjavíkurborgar um styttingu vinnuvikunnar, segir borgina tilbúna til kjarasamninga um styttingu vinnuvikunnar. En flestir samningar við borgina renna út í apríl og aðrir um mitt sumar. „Já, ég held ég geti fullyrt að svo sé. Pólitíkin er einhuga um það. Hvort sem fulltrúarnir eru í meirihluta eða minnihluta. Það hefur verið samhugur um verkefnið frá upphafi,” segir Magnús Már. Enda sé þetta skýr krafa frá starfsfólki og komi ekki niður á þjónustunni við borgarbúa. „Það eru einmitt vísbendingar sem benda til þess að starfsfólkið sem er að taka þátt í verkefninu komi endurnærðara og ferskara í vinnuna daginn eftir. Sé þar af leiðandi betri starfskraftur,” segir Magnús Már Guðmundsson.
Borgarstjórn Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Sjá meira