Landsliðsstrákar skemmtu sér á Miami eftir landsleik Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 17. október 2018 16:15 Rúrik Gíslason kíkti út á lífið með Guðlaugi Victori Pálssyni og Kolbeini Sigþórssyni. Vísir/Vilhelm Landsliðsmennirnir Rúrik Gíslason, Kolbeinn Sigþórsson og Guðlaugur Victor Pálsson skelltu sér í miðbæjarferð eftir að landsliðsskyldum þeirra var lokið. Félagarnir fóru meðal annars á Miami, hinn stórskemmtilega skemmtistað á Hverfisgötu, þar sem þeir hittu Sölva Geir Ottesen, fyrrverandi landsliðshetju. Var kátt á hjalla hjá þeim fjórmenningum þrátt fyrir úrslitin fyrr um kvöldið. Ísland tapaði fyrir Sviss 1:2 og kom Rúrik inn á í leiknum en Kolbeinn var ónotaður varamaður. Guðlaugur Victor var fjarverandi vegna meiðsla. Sátu þeir í sófunum þægilegu sem þar eru inni og spjölluðu saman. Tóku ekki leik á borðtennisborðinu sem er niðri enda þreyttir eftir landsliðstörnina.Staðurinn er afar litríkur, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Á neðri hæðinni er bleikur dúkur á gólfum en á þeirri efri er teppalagt.Vísir/VilhelmSölvi Geir Ottesen spilaði 28 landsleiki á ferli sínum en hann kom heim í Víking fyrir tímabilið eftir mörg ár í atvinnumennsku. Hann hitti þremenningana og fór vel á með boltadrengjunum. Rúrik átti hörkuskot í leiknum sem fór rétt fram hjá en hann flaug til síns heima í Þýskalandi í gær. Lið hans Sandhausen þarf á öllum hans kröftum að halda í annarri deildinni en liðið situr í næstneðsta sæti með einn sigurleik í fyrstu níu leikjunum. Guðlaugur Victor er fyrirliði FC Zürich sem er í öðru sæti í svissnesku deildinni og saga Kolbeins með Nantes ætti að vera öllum kunn en hann hefur ekki spilað deildarleik í rúm tvö ár. Birtist í Fréttablaðinu Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Leyfið í hús degi fyrir opnun og enginn kvartar undan teppinu Barinn Miami Hverfisgata hefur vakið athygli fyrir litríka hönnun og stemningu og þykir "Instagram-vænn“ með eindæmum. 31. ágúst 2018 10:00 Mest lesið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Halla á hátíðarsýningu Attenborough Lífið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Fleiri fréttir Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Sjá meira
Landsliðsmennirnir Rúrik Gíslason, Kolbeinn Sigþórsson og Guðlaugur Victor Pálsson skelltu sér í miðbæjarferð eftir að landsliðsskyldum þeirra var lokið. Félagarnir fóru meðal annars á Miami, hinn stórskemmtilega skemmtistað á Hverfisgötu, þar sem þeir hittu Sölva Geir Ottesen, fyrrverandi landsliðshetju. Var kátt á hjalla hjá þeim fjórmenningum þrátt fyrir úrslitin fyrr um kvöldið. Ísland tapaði fyrir Sviss 1:2 og kom Rúrik inn á í leiknum en Kolbeinn var ónotaður varamaður. Guðlaugur Victor var fjarverandi vegna meiðsla. Sátu þeir í sófunum þægilegu sem þar eru inni og spjölluðu saman. Tóku ekki leik á borðtennisborðinu sem er niðri enda þreyttir eftir landsliðstörnina.Staðurinn er afar litríkur, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Á neðri hæðinni er bleikur dúkur á gólfum en á þeirri efri er teppalagt.Vísir/VilhelmSölvi Geir Ottesen spilaði 28 landsleiki á ferli sínum en hann kom heim í Víking fyrir tímabilið eftir mörg ár í atvinnumennsku. Hann hitti þremenningana og fór vel á með boltadrengjunum. Rúrik átti hörkuskot í leiknum sem fór rétt fram hjá en hann flaug til síns heima í Þýskalandi í gær. Lið hans Sandhausen þarf á öllum hans kröftum að halda í annarri deildinni en liðið situr í næstneðsta sæti með einn sigurleik í fyrstu níu leikjunum. Guðlaugur Victor er fyrirliði FC Zürich sem er í öðru sæti í svissnesku deildinni og saga Kolbeins með Nantes ætti að vera öllum kunn en hann hefur ekki spilað deildarleik í rúm tvö ár.
Birtist í Fréttablaðinu Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Leyfið í hús degi fyrir opnun og enginn kvartar undan teppinu Barinn Miami Hverfisgata hefur vakið athygli fyrir litríka hönnun og stemningu og þykir "Instagram-vænn“ með eindæmum. 31. ágúst 2018 10:00 Mest lesið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Halla á hátíðarsýningu Attenborough Lífið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Fleiri fréttir Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Sjá meira
Leyfið í hús degi fyrir opnun og enginn kvartar undan teppinu Barinn Miami Hverfisgata hefur vakið athygli fyrir litríka hönnun og stemningu og þykir "Instagram-vænn“ með eindæmum. 31. ágúst 2018 10:00