Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Valur 28-24 | Selfoss keyrði yfir Val í síðari hálfleik Arnar Helgi Magnússon í Hleðsluhöllinni á Selfossi skrifar 17. október 2018 22:00 vísir Áhorfendur sem lögðu leið sína í Hleðslu-höllina á Selfossi í kvöld fengu mikið fyrir peningin en þar áttust við Selfoss og Valur. Fyrir leikinn var í boði toppsætið í Olís-deildinni. Selfyssingar byrjuðu betur og skoruðu fyrstu tvö mörk leiksins. Þeir voru síðan með yfirhöndina nánast allan fyrri hálfleikinn en náðu þó mest einungis tveggja marka forystu. Valsmenn voru skammt undan og náðu að jafna metin áður en að fyrri hálfleik lauk. Staðan var 10-10 í hálfleik en bæði lið að spila frábærar varnarleik sem og markmenn liðanna sem voru báðir mjög góðir í fyrri hálfleik, Daníel hjá Val og Pawel hjá Selfyssingum. Í byrjun síðari hálfleik leit allt út fyrir það að við værum að fara að fá jafnan leik sem myndi líklega ráðast á einu marki eða tveimur. Valsmenn náðu tveggja marka forystu í byrjun síðari hálfleiks áður en að Patti tók leikhlé og fór yfir stöðu sinna manna. Hergeir Grímsson sem vanalega hefur spilað í vinstra horni Selfyssinga á leiktíðinni var færður inn á miðju en hann spilaði sem miðjumaður í yngri flokkum. Hergeir gjörsamlega tók yfir leikinn en hann stjórnaði sóknarleik Selfyssinga frábærlega ásamt því að skora mörk og leggja upp fyrir samherja sína. Heimamenn gengu á lagið um miðjan síðari hálfleik en á tímapunkti skoruðu þeir fjögur mörk í röð. Paweł Kiepulski var magnaður í markinu hjá Selfyssingum í kvöld með sextán skot varin og yfir 40% markvörslu. Algjörlega frábær.Afhverju vann Selfoss? Eftir gífurlega jafnan fyrri hálfleik kíkti Patrekur Jóhannesson enn dýpra ofan í kistuna og setti Hergeir Grímsson á miðjuna. Þeir fóru að setja upp kerfi og sóknir sem að varnarmenn Vals áttu engin svör við. Pawel var góður fyrir aftan varnarmenn Selfyssinga sem lögðu mikið traust á hann. Selfyssingar eru þekktir fyrir frammistöður sínar undir lok leikja og við urðum vitni af einni slíkri í kvöld. Þá fara þeir í ham sem að ekkert lið getur stoppað þá í.Hverjir stóðu upp úr? Margir voru farnir að efast um að Pawel Kiepulski væri nægilega sterkur fyrir til þess að standa vaktina í marki Selfyssinga enda var það í umræðunni um að lið Selfoss hefði náð lengra á síðasta tímabili með betri markvörslu. Pawel byrjaði veisluna hér á laugardaginn þegar hann var góður í EHF-keppninni gegn Ribnica. Í kvöld varði Pawel fyrstu tvö skotin sem að hann fékk á sig og setti þar með tóninn og fékk orkuna frá stuðningsmönnum Selfoss. 16 skot varin og 42% markvarsla. Ef Pawel ætlar að sýna fleiri svona frammistöður með Selfoss í vetur þá mega lið fara að hræðast. Hergeir Grímsson leysti miðjustöðuna frábærlega eins og fyrr hefur komið fram en það virðist vera sama í hvaða stöðu leikmenn Selfyssinga eru settir í, þeir leysa hana.Hvað gekk illa? Það gekk eiginlega verst af öllu í kvöld að halda vallarklukkunni gangandi. Hún datt úr sambandi þegar sjö mínútur voru liðnar af seinni hálfleik og kom ekki aftur inn við lítinn fögnuð hérna í fjölmiðlastúkunni og þeirra sem voru að fjalla um leikinn. Enginn vissi hvað tímanum leið. Svona hlutir þurfa að vera í lagi. Hvað leikinn varðar gekk Valsmönnum illa að halda dampi eftir góðar fyrstu 40 mínútur. Eftir það var valtað yfir þá og þeir fundu engar lausnir á sínum ótalmörgu vandamálum sem hrönnuðust upp á stuttum tíma.Hvað gerist næst? Selfyssingar fara í Hafnarfjörð á laugardalskvöldið og mæta þar FH en þeir eiga harm að hefna síðan í undanúrslitaeinvíginu á síðustu leiktíð þar sem að FH vann í oddaleik. Síðan er það Evrópuverkefni sem tekur við hjá Selfyssingum en þeir fara til Póllands. Valsmenn taka á móti peyjunum úr Mosfellsbæ á laugardaginn.Patrekur talaði um mikilvæga markvarða.vísir/daníelPatrekur: Þessir blessuðu markmenn Patrekur Jóhannesson þjálfari Selfyssinga var hæstánægður með sigur manna gegn Val í Olísdeildinni í kvöld. Liðið Selfoss er komið í toppsæti deildarinnar. „Þetta var fínn sigur og ég var ánægður með varnarleikinn í fyrri hálfleik. Við fengum á okkur 10 mörk og það var allt í lagi. Pawel var frábær og var að verja vel en aftur á móti vorum við ekki að slútta vel á Daníel, en auðvitað var hann að verja vel líka." „Það sem að er ánægjulegt að við vinnum leikinn með þessari breytingu þegar við setjum Hergeir á miðjuna. Hann spilaði allt undirbúningstímabilið á miðjunni þegar Elvar var meiddur og Haukur var með landsliðinu. Selfyssingar tóku yfir síðustu 15 mínútur leiksins en Valsmenn gáfu verulega eftir. „Ég myndi ekkert segja að það hafi orðið hrun hjá Valsmönnum. Við spilum þessar mínútur bara betur. Með innkomu Hergeirs þá förum við svolítið í frjálsan bolta og menn fara bara inn í eyðurnar. Menn gerðu þetta þá bara betur. Ég held að munurinn hafi verið að við fórum betur í árásirnar.” Markvörður Selfyssinga, Pawel Kiepuelski var frábær í kvöld og Patti var ánægður með hann. „Já. Ég veit ekki hvað hann varði mikið en þetta er bara eins og það er í þessum handbolta. Þetta er bara ein mikilvægasta staðan í handboltanum í dag, þessir blessuðu markmenn. Pawel stóð sig frábærlega í dag, það er rétt.” Það hefur mikið verið rætt um það hvort Selfyssingar séu með besta liðið á landinu en Patti segir að sú umræða trufli liðið ekki. „Það er bara frábært og það er gott að hafa góða umfjöllun um handboltann. Það eru sumir sem meina það en aðrir sem meina það ekki," sagði Patrekur og bætti við: „Við erum ekki að fara að velta okkur uppúr því. Nú er það bara næsta verkefni sem er FH á laugardaginn. Það er mitt hlutverk að koma mönnum á jörðina ef að liðið verður værukært.”Snorri er þjálfari Vals og segir að sínir menn geti gert mun betur.vísir/ernirSnorri: Margir leikmenn sem geta spilað betur og vita það sjálfir Snorri Steinn þjálfari Vals var svekktur eftir tap sinna manna í Hleðslu-höllinni á Selfossi í kvöld. Valsmenn voru inni í leiknum lengi vel en frábær lokakafli Selfyssinga skilaði þeim sigri. „Eru þeir ekki efstir? Er ekki alltaf besta liðið efst? Þetta er bara frábært lið og við vissum það alveg fyrirfram, það er ekki spurning. Við erum mjög vonsviknir að hafa ekki unnið leikinn, við ætluðum okkur tvö stig.” Hvað gerðist á þessum kafla í síðari hálfleik þegar Selfyssingar taka yfir? „Botninn dettur úr þessu. Taflan bilar og við bilum bara með henni. Heilt yfir erum við ekki að spila frábæran leik." „Við erum með mikið af tæknifeilum og vorum að nýta færin okkar illa. Pawel var að verja frábærlega sem og Daníel hjá okkur. Heilt yfir þá datt botninn bara úr þessu og varnarleikurinn fór að leka.” „Við töpuðum leiknum og það er ekki jákvætt. Við viljum vinna alla leiki. Jákvæða við þetta er að við eigum marga leikmenn inni sem geta spilað miklu betur og þeir vita það sjálfir.” Olís-deild karla
Áhorfendur sem lögðu leið sína í Hleðslu-höllina á Selfossi í kvöld fengu mikið fyrir peningin en þar áttust við Selfoss og Valur. Fyrir leikinn var í boði toppsætið í Olís-deildinni. Selfyssingar byrjuðu betur og skoruðu fyrstu tvö mörk leiksins. Þeir voru síðan með yfirhöndina nánast allan fyrri hálfleikinn en náðu þó mest einungis tveggja marka forystu. Valsmenn voru skammt undan og náðu að jafna metin áður en að fyrri hálfleik lauk. Staðan var 10-10 í hálfleik en bæði lið að spila frábærar varnarleik sem og markmenn liðanna sem voru báðir mjög góðir í fyrri hálfleik, Daníel hjá Val og Pawel hjá Selfyssingum. Í byrjun síðari hálfleik leit allt út fyrir það að við værum að fara að fá jafnan leik sem myndi líklega ráðast á einu marki eða tveimur. Valsmenn náðu tveggja marka forystu í byrjun síðari hálfleiks áður en að Patti tók leikhlé og fór yfir stöðu sinna manna. Hergeir Grímsson sem vanalega hefur spilað í vinstra horni Selfyssinga á leiktíðinni var færður inn á miðju en hann spilaði sem miðjumaður í yngri flokkum. Hergeir gjörsamlega tók yfir leikinn en hann stjórnaði sóknarleik Selfyssinga frábærlega ásamt því að skora mörk og leggja upp fyrir samherja sína. Heimamenn gengu á lagið um miðjan síðari hálfleik en á tímapunkti skoruðu þeir fjögur mörk í röð. Paweł Kiepulski var magnaður í markinu hjá Selfyssingum í kvöld með sextán skot varin og yfir 40% markvörslu. Algjörlega frábær.Afhverju vann Selfoss? Eftir gífurlega jafnan fyrri hálfleik kíkti Patrekur Jóhannesson enn dýpra ofan í kistuna og setti Hergeir Grímsson á miðjuna. Þeir fóru að setja upp kerfi og sóknir sem að varnarmenn Vals áttu engin svör við. Pawel var góður fyrir aftan varnarmenn Selfyssinga sem lögðu mikið traust á hann. Selfyssingar eru þekktir fyrir frammistöður sínar undir lok leikja og við urðum vitni af einni slíkri í kvöld. Þá fara þeir í ham sem að ekkert lið getur stoppað þá í.Hverjir stóðu upp úr? Margir voru farnir að efast um að Pawel Kiepulski væri nægilega sterkur fyrir til þess að standa vaktina í marki Selfyssinga enda var það í umræðunni um að lið Selfoss hefði náð lengra á síðasta tímabili með betri markvörslu. Pawel byrjaði veisluna hér á laugardaginn þegar hann var góður í EHF-keppninni gegn Ribnica. Í kvöld varði Pawel fyrstu tvö skotin sem að hann fékk á sig og setti þar með tóninn og fékk orkuna frá stuðningsmönnum Selfoss. 16 skot varin og 42% markvarsla. Ef Pawel ætlar að sýna fleiri svona frammistöður með Selfoss í vetur þá mega lið fara að hræðast. Hergeir Grímsson leysti miðjustöðuna frábærlega eins og fyrr hefur komið fram en það virðist vera sama í hvaða stöðu leikmenn Selfyssinga eru settir í, þeir leysa hana.Hvað gekk illa? Það gekk eiginlega verst af öllu í kvöld að halda vallarklukkunni gangandi. Hún datt úr sambandi þegar sjö mínútur voru liðnar af seinni hálfleik og kom ekki aftur inn við lítinn fögnuð hérna í fjölmiðlastúkunni og þeirra sem voru að fjalla um leikinn. Enginn vissi hvað tímanum leið. Svona hlutir þurfa að vera í lagi. Hvað leikinn varðar gekk Valsmönnum illa að halda dampi eftir góðar fyrstu 40 mínútur. Eftir það var valtað yfir þá og þeir fundu engar lausnir á sínum ótalmörgu vandamálum sem hrönnuðust upp á stuttum tíma.Hvað gerist næst? Selfyssingar fara í Hafnarfjörð á laugardalskvöldið og mæta þar FH en þeir eiga harm að hefna síðan í undanúrslitaeinvíginu á síðustu leiktíð þar sem að FH vann í oddaleik. Síðan er það Evrópuverkefni sem tekur við hjá Selfyssingum en þeir fara til Póllands. Valsmenn taka á móti peyjunum úr Mosfellsbæ á laugardaginn.Patrekur talaði um mikilvæga markvarða.vísir/daníelPatrekur: Þessir blessuðu markmenn Patrekur Jóhannesson þjálfari Selfyssinga var hæstánægður með sigur manna gegn Val í Olísdeildinni í kvöld. Liðið Selfoss er komið í toppsæti deildarinnar. „Þetta var fínn sigur og ég var ánægður með varnarleikinn í fyrri hálfleik. Við fengum á okkur 10 mörk og það var allt í lagi. Pawel var frábær og var að verja vel en aftur á móti vorum við ekki að slútta vel á Daníel, en auðvitað var hann að verja vel líka." „Það sem að er ánægjulegt að við vinnum leikinn með þessari breytingu þegar við setjum Hergeir á miðjuna. Hann spilaði allt undirbúningstímabilið á miðjunni þegar Elvar var meiddur og Haukur var með landsliðinu. Selfyssingar tóku yfir síðustu 15 mínútur leiksins en Valsmenn gáfu verulega eftir. „Ég myndi ekkert segja að það hafi orðið hrun hjá Valsmönnum. Við spilum þessar mínútur bara betur. Með innkomu Hergeirs þá förum við svolítið í frjálsan bolta og menn fara bara inn í eyðurnar. Menn gerðu þetta þá bara betur. Ég held að munurinn hafi verið að við fórum betur í árásirnar.” Markvörður Selfyssinga, Pawel Kiepuelski var frábær í kvöld og Patti var ánægður með hann. „Já. Ég veit ekki hvað hann varði mikið en þetta er bara eins og það er í þessum handbolta. Þetta er bara ein mikilvægasta staðan í handboltanum í dag, þessir blessuðu markmenn. Pawel stóð sig frábærlega í dag, það er rétt.” Það hefur mikið verið rætt um það hvort Selfyssingar séu með besta liðið á landinu en Patti segir að sú umræða trufli liðið ekki. „Það er bara frábært og það er gott að hafa góða umfjöllun um handboltann. Það eru sumir sem meina það en aðrir sem meina það ekki," sagði Patrekur og bætti við: „Við erum ekki að fara að velta okkur uppúr því. Nú er það bara næsta verkefni sem er FH á laugardaginn. Það er mitt hlutverk að koma mönnum á jörðina ef að liðið verður værukært.”Snorri er þjálfari Vals og segir að sínir menn geti gert mun betur.vísir/ernirSnorri: Margir leikmenn sem geta spilað betur og vita það sjálfir Snorri Steinn þjálfari Vals var svekktur eftir tap sinna manna í Hleðslu-höllinni á Selfossi í kvöld. Valsmenn voru inni í leiknum lengi vel en frábær lokakafli Selfyssinga skilaði þeim sigri. „Eru þeir ekki efstir? Er ekki alltaf besta liðið efst? Þetta er bara frábært lið og við vissum það alveg fyrirfram, það er ekki spurning. Við erum mjög vonsviknir að hafa ekki unnið leikinn, við ætluðum okkur tvö stig.” Hvað gerðist á þessum kafla í síðari hálfleik þegar Selfyssingar taka yfir? „Botninn dettur úr þessu. Taflan bilar og við bilum bara með henni. Heilt yfir erum við ekki að spila frábæran leik." „Við erum með mikið af tæknifeilum og vorum að nýta færin okkar illa. Pawel var að verja frábærlega sem og Daníel hjá okkur. Heilt yfir þá datt botninn bara úr þessu og varnarleikurinn fór að leka.” „Við töpuðum leiknum og það er ekki jákvætt. Við viljum vinna alla leiki. Jákvæða við þetta er að við eigum marga leikmenn inni sem geta spilað miklu betur og þeir vita það sjálfir.”