WOW dregur saman seglin vestanhafs Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. október 2018 10:32 Skúli Mogensen er stofnandi og eigandi WOW Air. Hann hafði mikla trú á bandarísku borgunum fjórunum þegar flugfélagið hóf reglulegt áætlunarflug í upphafi árs. vísir/getty Enn fækkar bandarískum borgum í leiðakerfi WOW Air. Eins og Vísir greindi frá í gær hefur WOW í hyggju að hætta beinu flugi til borgarinnar St. Louis frá og með 7. janúar næstkomandi. Bandarískir miðlar greindu svo frá því nú í morgun að fleiri bandarískar borgir verði fjarlægðar úr leiðakerfi flugfélagsins, nánar tiltekið borgirnar Cincinnati og Cleveland sem báðar eru í Ohio-ríki. Eftirspurnin reyndist ekki næg. Ekki eru nema fimm mánuðir síðan WOW hóf reglulegt áætlunarflug til borganna. Auk St. Louis, Cincinnati og Cleveland hóf WOW einnig að fljúga til Detroit í upphafi árs en haft er eftir Svanhvíti Friðriksdóttur, upplýsingafulltrúa flugfélagsins, á vef USA Today að WOW hafi ekki í hyggju að hrófla við flugi til þessarar stærstu borgar Michigan-ríkis. Aðspurð um hvort til standi að gera einhverjar breytingar á áætlunarflugi WOW til JFK-flugvallar í New York eða til Dallas í Texas segir Svanhvít að engin hafi ákvörðun hafi verið tekin í þeim efnum.WOW mun ekki fljúga lengur til Cincinnati.Vísir/GETTYYfirlýsingar WOW um reglulegt áætlunarflug til St. Louis, Detroit, Cincinnati og Cleveland eru sagðar hafa markað fyrstu tilraunir evrópsks lággjaldaflugfélags til að hasla sér völl í miðríkjum Bandaríkjanna. Félögin höfðu áður nær alfarið lagt áherslu á stórborgir við sjávarsíðuna, borgir þar sem þegar var mikil eftirspurn eftir ódýrum flugferðum yfir hafið. Flugfélagið hefur sem kunnugt er glímt við fjárhagserfiðleika að undanförnu en vonir standa til þess að það sé komið yfir erfiðasta hjallann eftir að félagið tryggði sér 60 milljóna evra fjármögnun í síðasta mánuði. Félagið hefur að undanförnu leitað leiða til að hagræða í rekstri en tíu starfsmönnum var sagt upp hjá Wow air í byrjun mánaðarins. Þá var einnig tilkynnt fyrir skömmu að félagið myndi hætta að fljúga til Stokkhólms, Edinborgar og San Francisco. WOW tilkynnti þó í gær að félagið myndi að nýju fljúga til Tel Aviv í Ísrael. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Vonsvikin með Wow eftir að hafa boðið félaginu gull og græna skóga Flugvallaryfirvöld Lambert-flugvallarins í St. Louis í Bandaríkjunum hafa lýst yfir vonbrigðum með ákvörðun Wow Air um að hætta beinu flugi til borgarinnar. 16. október 2018 10:30 WOW flýgur aftur til Ísraels WOW air mun fljúga á ný til Tel Aviv í Ísrael. 16. október 2018 09:57 Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Enn fækkar bandarískum borgum í leiðakerfi WOW Air. Eins og Vísir greindi frá í gær hefur WOW í hyggju að hætta beinu flugi til borgarinnar St. Louis frá og með 7. janúar næstkomandi. Bandarískir miðlar greindu svo frá því nú í morgun að fleiri bandarískar borgir verði fjarlægðar úr leiðakerfi flugfélagsins, nánar tiltekið borgirnar Cincinnati og Cleveland sem báðar eru í Ohio-ríki. Eftirspurnin reyndist ekki næg. Ekki eru nema fimm mánuðir síðan WOW hóf reglulegt áætlunarflug til borganna. Auk St. Louis, Cincinnati og Cleveland hóf WOW einnig að fljúga til Detroit í upphafi árs en haft er eftir Svanhvíti Friðriksdóttur, upplýsingafulltrúa flugfélagsins, á vef USA Today að WOW hafi ekki í hyggju að hrófla við flugi til þessarar stærstu borgar Michigan-ríkis. Aðspurð um hvort til standi að gera einhverjar breytingar á áætlunarflugi WOW til JFK-flugvallar í New York eða til Dallas í Texas segir Svanhvít að engin hafi ákvörðun hafi verið tekin í þeim efnum.WOW mun ekki fljúga lengur til Cincinnati.Vísir/GETTYYfirlýsingar WOW um reglulegt áætlunarflug til St. Louis, Detroit, Cincinnati og Cleveland eru sagðar hafa markað fyrstu tilraunir evrópsks lággjaldaflugfélags til að hasla sér völl í miðríkjum Bandaríkjanna. Félögin höfðu áður nær alfarið lagt áherslu á stórborgir við sjávarsíðuna, borgir þar sem þegar var mikil eftirspurn eftir ódýrum flugferðum yfir hafið. Flugfélagið hefur sem kunnugt er glímt við fjárhagserfiðleika að undanförnu en vonir standa til þess að það sé komið yfir erfiðasta hjallann eftir að félagið tryggði sér 60 milljóna evra fjármögnun í síðasta mánuði. Félagið hefur að undanförnu leitað leiða til að hagræða í rekstri en tíu starfsmönnum var sagt upp hjá Wow air í byrjun mánaðarins. Þá var einnig tilkynnt fyrir skömmu að félagið myndi hætta að fljúga til Stokkhólms, Edinborgar og San Francisco. WOW tilkynnti þó í gær að félagið myndi að nýju fljúga til Tel Aviv í Ísrael.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Vonsvikin með Wow eftir að hafa boðið félaginu gull og græna skóga Flugvallaryfirvöld Lambert-flugvallarins í St. Louis í Bandaríkjunum hafa lýst yfir vonbrigðum með ákvörðun Wow Air um að hætta beinu flugi til borgarinnar. 16. október 2018 10:30 WOW flýgur aftur til Ísraels WOW air mun fljúga á ný til Tel Aviv í Ísrael. 16. október 2018 09:57 Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Vonsvikin með Wow eftir að hafa boðið félaginu gull og græna skóga Flugvallaryfirvöld Lambert-flugvallarins í St. Louis í Bandaríkjunum hafa lýst yfir vonbrigðum með ákvörðun Wow Air um að hætta beinu flugi til borgarinnar. 16. október 2018 10:30