Dvergríkið Gíbraltar er með læti í Þjóðadeild UEFA og vann tvo leiki á fjórum dögum. Eftir 22 leikja bið eftir sigri þá rignir nú sigrum í dvergríkinu.
Fyrst náði Gíbraltar að vinna Armeníu um síðustu helgi og þeim sigri var fylgt eftir með 2-1 endurkomusigri gegn Liechtenstein. Það var í fyrsta skipti í sögu þjóðarinnar sem liðið nær að skora tvö mörk í leik.
Gíbraltar er í 198. sæti á FIFA-listanum og varð meðlimur hjá UEFA árið 2013. Landslið þjóðarinnar hafði aðeins unnið tvo leiki fyrir síðustu helgi. Það var gegn Möltu og Lettlandi í vináttulandsleikjum. Þetta voru fyrstu alvöru sigrar liðsins.
Gíbraltar tapaði öllum sínum leikjum í undankeppni EM 2016 og HM 2018. Liðið fékk á sig 103 mörk samtals í báðum undankeppnunum.
Íbúar Gíbraltar eru tæplega 35 þúsund og liðið á enn möguleika á því að komast á EM í gegnum D-deild Þjóðadeildarinnar þar sem liðið er þremur stigum á eftir Makedóníu.
Tveir sigrar í röð hjá einu lélegasta landsliði heims
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið



„Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“
Körfubolti

Amorim vildi ekki ræða framtíðina
Fótbolti

Ægir valinn verðmætastur
Körfubolti

Tottenham vann Evrópudeildina
Fótbolti


„Okkur er alveg sama núna“
Fótbolti

Shaq segist hundrað prósent
Körfubolti
