Lítið eftirlit með lyfjaskilum Sveinn Arnarsson skrifar 17. október 2018 08:00 Ábyrgð á lyfjaskilum er í höndum starfsmanna apóteka. Yfirvöld hafa ekki yfirsýn yfir magn lyfja sem er skilað. Vísir/Stefán Lyfjastofnun sem hefur eftirlit með lyfjum sem koma til eyðingar í gegnum apótek, veit ekki hversu miklu magni er fargað og veit ekki hvort öllum lyfjum sem koma til förgunar sé í raun fargað. Landlæknisembættið segir eftirlitið geta verið betra. Lyfjastofnun fór í mikla herferð á síðasta ári til að tryggja að lyf færu í eyðingu í stað þess að þau færu út í náttúruna með skólpi eða þá í hendur einstaklinga á svörtum markaði. Þegar einstaklingur kemur með lyf í apótek er það hins vegar hvergi skráð og því utan ratsjár eftirlitsstofnana. Sá sem vill að lyfinu sé eytt fær ekki staðfestingu um að svo hafi verið gert. Fréttablaðið prufaði að fara með sterkt ávanabindandi lyf í eyðingu. Lyfið hefur róandi, kvíðastillandi, krampastillandi og vöðvaslakandi verkun. Þegar lyfið var afhent starfsmanni setti hann lyfjaglasið í vasa sinn án þess að skrá það á nokkurn hátt. Lyf sem þetta selst á svörtum markaði og er mikið notað sem læknadóp. Fréttablaðið óskaði svara við því hversu miklu magni væri fargað árlega og hvernig ferlarnir væru í þessu sambandi. „Við erum ekki með tölur um hversu miklu hefur verið skilað inn af lyfjum. Til þess að fá upplýsingar um það þarftu að hafa samband við apótekin og athuga hvort þau eru tilbúin að gefa þessar upplýsingar upp ef þau eiga þær til,“ segir í skriflegu svari Lyfjastofnunar. „Varðandi ferlið frá því að lyfi er skilað þarftu sömuleiðis að hafa samband við apótekin.“ Samkvæmt svörum frá Embætti landlæknis telur það að eftirlit með þessum lyfjaskilum mætti vera meira. Hins vegar er eftirlitið ekki í höndum Landlæknis heldur Lyfjastofnunar. Brynhildur Briem, deildarstjóri á eftirlitssviði Lyfjastofnunar, segir að ábyrgð á lyfjaskilum sé í höndum starfsmanna apótekanna og ábyrgð þeirra sé mikil. „Starfsmönnum er ráðlagt að taka á móti lyfjum í glærum poka og setja þau strax í svokallaðan skilakassa sem er í öllum apótekum en ekki stinga lyfjum í vasann,“ segir Brynhildur. Íslendingar henda miklu magni lyfja ár hvert. Lyfjastofnun kannaði í nóvember árið 2016 hvernig lyfjaeyðingu væri háttað hér á landi. Rúmlega þriðjungur Íslendinga henti lyfjum þá í ruslið, í vaskinn eða sturtaði niður í klósettið. Þannig geta lyf haft skaðleg áhrif á umhverfi sitt. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Fleiri fréttir Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Sjá meira
Lyfjastofnun sem hefur eftirlit með lyfjum sem koma til eyðingar í gegnum apótek, veit ekki hversu miklu magni er fargað og veit ekki hvort öllum lyfjum sem koma til förgunar sé í raun fargað. Landlæknisembættið segir eftirlitið geta verið betra. Lyfjastofnun fór í mikla herferð á síðasta ári til að tryggja að lyf færu í eyðingu í stað þess að þau færu út í náttúruna með skólpi eða þá í hendur einstaklinga á svörtum markaði. Þegar einstaklingur kemur með lyf í apótek er það hins vegar hvergi skráð og því utan ratsjár eftirlitsstofnana. Sá sem vill að lyfinu sé eytt fær ekki staðfestingu um að svo hafi verið gert. Fréttablaðið prufaði að fara með sterkt ávanabindandi lyf í eyðingu. Lyfið hefur róandi, kvíðastillandi, krampastillandi og vöðvaslakandi verkun. Þegar lyfið var afhent starfsmanni setti hann lyfjaglasið í vasa sinn án þess að skrá það á nokkurn hátt. Lyf sem þetta selst á svörtum markaði og er mikið notað sem læknadóp. Fréttablaðið óskaði svara við því hversu miklu magni væri fargað árlega og hvernig ferlarnir væru í þessu sambandi. „Við erum ekki með tölur um hversu miklu hefur verið skilað inn af lyfjum. Til þess að fá upplýsingar um það þarftu að hafa samband við apótekin og athuga hvort þau eru tilbúin að gefa þessar upplýsingar upp ef þau eiga þær til,“ segir í skriflegu svari Lyfjastofnunar. „Varðandi ferlið frá því að lyfi er skilað þarftu sömuleiðis að hafa samband við apótekin.“ Samkvæmt svörum frá Embætti landlæknis telur það að eftirlit með þessum lyfjaskilum mætti vera meira. Hins vegar er eftirlitið ekki í höndum Landlæknis heldur Lyfjastofnunar. Brynhildur Briem, deildarstjóri á eftirlitssviði Lyfjastofnunar, segir að ábyrgð á lyfjaskilum sé í höndum starfsmanna apótekanna og ábyrgð þeirra sé mikil. „Starfsmönnum er ráðlagt að taka á móti lyfjum í glærum poka og setja þau strax í svokallaðan skilakassa sem er í öllum apótekum en ekki stinga lyfjum í vasann,“ segir Brynhildur. Íslendingar henda miklu magni lyfja ár hvert. Lyfjastofnun kannaði í nóvember árið 2016 hvernig lyfjaeyðingu væri háttað hér á landi. Rúmlega þriðjungur Íslendinga henti lyfjum þá í ruslið, í vaskinn eða sturtaði niður í klósettið. Þannig geta lyf haft skaðleg áhrif á umhverfi sitt.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Fleiri fréttir Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Sjá meira