Lítil virkni háir hlutabréfamarkaðinum Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 17. október 2018 09:00 Kauphöllin á Laugavegi. fréttablaðið/anton brink Vægi innlendra hlutabréfa í eignasafni lífeyrissjóðanna hefur minnkað töluvert í takt við aukna fjárfestingu sjóðanna erlendis og gengisveikingu krónunnar. Stærð lífeyrissjóðanna á íslenska hlutabréfamarkaðinum í bland við litla veltu sjóðanna getur hins vegar leitt til bjögunar í verðmyndun. Frá ársbyrjun 2016 hefur vægi innlendra hlutabréfa í eignasafni lífeyrissjóðanna minnkað úr tæplega 13 prósentum í 9,9 prósent. Á sama tíma hefur hlutfall erlendra eigna farið úr rúmlega 22 prósentum í 26 prósent. Eign lífeyrissjóðanna í innlendum hlutabréfum og hlutdeildarskírteinum nam 518 milljörðum í ágúst en í krónum talið hefur hún ekki verið lægri frá því í desember 2014. „Þetta hefur veruleg áhrif og að einhverju leyti erum við að sjá að eignamarkaðir hafa verið daufir vegna þess að lífeyrissjóðirnir hafa einblínt á að fjárfesta erlendis í meiri mæli og lána sjálfir beint til fasteignakaupa,“ segir Ásgeir Jónsson, deildarforseti Hagfræðideildar Háskóla Íslands, í samtali við Markaðinn. Ásgeir bendir á að fjárfestingar sjóðanna erlendis séu ekki eina skýringin á minnkandi vægi innlendra hlutabréfa. „Hlutfallið verður fyrir töluverðum áhrifum af genginu. Gengið hefur verið að veikjast á síðustu 1-2 árum og hefur leitt til hækkunar á vægi erlendra eigna,“ segir Ásgeir. „Það hefur líka áhrif þegar stór félög eins og Icelandair, sem lífeyrissjóðirnir eiga mikið í, lækka mikið í verði. Á sama tíma hefur verið hækkun á erlendum eignamörkuðum.“Bjöguð verðmyndun Kristrún Frostadóttir, aðalhagfræðingur Kviku banka, segir óumdeilt að lífeyrissjóðirnir þurfi að fjárfesta erlendis í meira mæli. „Þetta er þeirra leið til að ná fram eignadreifingu. Ef þú hugsar um þá sem geyma peninga sína í lífeyrissjóðum þá er um þriðjungur af neyslukörfu þeirra í ellinni innfluttar vörur og því er ekki óeðlilegt að þeir eigi erlendar eignir sem því nemur. Þess vegna hefur verið mælt með því að þeir fari út og ég held að það séu allir sammála um það,“ segir Kristrún. Hins vegar sé áhyggjuefni hversu lítil velta sé á íslenska hlutabréfamarkaðinum og hvernig það bjagi verðmyndun hlutabréfa. „Eðli málsins samkvæmt hreyfa sjóðirnir sig sjaldnar á markaðinum enda er fjárfestingarstefnan til lengri tíma en hjá flestum öðrum fjárfestum. Þeir eru ekki jafn kvikir,“ segir Kristrún. „Hins vegar eiga þeir nú þegar stóran bita af markaðinum og eru þá komnir í þá stöðu að ef skráðu fyrirtæki gengur illa, þá sitja þeir fastir.“ Lítil virkni getur að sögn Kristrúnar leitt til þess að fáir aðilar geti hreyft markaðinn óeðlilega mikið og geri það að verkum að hlutabréfaverð þróist ekki alltaf í takt við undirliggjandi aðstæður. „Þetta er að mínu mati alvarleg þróun. Hlutabréfaverð á að endurspegla grunnatriði í rekstri fyrirtækis og þess vegna skiptir máli að verðmyndun sé rétt á markaði og verð á hlutabréfum bregðist eðlilega við breytingum í rekstri. Félag getur verið að skila ágætis uppgjöri en það stendur í stað á markaði vegna þess að það er enginn kaupandi.“ Þá segir Kristrún að erlent eignasafn lífeyrissjóðanna í íslenskum krónum hafi hækkað vegna gengisveikingar krónunnar á síðustu mánuðum. Það geti minnkað þrýsting á sjóðina að fjárfesta erlendis. Í lok ágúst námu erlendar eignir sjóðanna um 1.070 milljörðum og jukust þær um tæplega 110 milljarða á fyrstu átta mánuðum ársins.Stjórnvöld skoði skattaafslátt Ásgeir segir að skoða þurfi leiðir til að fá fleiri almenna fjárfesta á hlutabréfamarkaðinn Íslandi. Þeir hafi verið hikandi við að setja pening í hlutabréf eftir hrun. „Það má segja að fasteignir hafi tekið við af hlutabréfum sem sparnaðarleið fyrir smærri fjárfesta. Smærri aðilar hafa tekið fremur lítinn þátt í hlutabréfamarkaðinum á síðustu árum sem er öfugt við það sem hefur gerst erlendis þar sem vísitölusjóðir hafa verið mjög umsvifamiklir. Auk þess er ekki svo mikill frjáls sparnaður á Íslandi, að hluta til vegna þess hversu há iðgjöld til lífeyrissjóðanna eru orðin. Það má velta fyrir sér leiðum til þess að draga almenning aftur að markaðinum. Hlutabréfamarkaðinum var komið af stað á sínum tíma með skattaafslætti á tíunda áratugnum. Það var stefna sem heppnaðist vel og það má velta fyrir sér hvort nú megi beita sama svipuðum aðferðum.“ Birtist í Fréttablaðinu Lífeyrissjóðir Mest lesið Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Sjá meira
Vægi innlendra hlutabréfa í eignasafni lífeyrissjóðanna hefur minnkað töluvert í takt við aukna fjárfestingu sjóðanna erlendis og gengisveikingu krónunnar. Stærð lífeyrissjóðanna á íslenska hlutabréfamarkaðinum í bland við litla veltu sjóðanna getur hins vegar leitt til bjögunar í verðmyndun. Frá ársbyrjun 2016 hefur vægi innlendra hlutabréfa í eignasafni lífeyrissjóðanna minnkað úr tæplega 13 prósentum í 9,9 prósent. Á sama tíma hefur hlutfall erlendra eigna farið úr rúmlega 22 prósentum í 26 prósent. Eign lífeyrissjóðanna í innlendum hlutabréfum og hlutdeildarskírteinum nam 518 milljörðum í ágúst en í krónum talið hefur hún ekki verið lægri frá því í desember 2014. „Þetta hefur veruleg áhrif og að einhverju leyti erum við að sjá að eignamarkaðir hafa verið daufir vegna þess að lífeyrissjóðirnir hafa einblínt á að fjárfesta erlendis í meiri mæli og lána sjálfir beint til fasteignakaupa,“ segir Ásgeir Jónsson, deildarforseti Hagfræðideildar Háskóla Íslands, í samtali við Markaðinn. Ásgeir bendir á að fjárfestingar sjóðanna erlendis séu ekki eina skýringin á minnkandi vægi innlendra hlutabréfa. „Hlutfallið verður fyrir töluverðum áhrifum af genginu. Gengið hefur verið að veikjast á síðustu 1-2 árum og hefur leitt til hækkunar á vægi erlendra eigna,“ segir Ásgeir. „Það hefur líka áhrif þegar stór félög eins og Icelandair, sem lífeyrissjóðirnir eiga mikið í, lækka mikið í verði. Á sama tíma hefur verið hækkun á erlendum eignamörkuðum.“Bjöguð verðmyndun Kristrún Frostadóttir, aðalhagfræðingur Kviku banka, segir óumdeilt að lífeyrissjóðirnir þurfi að fjárfesta erlendis í meira mæli. „Þetta er þeirra leið til að ná fram eignadreifingu. Ef þú hugsar um þá sem geyma peninga sína í lífeyrissjóðum þá er um þriðjungur af neyslukörfu þeirra í ellinni innfluttar vörur og því er ekki óeðlilegt að þeir eigi erlendar eignir sem því nemur. Þess vegna hefur verið mælt með því að þeir fari út og ég held að það séu allir sammála um það,“ segir Kristrún. Hins vegar sé áhyggjuefni hversu lítil velta sé á íslenska hlutabréfamarkaðinum og hvernig það bjagi verðmyndun hlutabréfa. „Eðli málsins samkvæmt hreyfa sjóðirnir sig sjaldnar á markaðinum enda er fjárfestingarstefnan til lengri tíma en hjá flestum öðrum fjárfestum. Þeir eru ekki jafn kvikir,“ segir Kristrún. „Hins vegar eiga þeir nú þegar stóran bita af markaðinum og eru þá komnir í þá stöðu að ef skráðu fyrirtæki gengur illa, þá sitja þeir fastir.“ Lítil virkni getur að sögn Kristrúnar leitt til þess að fáir aðilar geti hreyft markaðinn óeðlilega mikið og geri það að verkum að hlutabréfaverð þróist ekki alltaf í takt við undirliggjandi aðstæður. „Þetta er að mínu mati alvarleg þróun. Hlutabréfaverð á að endurspegla grunnatriði í rekstri fyrirtækis og þess vegna skiptir máli að verðmyndun sé rétt á markaði og verð á hlutabréfum bregðist eðlilega við breytingum í rekstri. Félag getur verið að skila ágætis uppgjöri en það stendur í stað á markaði vegna þess að það er enginn kaupandi.“ Þá segir Kristrún að erlent eignasafn lífeyrissjóðanna í íslenskum krónum hafi hækkað vegna gengisveikingar krónunnar á síðustu mánuðum. Það geti minnkað þrýsting á sjóðina að fjárfesta erlendis. Í lok ágúst námu erlendar eignir sjóðanna um 1.070 milljörðum og jukust þær um tæplega 110 milljarða á fyrstu átta mánuðum ársins.Stjórnvöld skoði skattaafslátt Ásgeir segir að skoða þurfi leiðir til að fá fleiri almenna fjárfesta á hlutabréfamarkaðinn Íslandi. Þeir hafi verið hikandi við að setja pening í hlutabréf eftir hrun. „Það má segja að fasteignir hafi tekið við af hlutabréfum sem sparnaðarleið fyrir smærri fjárfesta. Smærri aðilar hafa tekið fremur lítinn þátt í hlutabréfamarkaðinum á síðustu árum sem er öfugt við það sem hefur gerst erlendis þar sem vísitölusjóðir hafa verið mjög umsvifamiklir. Auk þess er ekki svo mikill frjáls sparnaður á Íslandi, að hluta til vegna þess hversu há iðgjöld til lífeyrissjóðanna eru orðin. Það má velta fyrir sér leiðum til þess að draga almenning aftur að markaðinum. Hlutabréfamarkaðinum var komið af stað á sínum tíma með skattaafslætti á tíunda áratugnum. Það var stefna sem heppnaðist vel og það má velta fyrir sér hvort nú megi beita sama svipuðum aðferðum.“
Birtist í Fréttablaðinu Lífeyrissjóðir Mest lesið Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Sjá meira