Erlent

Veiðimálastjóri segir af sér eftir fjöldamorð á öpum

Kjartan Kjartansson skrifar
Bavíanar voru á meðal fórnarlamba veiðimálastjórans. Myndin er af bavíönum í dýragarði í Ástralíu og tengist ekki efni fréttarinnar.
Bavíanar voru á meðal fórnarlamba veiðimálastjórans. Myndin er af bavíönum í dýragarði í Ástralíu og tengist ekki efni fréttarinnar. Vísir/EPA
Yfirmaður veiðimála í Idaho-ríki í Bandaríkjunum hefur sagt af sér eftir að myndir af honum með dýrum sem hann drap í veiðiferð í Afríku vöktu almenna hneykslun. Maðurinn stærði sig meðal annars af því að hafa drepið heila bavíanafjölskyldu.

C.L. Otter, ríkisstjóri Idaho, segir hafa óskaði eftir því að Blake Fischer, veiðimálastjóri ríkisins, segði af sér þar sem hann hefði sýnt af sér slæma dómgreind. Fischer hefur beðist afsökunar á myndunum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.

„Ég sýndi nýlega af mér lélega dómgreind sem leiddi til þess að ég deildi myndum af veiðum þar sem ég sýndi ekki af mér viðeigandi drenglyndi og virðingu fyrir dýrunum sem ég veiddi,“ skrifaði Fischer sem sagðist axla fulla ábyrgð á gjörðum sínum.

Myndirnar sendi Fischer samstarfsmönnum sínum í síðasta mánuði. Á þeim sást hann brosandi með ýmsum dýrum sem hann felldi í Namibíu, þar á meðal gíraffa, antilópu og hlébarða. Fischer hafi gortað sig af veiðunum. Konan hans hafi viljað fá tilfinningu fyrir Afríku „þannig að ég skaut heila fjölskyldu af bavíönum. Ég held að hún hafi fengið hugmynd um það í snatri,“ skrifaði Fischer.

Eftir að tölvupósturinn komst á kreik kölluðu nokkrir forverar Fischer eftir því að hann segði af sér.

„Ég er viss um að það sem þú gerðir var löglegt, hins vegar gerir það að það sé löglegt það ekki réttmætt,“ sagði Fred Trevey, fyrrverandi veiðimálastjóri í Idaho, í tölvupósti til Fischer.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×