Yfirlýsingin um akademískt frelsi í fullu gildi Jakob Bjarnar skrifar 16. október 2018 14:52 Jón Atli Benediktsson háskólarektor segir að yfirlýsingin feli í sér ákveðin viðtekin siðferðileg viðmið um háskólastarf Kristinn Ingvarsson Dr. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir að yfirlýsing sem allir rektorar skóla á háskólastigi á Íslandi undirrituðu árið 2005 sé í fullu gildi. Yfirlýsingin, sem ekki hefur verið höfð uppi við, hefur komið til álita í tengslum við mál Kristins Sigurjónssonar lektors sem rekinn var frá Háskóla Reykjavíkur í síðustu viku. Þar segir meðal annars að sá „sem nýtur akademísks frelsis getur leitað þekkingar og tjáð sannfæringu sína án þess að eiga á hættu að það bitni á starfsöryggi hans eða öðrum mikilvægum hagsmunum.“ Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður Kristins, vakti sérstaklega athygli á yfirlýsingunni í bréfi sínu til Ara Kristins Jónssonar rektors HR þar sem hann bauð honum að draga uppsögnina til baka. Svo virðist sem Jón Steinar telji hana yfirtrompa siðareglur skólans þar sem kveðið er á um almenna tillitssemi starfsmanna, baráttu gegn óréttlæti og mismunun. Og það hljóti að vera eitthvað sem dómsstólar líti til komi málið til þeirra kasta.Yfirlýsingin enn í góðu gildiVísir gerði skilmerkilega grein fyrir yfirlýsingunni, birti hana í heild sinni og ræddi við Runólf Ágústsson, fyrrverandi rektor Bifrastar, sem hafði umsjá með ritstjórn hennar ásamt Páli heitnum Skúlasyni heimsspekingi og fyrrverandi rektors Háskóla Íslands.Kristinn Sigurjónsson verkfræðingur bíður nú örlaga sinna en allt bendir til að brottrekstur hans muni koma til kasta dómstóla. Og þar mun Yfirlýsing rektoranna væntanlega koma til álita.visir/vilhelm„Efni yfirlýsingarinnar er í góðu gildi, enda er akademískt frelsi óháð stund og stað og ein af grunnstoðum háskólastarfsemi, kennslu og rannsókna, hvarvetna þar sem eiginlegir háskólar eru starfræktir,“ segir Jón Atli. Hann segir að tilefni þessarar yfirlýsingar frá í júní 2005 hafi verið að á þeim tíma var í undirbúningi endurskoðun á rammalögum um háskóla, sem urðu síðan að lögum nr. 63/2006 um háskóla.Grundvöllur háskólastarfsemi „Með henni er lögð áhersla á þau gildi sem eru grundvöllur háskólastarfsemi,“ segir Jón Atli og lýsir því að yfirlýsingin sé í takti við þá umræðu sem fram fór á þessum tíma á vettvangi Samtaka evrópskra háskóla, meðal annars í tengslum við Bologna-ferlið sem hófst árið 1999 með undirritun Bologna-yfirlýsingarinnar.Jón Steinar hefur enn ekki fengið svör frá Rektor HR þó Ari Kristinn hafi sent frá sér opinbera yfirlýsingu vegna málsins.„Bakgrunnur þessa er yfirlýsing evrópskra háskóla, Magna Charta Universitatum, sem undirrituð var frá 18. september 1988, þar sem lögð er rík áhersla á akademískt frelsi háskóla almennt, enda þótt rekstrarform þeirra, stjórnarfyrirkomulag og sú samfélagsgerð sem þeir starfa í geti verið með ólíkum hætti.“Greinarmunur á fræðum og vettvangi dagsins Rektor Háskóla Íslands bendir á að yfirlýsingin frá 2005 feli í sér ákveðin viðtekin siðferðileg viðmið um háskólastarf. „Almennar siðareglur og vísindasiðareglur eru á sömu nótum.“ Jón Atli ítrekar að yfirlýsingin sé í fullu gildi en það sé undir hverjum og einum háskóla komið hvort hún er birt á heimasíðum. „Akademískt frelsi lýtur að vinnubrögðum og fagmennsku í fræðum og vísindum, kennslu og rannsóknum og gera verður greinarmun á því hvort einstaklingar tjá skoðanir sínar og sjónarmið í nafni fræðanna eða sem persónur á vettvangi dagsins.“ Uppsögn lektors við HR Tengdar fréttir Rektor HR segir hatur á grundvelli kyns ekki liðið innan skólans Ari Kristinn Jónsson sendir frá sér yfirlýsingu þar sem hann tekur fram að hann ætli ekki að tjá sig um umdeilt mál Kristins Sigurjónssonar. 12. október 2018 10:35 Jón Steinar býður HR að draga uppsögn lektors til baka Heldur því fram að Kristinn hafi réttindi opinberra starfsmanna. 10. október 2018 13:20 Tekist á um akademískt frelsi í máli Kristins og HR Dósent við HR telur illt fyrir konur að eiga sitt undir Kristni Sigurjónssyni komið. 11. október 2018 21:00 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Fleiri fréttir Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Sjá meira
Dr. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir að yfirlýsing sem allir rektorar skóla á háskólastigi á Íslandi undirrituðu árið 2005 sé í fullu gildi. Yfirlýsingin, sem ekki hefur verið höfð uppi við, hefur komið til álita í tengslum við mál Kristins Sigurjónssonar lektors sem rekinn var frá Háskóla Reykjavíkur í síðustu viku. Þar segir meðal annars að sá „sem nýtur akademísks frelsis getur leitað þekkingar og tjáð sannfæringu sína án þess að eiga á hættu að það bitni á starfsöryggi hans eða öðrum mikilvægum hagsmunum.“ Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður Kristins, vakti sérstaklega athygli á yfirlýsingunni í bréfi sínu til Ara Kristins Jónssonar rektors HR þar sem hann bauð honum að draga uppsögnina til baka. Svo virðist sem Jón Steinar telji hana yfirtrompa siðareglur skólans þar sem kveðið er á um almenna tillitssemi starfsmanna, baráttu gegn óréttlæti og mismunun. Og það hljóti að vera eitthvað sem dómsstólar líti til komi málið til þeirra kasta.Yfirlýsingin enn í góðu gildiVísir gerði skilmerkilega grein fyrir yfirlýsingunni, birti hana í heild sinni og ræddi við Runólf Ágústsson, fyrrverandi rektor Bifrastar, sem hafði umsjá með ritstjórn hennar ásamt Páli heitnum Skúlasyni heimsspekingi og fyrrverandi rektors Háskóla Íslands.Kristinn Sigurjónsson verkfræðingur bíður nú örlaga sinna en allt bendir til að brottrekstur hans muni koma til kasta dómstóla. Og þar mun Yfirlýsing rektoranna væntanlega koma til álita.visir/vilhelm„Efni yfirlýsingarinnar er í góðu gildi, enda er akademískt frelsi óháð stund og stað og ein af grunnstoðum háskólastarfsemi, kennslu og rannsókna, hvarvetna þar sem eiginlegir háskólar eru starfræktir,“ segir Jón Atli. Hann segir að tilefni þessarar yfirlýsingar frá í júní 2005 hafi verið að á þeim tíma var í undirbúningi endurskoðun á rammalögum um háskóla, sem urðu síðan að lögum nr. 63/2006 um háskóla.Grundvöllur háskólastarfsemi „Með henni er lögð áhersla á þau gildi sem eru grundvöllur háskólastarfsemi,“ segir Jón Atli og lýsir því að yfirlýsingin sé í takti við þá umræðu sem fram fór á þessum tíma á vettvangi Samtaka evrópskra háskóla, meðal annars í tengslum við Bologna-ferlið sem hófst árið 1999 með undirritun Bologna-yfirlýsingarinnar.Jón Steinar hefur enn ekki fengið svör frá Rektor HR þó Ari Kristinn hafi sent frá sér opinbera yfirlýsingu vegna málsins.„Bakgrunnur þessa er yfirlýsing evrópskra háskóla, Magna Charta Universitatum, sem undirrituð var frá 18. september 1988, þar sem lögð er rík áhersla á akademískt frelsi háskóla almennt, enda þótt rekstrarform þeirra, stjórnarfyrirkomulag og sú samfélagsgerð sem þeir starfa í geti verið með ólíkum hætti.“Greinarmunur á fræðum og vettvangi dagsins Rektor Háskóla Íslands bendir á að yfirlýsingin frá 2005 feli í sér ákveðin viðtekin siðferðileg viðmið um háskólastarf. „Almennar siðareglur og vísindasiðareglur eru á sömu nótum.“ Jón Atli ítrekar að yfirlýsingin sé í fullu gildi en það sé undir hverjum og einum háskóla komið hvort hún er birt á heimasíðum. „Akademískt frelsi lýtur að vinnubrögðum og fagmennsku í fræðum og vísindum, kennslu og rannsóknum og gera verður greinarmun á því hvort einstaklingar tjá skoðanir sínar og sjónarmið í nafni fræðanna eða sem persónur á vettvangi dagsins.“
Uppsögn lektors við HR Tengdar fréttir Rektor HR segir hatur á grundvelli kyns ekki liðið innan skólans Ari Kristinn Jónsson sendir frá sér yfirlýsingu þar sem hann tekur fram að hann ætli ekki að tjá sig um umdeilt mál Kristins Sigurjónssonar. 12. október 2018 10:35 Jón Steinar býður HR að draga uppsögn lektors til baka Heldur því fram að Kristinn hafi réttindi opinberra starfsmanna. 10. október 2018 13:20 Tekist á um akademískt frelsi í máli Kristins og HR Dósent við HR telur illt fyrir konur að eiga sitt undir Kristni Sigurjónssyni komið. 11. október 2018 21:00 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Fleiri fréttir Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Sjá meira
Rektor HR segir hatur á grundvelli kyns ekki liðið innan skólans Ari Kristinn Jónsson sendir frá sér yfirlýsingu þar sem hann tekur fram að hann ætli ekki að tjá sig um umdeilt mál Kristins Sigurjónssonar. 12. október 2018 10:35
Jón Steinar býður HR að draga uppsögn lektors til baka Heldur því fram að Kristinn hafi réttindi opinberra starfsmanna. 10. október 2018 13:20
Tekist á um akademískt frelsi í máli Kristins og HR Dósent við HR telur illt fyrir konur að eiga sitt undir Kristni Sigurjónssyni komið. 11. október 2018 21:00
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“