Abiy Ahmed, forsætisráðherra Eþíópíu, hefur kynnt nýja ríkisstjórn landsins þar sem helmingur ráðherra eru konur.
BBC greinir frá því að í fyrsta skipti í sögu landsins muni kona gegna embætti varnarmálaráðherra. Konur munu einnig gegna embætti ráðherra viðskiptamála, iðnaðar, auk þess að leiða nýtt friðarráðuneyti.
Alls eiga tuttugu ráðherrar sæti í ríkisstjórninni samanborið við 28 í þeirri síðustu. Fimm konur áttu sæti í síðustu ríkisstjórn. Hið nýja friðarráðuneyti mun fara með málaflokk alríkislögreglunnar og leyniþjónustunnar.
Allt frá því að Abiy Ahmed tók við embætti forsætisráðherra árið 2015 hefur margoft komið til átaka milli ólíkra þjóðernishópa á strjálbýlli svæðum landsins. Ahmed hefur lagt áherslu á að leysa áralangar deilur landsins við nágrannaríkið Erítreu.
Helmingur ráðherra í Eþíópíu nú konur

Tengdar fréttir

Guterres til Eþíópíu í kjölfar friðarsamkomulags
Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna er nú á leiðinni til Eþíópíu, daginn eftir undirritun sögulegs friðarsamkomulags stjórnvalda í Eþíópíu og Erítreu.

Friðardúfan flaug til Erítreu
Fyrsta farþegaflug á milli Eþíópíu og Erítreu í tuttugu ár var farið í gær.