Eldri líklegri til að benda á Dag en þau yngstu á embættismenn Jóhann Óli Eiðsson skrifar 16. október 2018 06:00 Bragginn í Nauthólsvík. Vísir/Vilhelm Um þriðjungur borgarbúa er á því að ábyrgðin á framúrkeyrslu á kostnaði við endurbætur og viðbyggingar braggans í Nauthólsvík sé Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Þetta eru niðurstöður könnunar sem Zenter rannsóknir unnu fyrir Fréttablaðið og frettabladid.is. Umræddur braggi er fyrir löngu orðinn sá frægasti, og dýrasti, í sögu Íslands. Í upphafi var áætlað að kostnaður við endurbætur og viðbyggingar myndi verða í kringum 150 milljónir króna en þegar þetta er ritað slagar hann í að vera hátt í þrefalt dýrari en áætlanir gerðu ráð fyrir. Flestir eru sammála um að framúrkeyrslan sé hin alvarlegasta en menn greinir á um hvort, og þá hver, skuli sæta ábyrgð vegna málsins.Mynd/Fréttablaðið.Hópar þeirra sem telja ábyrgðina vera meirihlutans annars vegar eða embættismanna borgarinnar hins vegar eru nánast jafn stórir en hvor um sig er um 26,5 prósent. Um níu prósent telja að hönnuðir og arkitektar beri ábyrgðina á framúrkeyrslunni og rúm fimm prósent telja hana annarra. Í framangreindum tölum hafa þau sem kusu að gefa ekki upp afstöðu sína verið tekin út fyrir sviga en það var tilfellið hjá tæplega fimmtungi svarenda.Sjá einnig:Samfylkingin dalar og ábyrgðin sögð Dags í Braggamáli Áhugavert er að skoða afstöðu kynjanna við spurningunni. Karlar eru líklegri til að telja að ábyrgðin sé Dags heldur en konur eða 36 prósent á móti 29 prósentum. 32 prósent kvenna töldu aftur á móti að ábyrgðin væri meirihlutans samanborið við 22 prósent karla. Áþekkt hlutfall kynjanna, um fjórðungur, taldi að embættismenn ættu að sæta ábyrgð. Þá er einnig athyglisvert að skoða skiptinguna eftir aldri. Þeir sem eldri eru voru frekar á því að ábyrgðin væri Dags eða tæplega helmingur svarenda 55 ára og eldri. Sami hópur var einnig ólíklegastur til að benda á meirihlutann í borginni. Sé litið til yngstu kjósenda borgarinnar voru sextán prósent á því að borgarstjóri ætti að sæta ábyrgð en 41 prósent taldi að skella ætti skuldinni á embættismenn.Mynd/FréttablaðiðSamtímis voru kjósendur einnig spurðir um hvaða flokk þeir myndu kjósa ef gengið yrði til kosninga nú. Ríflega þriðjungur svarenda var óviss um hvaða flokk þeir myndu kjósa. Nokkrar sveiflur voru hjá meirihlutaflokkunum þar sem Píratar og Vinstri græn bættu við sig fylgi meðan Samfylkingin tapaði fylgi. Flestir minnihlutaflokkarnir héldu í horfinu að Sósíalistum undanskildum. Fjöldi borgarfulltrúa minnihlutaflokkanna breytist ekki miðað við kosningarnar í vor. Athyglisvert er að skoða fylgi flokkanna eftir aldurshópum. Sjálfstæðisflokkurinn nýtur langmestrar hylli hjá þeim sem eru á bilinu 45-54 ára en tæplega 45 prósent þeirra styðja flokkinn. Yngstu kjósendurnir, 18-24 ára, eru flestir á bandi Samfylkingarinnar eða um þriðjungur. Fjórðungur þeirra kysi Sjálfstæðisflokkinn og um fimmtungur Viðreisn. Eldri borgarar borgarinnar kysu flestir Sjálfstæðisflokkinn, tæp 37 prósent, en Samfylkingin og Flokkur fólksins fylgja í kjölfarið. Áhugavert er að fimmtán prósent 65 ára og eldri myndu kjósa Flokk fólksins en flokkurinn kemst varla á blað hjá öðrum aldurshópum. joli@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Tengdar fréttir Lítið eftir en allt stopp í bragga "Það er framkvæmdastopp. Hins vegar er ekki mikið eftir,“ segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar, um stöðu framkvæmdanna við Nauthólsveg 100. 13. október 2018 08:30 Samfylking dalar og ábyrgðin sögð Dags í Braggamáli Sjálfstæðisflokkurinn mælist langstærsti flokkurinn í borginni. Vinstri græn og Píratar bæta við sig. Flestir á því að borgarstjóri beri ábyrgð í Braggamáli. 16. október 2018 06:00 Dagur fordæmir framkvæmd við endurgerð braggans Meirihlutinn í borginni vill allt uppá borð varðandi braggann í Nauthólsvík. 10. október 2018 09:58 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Sjá meira
Um þriðjungur borgarbúa er á því að ábyrgðin á framúrkeyrslu á kostnaði við endurbætur og viðbyggingar braggans í Nauthólsvík sé Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Þetta eru niðurstöður könnunar sem Zenter rannsóknir unnu fyrir Fréttablaðið og frettabladid.is. Umræddur braggi er fyrir löngu orðinn sá frægasti, og dýrasti, í sögu Íslands. Í upphafi var áætlað að kostnaður við endurbætur og viðbyggingar myndi verða í kringum 150 milljónir króna en þegar þetta er ritað slagar hann í að vera hátt í þrefalt dýrari en áætlanir gerðu ráð fyrir. Flestir eru sammála um að framúrkeyrslan sé hin alvarlegasta en menn greinir á um hvort, og þá hver, skuli sæta ábyrgð vegna málsins.Mynd/Fréttablaðið.Hópar þeirra sem telja ábyrgðina vera meirihlutans annars vegar eða embættismanna borgarinnar hins vegar eru nánast jafn stórir en hvor um sig er um 26,5 prósent. Um níu prósent telja að hönnuðir og arkitektar beri ábyrgðina á framúrkeyrslunni og rúm fimm prósent telja hana annarra. Í framangreindum tölum hafa þau sem kusu að gefa ekki upp afstöðu sína verið tekin út fyrir sviga en það var tilfellið hjá tæplega fimmtungi svarenda.Sjá einnig:Samfylkingin dalar og ábyrgðin sögð Dags í Braggamáli Áhugavert er að skoða afstöðu kynjanna við spurningunni. Karlar eru líklegri til að telja að ábyrgðin sé Dags heldur en konur eða 36 prósent á móti 29 prósentum. 32 prósent kvenna töldu aftur á móti að ábyrgðin væri meirihlutans samanborið við 22 prósent karla. Áþekkt hlutfall kynjanna, um fjórðungur, taldi að embættismenn ættu að sæta ábyrgð. Þá er einnig athyglisvert að skoða skiptinguna eftir aldri. Þeir sem eldri eru voru frekar á því að ábyrgðin væri Dags eða tæplega helmingur svarenda 55 ára og eldri. Sami hópur var einnig ólíklegastur til að benda á meirihlutann í borginni. Sé litið til yngstu kjósenda borgarinnar voru sextán prósent á því að borgarstjóri ætti að sæta ábyrgð en 41 prósent taldi að skella ætti skuldinni á embættismenn.Mynd/FréttablaðiðSamtímis voru kjósendur einnig spurðir um hvaða flokk þeir myndu kjósa ef gengið yrði til kosninga nú. Ríflega þriðjungur svarenda var óviss um hvaða flokk þeir myndu kjósa. Nokkrar sveiflur voru hjá meirihlutaflokkunum þar sem Píratar og Vinstri græn bættu við sig fylgi meðan Samfylkingin tapaði fylgi. Flestir minnihlutaflokkarnir héldu í horfinu að Sósíalistum undanskildum. Fjöldi borgarfulltrúa minnihlutaflokkanna breytist ekki miðað við kosningarnar í vor. Athyglisvert er að skoða fylgi flokkanna eftir aldurshópum. Sjálfstæðisflokkurinn nýtur langmestrar hylli hjá þeim sem eru á bilinu 45-54 ára en tæplega 45 prósent þeirra styðja flokkinn. Yngstu kjósendurnir, 18-24 ára, eru flestir á bandi Samfylkingarinnar eða um þriðjungur. Fjórðungur þeirra kysi Sjálfstæðisflokkinn og um fimmtungur Viðreisn. Eldri borgarar borgarinnar kysu flestir Sjálfstæðisflokkinn, tæp 37 prósent, en Samfylkingin og Flokkur fólksins fylgja í kjölfarið. Áhugavert er að fimmtán prósent 65 ára og eldri myndu kjósa Flokk fólksins en flokkurinn kemst varla á blað hjá öðrum aldurshópum. joli@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Tengdar fréttir Lítið eftir en allt stopp í bragga "Það er framkvæmdastopp. Hins vegar er ekki mikið eftir,“ segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar, um stöðu framkvæmdanna við Nauthólsveg 100. 13. október 2018 08:30 Samfylking dalar og ábyrgðin sögð Dags í Braggamáli Sjálfstæðisflokkurinn mælist langstærsti flokkurinn í borginni. Vinstri græn og Píratar bæta við sig. Flestir á því að borgarstjóri beri ábyrgð í Braggamáli. 16. október 2018 06:00 Dagur fordæmir framkvæmd við endurgerð braggans Meirihlutinn í borginni vill allt uppá borð varðandi braggann í Nauthólsvík. 10. október 2018 09:58 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Sjá meira
Lítið eftir en allt stopp í bragga "Það er framkvæmdastopp. Hins vegar er ekki mikið eftir,“ segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar, um stöðu framkvæmdanna við Nauthólsveg 100. 13. október 2018 08:30
Samfylking dalar og ábyrgðin sögð Dags í Braggamáli Sjálfstæðisflokkurinn mælist langstærsti flokkurinn í borginni. Vinstri græn og Píratar bæta við sig. Flestir á því að borgarstjóri beri ábyrgð í Braggamáli. 16. október 2018 06:00
Dagur fordæmir framkvæmd við endurgerð braggans Meirihlutinn í borginni vill allt uppá borð varðandi braggann í Nauthólsvík. 10. október 2018 09:58