Langflestir útlendingar í Landmannalaugum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 16. október 2018 06:00 Af þeim 25 sem hér busla í Landmannalaugum má áætla að aðeins þrír hafi verið íslenskir, til dæmis þeir sem eru innan hringsins. Vísir/Vilhelm Áætlað er að 1.381 þúsund erlendir ferðamenn hafi komið í Rangárvallasýslu árið 2017. Þetta kemur fram í skýrslu um ferðamenn í Rangárþingi ytra 2008-2017. Fyrirtækið Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar ehf. gerði skýrsluna fyrir Rangárþing ytra. Eins og við er að búast er fjölgun ferðamanna á svæðinu á þessum tíu árum gríðarleg. Þangað komu 230 þúsund ferðamenn árið 2008 miðað við þá 1.381 þúsund sem áður eru nefndir. Um er að ræða sexföldun. „Þetta þýðir að 69 prósent erlendra ferðamanna til Íslands með flugi eða ferju árið 2017 komu í Rangárvallasýslu en 46 prósent þeirra árið 2008. Samkvæmt því hefur Rangárvallasýsla aukið hlut sinn um 50 prósent á tímabilinu,“ segir um helstu niðurstöður skýrslunnar á vef Rangárþings ytra. Fjölgunin er miklu meiri að vetrarlagi en yfir sumarið samkvæmt niðurstöðunum.Laugavegurinn er vinsæl gönguleið milli Landmannalaugar og Þórsmerkur.Vísir/Vilhelm„Sumarmánuðina þrjá er áætlað að erlendum gestum sem komu í sýsluna hafi fjölgað úr 167 þúsund árið 2008 í 569 þúsund árið 2017, eða 3,4 falt. Hins vegar fjölgaði erlendum vetrargestum í sýslunni mikið meira á sama árabili, úr 63 þúsund í um 812 þúsund, eða 13 falt,“ segir á vef sveitarfélagsins. „Þessar niðurstöður sýna ótvírætt að ferðamannatíminn í Rangárvallasýslu hefur lengst jafnt og þétt og að nú koma ferðamenn þangað einnig í miklum mæli allt árið. Ferðaþjónusta er því orðin öflug heilsársatvinnugrein á svæðinu.“ Þá kemur fram að áætlað sé að af 1.381 þúsund erlendum gestum á láglendi Rangárvallasýslu árið 2017 hafi 458 þúsund gist þar að jafnaði í 1,6 nætur hver. Dagsgestir hafi þá verið 923 þúsund. „Því eru erlendar gistinætur á láglendi sýslunnar áætlaðar um 713 þúsund árið 2017. Þar við bætast áætlaðar 60 til 70 þúsund gistinætur á hálendi sýslunnar.“ Sérstaklega er rætt um erlenda ferðamenn í Landmannalaugum og öðrum hálendisstöðum. „Áætlað er að árið 2017 hafi 144 þúsund erlendir ferðamenn komið í Landmannalaugar en 68 þúsund árið 2008, sem er rúmlega tvöföldun,“ segir um heimsóknir á þennan vinsæla áfangastað íslenskra ferðamanna í gegn um áratugina. „Erlendir ferðamenn voru samkvæmt könnunum RRF í yfirgnæfandi meirihluta gesta í Landmannalaugum árið 2017, 88 prósent, og á Hellu, 79 prósent, og í miklum meirihluta í Nýjadal, 61 prósent. Hins vegar var mjórra á munum í Hrauneyjum og Þykkvabæ en Íslendingar í miklum meirihluta í Veiðivötnum, 72 prósent,“ segir um gestakomur á þessa staði. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Sjá meira
Áætlað er að 1.381 þúsund erlendir ferðamenn hafi komið í Rangárvallasýslu árið 2017. Þetta kemur fram í skýrslu um ferðamenn í Rangárþingi ytra 2008-2017. Fyrirtækið Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar ehf. gerði skýrsluna fyrir Rangárþing ytra. Eins og við er að búast er fjölgun ferðamanna á svæðinu á þessum tíu árum gríðarleg. Þangað komu 230 þúsund ferðamenn árið 2008 miðað við þá 1.381 þúsund sem áður eru nefndir. Um er að ræða sexföldun. „Þetta þýðir að 69 prósent erlendra ferðamanna til Íslands með flugi eða ferju árið 2017 komu í Rangárvallasýslu en 46 prósent þeirra árið 2008. Samkvæmt því hefur Rangárvallasýsla aukið hlut sinn um 50 prósent á tímabilinu,“ segir um helstu niðurstöður skýrslunnar á vef Rangárþings ytra. Fjölgunin er miklu meiri að vetrarlagi en yfir sumarið samkvæmt niðurstöðunum.Laugavegurinn er vinsæl gönguleið milli Landmannalaugar og Þórsmerkur.Vísir/Vilhelm„Sumarmánuðina þrjá er áætlað að erlendum gestum sem komu í sýsluna hafi fjölgað úr 167 þúsund árið 2008 í 569 þúsund árið 2017, eða 3,4 falt. Hins vegar fjölgaði erlendum vetrargestum í sýslunni mikið meira á sama árabili, úr 63 þúsund í um 812 þúsund, eða 13 falt,“ segir á vef sveitarfélagsins. „Þessar niðurstöður sýna ótvírætt að ferðamannatíminn í Rangárvallasýslu hefur lengst jafnt og þétt og að nú koma ferðamenn þangað einnig í miklum mæli allt árið. Ferðaþjónusta er því orðin öflug heilsársatvinnugrein á svæðinu.“ Þá kemur fram að áætlað sé að af 1.381 þúsund erlendum gestum á láglendi Rangárvallasýslu árið 2017 hafi 458 þúsund gist þar að jafnaði í 1,6 nætur hver. Dagsgestir hafi þá verið 923 þúsund. „Því eru erlendar gistinætur á láglendi sýslunnar áætlaðar um 713 þúsund árið 2017. Þar við bætast áætlaðar 60 til 70 þúsund gistinætur á hálendi sýslunnar.“ Sérstaklega er rætt um erlenda ferðamenn í Landmannalaugum og öðrum hálendisstöðum. „Áætlað er að árið 2017 hafi 144 þúsund erlendir ferðamenn komið í Landmannalaugar en 68 þúsund árið 2008, sem er rúmlega tvöföldun,“ segir um heimsóknir á þennan vinsæla áfangastað íslenskra ferðamanna í gegn um áratugina. „Erlendir ferðamenn voru samkvæmt könnunum RRF í yfirgnæfandi meirihluta gesta í Landmannalaugum árið 2017, 88 prósent, og á Hellu, 79 prósent, og í miklum meirihluta í Nýjadal, 61 prósent. Hins vegar var mjórra á munum í Hrauneyjum og Þykkvabæ en Íslendingar í miklum meirihluta í Veiðivötnum, 72 prósent,“ segir um gestakomur á þessa staði.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Sjá meira