Aðgerðir vegna samskiptavanda hjá HA Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 15. október 2018 06:00 Fréttablaðið/Pjetur Samskiptavandi á hug- og félagsvísindasviði Háskólans á Akureyri leiddi til þess að forseti sviðsins var færður til í starfi. Sérstakt teymi endurskipuleggur nú starf sviðsins. Af fundargerðum háskólaráðs HA sést að vandinn hefur verið til umfjöllunar í hátt á annað ár. Forseti sviðsins, Lars Gunnar Lundsten sem kom til starfa frá Finnlandi 2016, var færður til í starfi og er nú forstöðumaður miðstöðvar doktorsnáms og stjórnsýslu rannsókna. Mjög skiptar skoðanir hafa verið um framtíð og skipulag lagadeildarinnar. Til dæmis voru allir starfsmenn og háskólaráð að auki andvíg áformum Lars um að hætta innritun nýrra nemenda í lögfræði tímabundið. Umgjörð og skipulag lögreglufræða hefur verið deiluefni og dæmi eru um að starfsfólk hafi hætt vegna þessa og aðrir starfsmenn sviðsins hafi tekið veikindaleyfi vegna starfstengds andlegs álags. Þá er því lýst í bókun í fundargerð háskólaráðs að konur hafi neikvæða upplifun af afgreiðslu mála innan HA og stjórnendur vanræki að afgreiða umkvartanir þeirra. Þess háttar afgreiðsla sé „allt of algeng þegar kemur að framkomu og málsmeðferð gagnvart konum innan skólans“. Leitaði rektor til ráðgjafarfyrirtækisins Strategíu sem vann úttekt á samskiptamálum sviðsins. Tóku ráðgjafar fyrirtækisins viðtöl við flesta starfsmenn sviðsins og var skýrsla þeirra kynnt í háskólaráði 22. mars. „Við erum að reyna að takast á við þetta innan frá hjá okkur,“ segir Eyjólfur Guðmundsson, rektor HA. „Svo eru ýmis mál, mörg hver mjög gömul, sem hafa aldrei verið útkljáð innan sviðsins og ég gerði mér grein fyrir því þegar ég fékk skýrslu Strategíu í hendur að það þyrfti að ganga í að leysa þau mál.“ Í kjölfar greiningar Strategíu, var ákveðið að ráða tímabundið forstöðumann breytinga og umbóta auk þess sem sérfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík er til stuðnings og ráðgjafar. Nýi forstöðumaðurinn starfar við hlið stafandi sviðsforseta, Önnu Ólafsdóttur prófessors. Eyjólfur kveðst á þessari stundu ekki geta sagt til um kostnað við hið nýja stöðugildi og aðkeypta ráðgjöf vegna málsins. „En ég held að þetta sé fjárfesting sem mun skila sér margfalt þegar niðurstaða liggur fyrir,“ segir rektor. Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Innlent Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Innlent Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Innlent Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Innlent Sprungin dekk og ónýtar felgur Innlent Aðkoman vægast sagt ekki fögur Innlent Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Erlent Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Erlent Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Innlent Fleiri fréttir Ráðuneytið biður umboðsmann Alþingis afsökunar Hálfs árs dómur yfir skólastjóra fyrir umboðssvik Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Ungir nágrannar heyrðu óvenjuleg hljóð frá heimili hjónanna Miðflokkurinn gagnrýnir að Daði Már flytji tölu Tryggja varnir Sjúkratrygginga eftir stórfelld fjársvik verkefnastjóra Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Kennarar íhuga næstu skref og óvissa um borgarstjórnarmeirihluta Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Aðkoman vægast sagt ekki fögur Svona verða umræður um stefnuræðu Kristrúnar í kvöld Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Margar slæmar holur á Hellisheiði Heggur ísskúlptúra í bílskúrnum Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Býður sig fram til formanns Siðmenntar Rækta 60 tonn af íslenskum jarðarberjum Útilokar ekki frekari aðgerðir Allir þurfi að vera í verkfalli á sama tíma Höfnuðu sjúkraflugi vegna trjánna Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Krefja borgina um tafarlaus viðbrögð Leynd yfir meirihlutaþreifingum í Reykjavík og upphitun fyrir ofurskálina Kannast ekki við að Samfylkingin hafi hótað slitum í umtöluðu fundarhléi Sjá meira
Samskiptavandi á hug- og félagsvísindasviði Háskólans á Akureyri leiddi til þess að forseti sviðsins var færður til í starfi. Sérstakt teymi endurskipuleggur nú starf sviðsins. Af fundargerðum háskólaráðs HA sést að vandinn hefur verið til umfjöllunar í hátt á annað ár. Forseti sviðsins, Lars Gunnar Lundsten sem kom til starfa frá Finnlandi 2016, var færður til í starfi og er nú forstöðumaður miðstöðvar doktorsnáms og stjórnsýslu rannsókna. Mjög skiptar skoðanir hafa verið um framtíð og skipulag lagadeildarinnar. Til dæmis voru allir starfsmenn og háskólaráð að auki andvíg áformum Lars um að hætta innritun nýrra nemenda í lögfræði tímabundið. Umgjörð og skipulag lögreglufræða hefur verið deiluefni og dæmi eru um að starfsfólk hafi hætt vegna þessa og aðrir starfsmenn sviðsins hafi tekið veikindaleyfi vegna starfstengds andlegs álags. Þá er því lýst í bókun í fundargerð háskólaráðs að konur hafi neikvæða upplifun af afgreiðslu mála innan HA og stjórnendur vanræki að afgreiða umkvartanir þeirra. Þess háttar afgreiðsla sé „allt of algeng þegar kemur að framkomu og málsmeðferð gagnvart konum innan skólans“. Leitaði rektor til ráðgjafarfyrirtækisins Strategíu sem vann úttekt á samskiptamálum sviðsins. Tóku ráðgjafar fyrirtækisins viðtöl við flesta starfsmenn sviðsins og var skýrsla þeirra kynnt í háskólaráði 22. mars. „Við erum að reyna að takast á við þetta innan frá hjá okkur,“ segir Eyjólfur Guðmundsson, rektor HA. „Svo eru ýmis mál, mörg hver mjög gömul, sem hafa aldrei verið útkljáð innan sviðsins og ég gerði mér grein fyrir því þegar ég fékk skýrslu Strategíu í hendur að það þyrfti að ganga í að leysa þau mál.“ Í kjölfar greiningar Strategíu, var ákveðið að ráða tímabundið forstöðumann breytinga og umbóta auk þess sem sérfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík er til stuðnings og ráðgjafar. Nýi forstöðumaðurinn starfar við hlið stafandi sviðsforseta, Önnu Ólafsdóttur prófessors. Eyjólfur kveðst á þessari stundu ekki geta sagt til um kostnað við hið nýja stöðugildi og aðkeypta ráðgjöf vegna málsins. „En ég held að þetta sé fjárfesting sem mun skila sér margfalt þegar niðurstaða liggur fyrir,“ segir rektor.
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Innlent Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Innlent Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Innlent Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Innlent Sprungin dekk og ónýtar felgur Innlent Aðkoman vægast sagt ekki fögur Innlent Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Erlent Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Erlent Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Innlent Fleiri fréttir Ráðuneytið biður umboðsmann Alþingis afsökunar Hálfs árs dómur yfir skólastjóra fyrir umboðssvik Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Ungir nágrannar heyrðu óvenjuleg hljóð frá heimili hjónanna Miðflokkurinn gagnrýnir að Daði Már flytji tölu Tryggja varnir Sjúkratrygginga eftir stórfelld fjársvik verkefnastjóra Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Kennarar íhuga næstu skref og óvissa um borgarstjórnarmeirihluta Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Aðkoman vægast sagt ekki fögur Svona verða umræður um stefnuræðu Kristrúnar í kvöld Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Margar slæmar holur á Hellisheiði Heggur ísskúlptúra í bílskúrnum Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Býður sig fram til formanns Siðmenntar Rækta 60 tonn af íslenskum jarðarberjum Útilokar ekki frekari aðgerðir Allir þurfi að vera í verkfalli á sama tíma Höfnuðu sjúkraflugi vegna trjánna Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Krefja borgina um tafarlaus viðbrögð Leynd yfir meirihlutaþreifingum í Reykjavík og upphitun fyrir ofurskálina Kannast ekki við að Samfylkingin hafi hótað slitum í umtöluðu fundarhléi Sjá meira