Aðgerðir vegna samskiptavanda hjá HA Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 15. október 2018 06:00 Fréttablaðið/Pjetur Samskiptavandi á hug- og félagsvísindasviði Háskólans á Akureyri leiddi til þess að forseti sviðsins var færður til í starfi. Sérstakt teymi endurskipuleggur nú starf sviðsins. Af fundargerðum háskólaráðs HA sést að vandinn hefur verið til umfjöllunar í hátt á annað ár. Forseti sviðsins, Lars Gunnar Lundsten sem kom til starfa frá Finnlandi 2016, var færður til í starfi og er nú forstöðumaður miðstöðvar doktorsnáms og stjórnsýslu rannsókna. Mjög skiptar skoðanir hafa verið um framtíð og skipulag lagadeildarinnar. Til dæmis voru allir starfsmenn og háskólaráð að auki andvíg áformum Lars um að hætta innritun nýrra nemenda í lögfræði tímabundið. Umgjörð og skipulag lögreglufræða hefur verið deiluefni og dæmi eru um að starfsfólk hafi hætt vegna þessa og aðrir starfsmenn sviðsins hafi tekið veikindaleyfi vegna starfstengds andlegs álags. Þá er því lýst í bókun í fundargerð háskólaráðs að konur hafi neikvæða upplifun af afgreiðslu mála innan HA og stjórnendur vanræki að afgreiða umkvartanir þeirra. Þess háttar afgreiðsla sé „allt of algeng þegar kemur að framkomu og málsmeðferð gagnvart konum innan skólans“. Leitaði rektor til ráðgjafarfyrirtækisins Strategíu sem vann úttekt á samskiptamálum sviðsins. Tóku ráðgjafar fyrirtækisins viðtöl við flesta starfsmenn sviðsins og var skýrsla þeirra kynnt í háskólaráði 22. mars. „Við erum að reyna að takast á við þetta innan frá hjá okkur,“ segir Eyjólfur Guðmundsson, rektor HA. „Svo eru ýmis mál, mörg hver mjög gömul, sem hafa aldrei verið útkljáð innan sviðsins og ég gerði mér grein fyrir því þegar ég fékk skýrslu Strategíu í hendur að það þyrfti að ganga í að leysa þau mál.“ Í kjölfar greiningar Strategíu, var ákveðið að ráða tímabundið forstöðumann breytinga og umbóta auk þess sem sérfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík er til stuðnings og ráðgjafar. Nýi forstöðumaðurinn starfar við hlið stafandi sviðsforseta, Önnu Ólafsdóttur prófessors. Eyjólfur kveðst á þessari stundu ekki geta sagt til um kostnað við hið nýja stöðugildi og aðkeypta ráðgjöf vegna málsins. „En ég held að þetta sé fjárfesting sem mun skila sér margfalt þegar niðurstaða liggur fyrir,“ segir rektor. Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Samskiptavandi á hug- og félagsvísindasviði Háskólans á Akureyri leiddi til þess að forseti sviðsins var færður til í starfi. Sérstakt teymi endurskipuleggur nú starf sviðsins. Af fundargerðum háskólaráðs HA sést að vandinn hefur verið til umfjöllunar í hátt á annað ár. Forseti sviðsins, Lars Gunnar Lundsten sem kom til starfa frá Finnlandi 2016, var færður til í starfi og er nú forstöðumaður miðstöðvar doktorsnáms og stjórnsýslu rannsókna. Mjög skiptar skoðanir hafa verið um framtíð og skipulag lagadeildarinnar. Til dæmis voru allir starfsmenn og háskólaráð að auki andvíg áformum Lars um að hætta innritun nýrra nemenda í lögfræði tímabundið. Umgjörð og skipulag lögreglufræða hefur verið deiluefni og dæmi eru um að starfsfólk hafi hætt vegna þessa og aðrir starfsmenn sviðsins hafi tekið veikindaleyfi vegna starfstengds andlegs álags. Þá er því lýst í bókun í fundargerð háskólaráðs að konur hafi neikvæða upplifun af afgreiðslu mála innan HA og stjórnendur vanræki að afgreiða umkvartanir þeirra. Þess háttar afgreiðsla sé „allt of algeng þegar kemur að framkomu og málsmeðferð gagnvart konum innan skólans“. Leitaði rektor til ráðgjafarfyrirtækisins Strategíu sem vann úttekt á samskiptamálum sviðsins. Tóku ráðgjafar fyrirtækisins viðtöl við flesta starfsmenn sviðsins og var skýrsla þeirra kynnt í háskólaráði 22. mars. „Við erum að reyna að takast á við þetta innan frá hjá okkur,“ segir Eyjólfur Guðmundsson, rektor HA. „Svo eru ýmis mál, mörg hver mjög gömul, sem hafa aldrei verið útkljáð innan sviðsins og ég gerði mér grein fyrir því þegar ég fékk skýrslu Strategíu í hendur að það þyrfti að ganga í að leysa þau mál.“ Í kjölfar greiningar Strategíu, var ákveðið að ráða tímabundið forstöðumann breytinga og umbóta auk þess sem sérfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík er til stuðnings og ráðgjafar. Nýi forstöðumaðurinn starfar við hlið stafandi sviðsforseta, Önnu Ólafsdóttur prófessors. Eyjólfur kveðst á þessari stundu ekki geta sagt til um kostnað við hið nýja stöðugildi og aðkeypta ráðgjöf vegna málsins. „En ég held að þetta sé fjárfesting sem mun skila sér margfalt þegar niðurstaða liggur fyrir,“ segir rektor.
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira