Aðgerðir vegna samskiptavanda hjá HA Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 15. október 2018 06:00 Fréttablaðið/Pjetur Samskiptavandi á hug- og félagsvísindasviði Háskólans á Akureyri leiddi til þess að forseti sviðsins var færður til í starfi. Sérstakt teymi endurskipuleggur nú starf sviðsins. Af fundargerðum háskólaráðs HA sést að vandinn hefur verið til umfjöllunar í hátt á annað ár. Forseti sviðsins, Lars Gunnar Lundsten sem kom til starfa frá Finnlandi 2016, var færður til í starfi og er nú forstöðumaður miðstöðvar doktorsnáms og stjórnsýslu rannsókna. Mjög skiptar skoðanir hafa verið um framtíð og skipulag lagadeildarinnar. Til dæmis voru allir starfsmenn og háskólaráð að auki andvíg áformum Lars um að hætta innritun nýrra nemenda í lögfræði tímabundið. Umgjörð og skipulag lögreglufræða hefur verið deiluefni og dæmi eru um að starfsfólk hafi hætt vegna þessa og aðrir starfsmenn sviðsins hafi tekið veikindaleyfi vegna starfstengds andlegs álags. Þá er því lýst í bókun í fundargerð háskólaráðs að konur hafi neikvæða upplifun af afgreiðslu mála innan HA og stjórnendur vanræki að afgreiða umkvartanir þeirra. Þess háttar afgreiðsla sé „allt of algeng þegar kemur að framkomu og málsmeðferð gagnvart konum innan skólans“. Leitaði rektor til ráðgjafarfyrirtækisins Strategíu sem vann úttekt á samskiptamálum sviðsins. Tóku ráðgjafar fyrirtækisins viðtöl við flesta starfsmenn sviðsins og var skýrsla þeirra kynnt í háskólaráði 22. mars. „Við erum að reyna að takast á við þetta innan frá hjá okkur,“ segir Eyjólfur Guðmundsson, rektor HA. „Svo eru ýmis mál, mörg hver mjög gömul, sem hafa aldrei verið útkljáð innan sviðsins og ég gerði mér grein fyrir því þegar ég fékk skýrslu Strategíu í hendur að það þyrfti að ganga í að leysa þau mál.“ Í kjölfar greiningar Strategíu, var ákveðið að ráða tímabundið forstöðumann breytinga og umbóta auk þess sem sérfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík er til stuðnings og ráðgjafar. Nýi forstöðumaðurinn starfar við hlið stafandi sviðsforseta, Önnu Ólafsdóttur prófessors. Eyjólfur kveðst á þessari stundu ekki geta sagt til um kostnað við hið nýja stöðugildi og aðkeypta ráðgjöf vegna málsins. „En ég held að þetta sé fjárfesting sem mun skila sér margfalt þegar niðurstaða liggur fyrir,“ segir rektor. Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Fleiri fréttir Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sjá meira
Samskiptavandi á hug- og félagsvísindasviði Háskólans á Akureyri leiddi til þess að forseti sviðsins var færður til í starfi. Sérstakt teymi endurskipuleggur nú starf sviðsins. Af fundargerðum háskólaráðs HA sést að vandinn hefur verið til umfjöllunar í hátt á annað ár. Forseti sviðsins, Lars Gunnar Lundsten sem kom til starfa frá Finnlandi 2016, var færður til í starfi og er nú forstöðumaður miðstöðvar doktorsnáms og stjórnsýslu rannsókna. Mjög skiptar skoðanir hafa verið um framtíð og skipulag lagadeildarinnar. Til dæmis voru allir starfsmenn og háskólaráð að auki andvíg áformum Lars um að hætta innritun nýrra nemenda í lögfræði tímabundið. Umgjörð og skipulag lögreglufræða hefur verið deiluefni og dæmi eru um að starfsfólk hafi hætt vegna þessa og aðrir starfsmenn sviðsins hafi tekið veikindaleyfi vegna starfstengds andlegs álags. Þá er því lýst í bókun í fundargerð háskólaráðs að konur hafi neikvæða upplifun af afgreiðslu mála innan HA og stjórnendur vanræki að afgreiða umkvartanir þeirra. Þess háttar afgreiðsla sé „allt of algeng þegar kemur að framkomu og málsmeðferð gagnvart konum innan skólans“. Leitaði rektor til ráðgjafarfyrirtækisins Strategíu sem vann úttekt á samskiptamálum sviðsins. Tóku ráðgjafar fyrirtækisins viðtöl við flesta starfsmenn sviðsins og var skýrsla þeirra kynnt í háskólaráði 22. mars. „Við erum að reyna að takast á við þetta innan frá hjá okkur,“ segir Eyjólfur Guðmundsson, rektor HA. „Svo eru ýmis mál, mörg hver mjög gömul, sem hafa aldrei verið útkljáð innan sviðsins og ég gerði mér grein fyrir því þegar ég fékk skýrslu Strategíu í hendur að það þyrfti að ganga í að leysa þau mál.“ Í kjölfar greiningar Strategíu, var ákveðið að ráða tímabundið forstöðumann breytinga og umbóta auk þess sem sérfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík er til stuðnings og ráðgjafar. Nýi forstöðumaðurinn starfar við hlið stafandi sviðsforseta, Önnu Ólafsdóttur prófessors. Eyjólfur kveðst á þessari stundu ekki geta sagt til um kostnað við hið nýja stöðugildi og aðkeypta ráðgjöf vegna málsins. „En ég held að þetta sé fjárfesting sem mun skila sér margfalt þegar niðurstaða liggur fyrir,“ segir rektor.
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Fleiri fréttir Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sjá meira