Þurfum að sýna mun meiri aga Kristinn Páll Teitsson skrifar 15. október 2018 08:00 Það var létt yfir Gylfa Þór Sigurðssyni, fyrirliða íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, á æfingu liðsins á Laugardalsvelli í gær. Fréttablaðið/stefán Fótbolti Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu fær í kvöld tækifæri til að svara fyrir neyðarlegt tap gegn Sviss þegar liðin mætast á ný á Laugardalsvelli. Íslenska liðið átti einn sinn versta dag í lengri tíma í St. Gallen á meðan heimamenn léku á als oddi og niðurstaðan var 0-6 skellur. Er þetta síðari heimaleikur Íslands í Þjóðadeildinni og næstsíðasti leikur Íslands í keppninni þetta árið, árinu lýkur með leik gegn Belgíu ytra í nóvember. Það var ansi margt jákvætt í leik Íslands gegn ríkjandi heimsmeisturum Frakklands á dögunum sem lauk með 2-2 jafntefli í Guingamp. Þar sá maður hið rétta andlit íslenska liðsins sem er búið að endurheimta nokkra lykilleikmenn og var allt annar bragur yfir liðinu en í Sviss. Þrátt fyrir að hafa fengið á sig tvö mörk á lokamínútum leiksins héldu þeir aftur af stjörnum prýddu liði Frakklands þar til á lokamínútum þegar augnabliks mistök kostuðu íslenska landsliðið sigurinn. Fram á við voru íslensku sóknarmennirnir sífellt ógnandi og var Ísland óheppið að bæta ekki við marki í fyrri hálfleik. Áhyggjuefni er að þrír leikmenn íslenska liðsins meiddust í leiknum gegn Frakklandi, Guðlaugur Victor Pálsson verður ekki með í kvöld og óvíst er hvort að Birkir Már Sævarsson og Rúnar Alex Rúnarsson verði klárir í slaginn. Þeir gátu þó tekið þátt í æfingu landsliðsins í gær. Erik Hamrén, þjálfari landsliðsins, virtist nokkuð brattur á blaðamannafundi í aðdraganda leiksins. „Staðan á leikmannahópnum er bara ágæt, Guðlaugur Victor meiddist í leiknum gegn Frakklandi og Emil verður ekki með svo að við ákváðum að kalla inn Samúel Kára Friðjónsson úr U21 landsliðinu. Rúnar Alex gat ekki æft í gær líkt og Birkir Már en þeir æfa með okkur í dag og við tökum stöðuna á þeim og Herði Björgvini sem æfði með okkur í gær.“Æfingar gengið vel Íslenska liðið flaug beint heim eftir leikinn gegn Frakklandi og hóf því endurhæfingu strax daginn eftir á meðan Sviss lék kvöldi seinna í Belgíu. „Vonandi mun það reynast okkur vel að við fengum aukadag í hvíld, við höfum unnið vel í endurhæfingu í staðinn fyrir að eyða föstudeginum á ferðalagi,“ sagði Hamrén og bætti við að æfingar hefðu gengið vel undanfarna daga: „Það er búið að ganga vel síðustu daga, við nutum góðs af því að fljúga beint heim með leiguflugi sem gaf okkur lengri tíma á Íslandi til undirbúnings. Við. Við þurfum á góðri frammistöðu að halda í dag, við ætlum að veita þeim meiri samkeppni heldur en síðast þegar við áttum arfaslakan dag.“ Fundað var um hvað fór úrskeiðis í leiknum í Sviss í gær. „Við munum fara vandlega yfir síðasta leikinn okkar gegn Sviss, hvað fór úrskeiðis. Við eyddum löngum tíma í að ræða hvað hefði farið úrskeiðis í St. Gallen eftir leikinn, það var lítið um jákvæða punkta og heilmargt sem mátti laga. Það þarf mikinn undirbúning í fundarherberginu því við fáum stuttan tíma til að undirbúa liðið fyrir þessa leiki.“ Íslenska liðið brotnaði í seinni hálfleik í Sviss og gengu heimamenn á lagið. „Við þurfum að sýna meiri gæði en í fyrsta leiknum og meiri aga, halda í það sem við leggjum upp með. Það þarf líka betra viðhorf, að leikmenn axli ábyrgð og knýi hver annan áfram. Í leiknum í St. Gallen skorti að menn reyndu að hvetja hver annan áfram, sérstaklega síðustu 30 mínúturnar,“ sagði Hamrén en bætti við að liðið hefði tekið framförum. „Við spiluðum betur gegn Belgíu, enn betur gegn Frakklandi og gerum vonandi enn betur á morgun. Ef við eigum góðan leik getum við unnið leikinn í kvöld en ef þú mætir ekki af fullum krafti gegn svona sterkum mótherjum vinnurðu ekki marga leiki.“Með augastað á undankeppni EM Stóra gulrótin í leiknum í kvöld fyrir íslenska liðið er undankeppni EM 2020. Ísland er eitt tólf liða í efstu deild Þjóðadeildarinnar og verða tíu efstu liðin í fyrsta styrkleikaflokki þegar dregið er í undankeppni EM í desember. „Við vitum að við erum ekki í góðri stöðu eftir tvo leiki, markatölu upp á níu í mínus og ekkert stig. Það verður erfitt að komast upp úr þriðja sætinu í riðlinum en leikurinn er mjög mikilvægur vegna undankeppninnar fyrir EM 2020. Það er stóra markmiðið, að vera í fyrsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í Dublin í desember.“ Fyrsta skrefið er að vinna á morgun en ekki er víst að þrjú stig dugi íslenska liðinu. „Ekki er víst að sigur dugi til þess að við verðum meðal tíu efstu en við munum gera allt sem við getum til að ná í fyrsta styrkleikaflokk. Það er líka mikilvægt að vinna leiki sem undirbúningur fyrir undankeppnina, við þurfum að vera klárir þegar undankeppnin hefst. Ef við vinnum á morgun eigum við möguleika á að vera meðal tíu efstu en ef það mistekst verður erfitt að ná því úr þessu.“ Birtist í Fréttablaðinu EM 2017 í Hollandi Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Hársbreidd frá sögulegum sigri Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu var grátlega nálægt því að ná sigri gegn ríkjandi heimsmeisturum Frakka ytra í vináttuleik í gær 12. október 2018 09:30 Ísland gerði jafntefli við heimsmeistarana: Sjáðu mörkin Birkir Bjarnason og Kári Árnason skoruðu mörk Íslands sem hefur 2-0 forystu gegn Frakklandi í vináttulandsleik þjóðanna ytra. 11. október 2018 21:15 Myndband: Rúnar Már tæklaði Mbappe og allt varð vitlaust Það ætlaði allt um koll að keyra þegar Rúnar Már Sigurjónsson tæklaði ungstirnið Kylian Mbappe. 11. október 2018 22:03 Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Þýskaland - Króatía | Dagur eða Alfreð í úrslit á EM Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Sjá meira
Fótbolti Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu fær í kvöld tækifæri til að svara fyrir neyðarlegt tap gegn Sviss þegar liðin mætast á ný á Laugardalsvelli. Íslenska liðið átti einn sinn versta dag í lengri tíma í St. Gallen á meðan heimamenn léku á als oddi og niðurstaðan var 0-6 skellur. Er þetta síðari heimaleikur Íslands í Þjóðadeildinni og næstsíðasti leikur Íslands í keppninni þetta árið, árinu lýkur með leik gegn Belgíu ytra í nóvember. Það var ansi margt jákvætt í leik Íslands gegn ríkjandi heimsmeisturum Frakklands á dögunum sem lauk með 2-2 jafntefli í Guingamp. Þar sá maður hið rétta andlit íslenska liðsins sem er búið að endurheimta nokkra lykilleikmenn og var allt annar bragur yfir liðinu en í Sviss. Þrátt fyrir að hafa fengið á sig tvö mörk á lokamínútum leiksins héldu þeir aftur af stjörnum prýddu liði Frakklands þar til á lokamínútum þegar augnabliks mistök kostuðu íslenska landsliðið sigurinn. Fram á við voru íslensku sóknarmennirnir sífellt ógnandi og var Ísland óheppið að bæta ekki við marki í fyrri hálfleik. Áhyggjuefni er að þrír leikmenn íslenska liðsins meiddust í leiknum gegn Frakklandi, Guðlaugur Victor Pálsson verður ekki með í kvöld og óvíst er hvort að Birkir Már Sævarsson og Rúnar Alex Rúnarsson verði klárir í slaginn. Þeir gátu þó tekið þátt í æfingu landsliðsins í gær. Erik Hamrén, þjálfari landsliðsins, virtist nokkuð brattur á blaðamannafundi í aðdraganda leiksins. „Staðan á leikmannahópnum er bara ágæt, Guðlaugur Victor meiddist í leiknum gegn Frakklandi og Emil verður ekki með svo að við ákváðum að kalla inn Samúel Kára Friðjónsson úr U21 landsliðinu. Rúnar Alex gat ekki æft í gær líkt og Birkir Már en þeir æfa með okkur í dag og við tökum stöðuna á þeim og Herði Björgvini sem æfði með okkur í gær.“Æfingar gengið vel Íslenska liðið flaug beint heim eftir leikinn gegn Frakklandi og hóf því endurhæfingu strax daginn eftir á meðan Sviss lék kvöldi seinna í Belgíu. „Vonandi mun það reynast okkur vel að við fengum aukadag í hvíld, við höfum unnið vel í endurhæfingu í staðinn fyrir að eyða föstudeginum á ferðalagi,“ sagði Hamrén og bætti við að æfingar hefðu gengið vel undanfarna daga: „Það er búið að ganga vel síðustu daga, við nutum góðs af því að fljúga beint heim með leiguflugi sem gaf okkur lengri tíma á Íslandi til undirbúnings. Við. Við þurfum á góðri frammistöðu að halda í dag, við ætlum að veita þeim meiri samkeppni heldur en síðast þegar við áttum arfaslakan dag.“ Fundað var um hvað fór úrskeiðis í leiknum í Sviss í gær. „Við munum fara vandlega yfir síðasta leikinn okkar gegn Sviss, hvað fór úrskeiðis. Við eyddum löngum tíma í að ræða hvað hefði farið úrskeiðis í St. Gallen eftir leikinn, það var lítið um jákvæða punkta og heilmargt sem mátti laga. Það þarf mikinn undirbúning í fundarherberginu því við fáum stuttan tíma til að undirbúa liðið fyrir þessa leiki.“ Íslenska liðið brotnaði í seinni hálfleik í Sviss og gengu heimamenn á lagið. „Við þurfum að sýna meiri gæði en í fyrsta leiknum og meiri aga, halda í það sem við leggjum upp með. Það þarf líka betra viðhorf, að leikmenn axli ábyrgð og knýi hver annan áfram. Í leiknum í St. Gallen skorti að menn reyndu að hvetja hver annan áfram, sérstaklega síðustu 30 mínúturnar,“ sagði Hamrén en bætti við að liðið hefði tekið framförum. „Við spiluðum betur gegn Belgíu, enn betur gegn Frakklandi og gerum vonandi enn betur á morgun. Ef við eigum góðan leik getum við unnið leikinn í kvöld en ef þú mætir ekki af fullum krafti gegn svona sterkum mótherjum vinnurðu ekki marga leiki.“Með augastað á undankeppni EM Stóra gulrótin í leiknum í kvöld fyrir íslenska liðið er undankeppni EM 2020. Ísland er eitt tólf liða í efstu deild Þjóðadeildarinnar og verða tíu efstu liðin í fyrsta styrkleikaflokki þegar dregið er í undankeppni EM í desember. „Við vitum að við erum ekki í góðri stöðu eftir tvo leiki, markatölu upp á níu í mínus og ekkert stig. Það verður erfitt að komast upp úr þriðja sætinu í riðlinum en leikurinn er mjög mikilvægur vegna undankeppninnar fyrir EM 2020. Það er stóra markmiðið, að vera í fyrsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í Dublin í desember.“ Fyrsta skrefið er að vinna á morgun en ekki er víst að þrjú stig dugi íslenska liðinu. „Ekki er víst að sigur dugi til þess að við verðum meðal tíu efstu en við munum gera allt sem við getum til að ná í fyrsta styrkleikaflokk. Það er líka mikilvægt að vinna leiki sem undirbúningur fyrir undankeppnina, við þurfum að vera klárir þegar undankeppnin hefst. Ef við vinnum á morgun eigum við möguleika á að vera meðal tíu efstu en ef það mistekst verður erfitt að ná því úr þessu.“
Birtist í Fréttablaðinu EM 2017 í Hollandi Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Hársbreidd frá sögulegum sigri Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu var grátlega nálægt því að ná sigri gegn ríkjandi heimsmeisturum Frakka ytra í vináttuleik í gær 12. október 2018 09:30 Ísland gerði jafntefli við heimsmeistarana: Sjáðu mörkin Birkir Bjarnason og Kári Árnason skoruðu mörk Íslands sem hefur 2-0 forystu gegn Frakklandi í vináttulandsleik þjóðanna ytra. 11. október 2018 21:15 Myndband: Rúnar Már tæklaði Mbappe og allt varð vitlaust Það ætlaði allt um koll að keyra þegar Rúnar Már Sigurjónsson tæklaði ungstirnið Kylian Mbappe. 11. október 2018 22:03 Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Þýskaland - Króatía | Dagur eða Alfreð í úrslit á EM Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Sjá meira
Hársbreidd frá sögulegum sigri Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu var grátlega nálægt því að ná sigri gegn ríkjandi heimsmeisturum Frakka ytra í vináttuleik í gær 12. október 2018 09:30
Ísland gerði jafntefli við heimsmeistarana: Sjáðu mörkin Birkir Bjarnason og Kári Árnason skoruðu mörk Íslands sem hefur 2-0 forystu gegn Frakklandi í vináttulandsleik þjóðanna ytra. 11. október 2018 21:15
Myndband: Rúnar Már tæklaði Mbappe og allt varð vitlaust Það ætlaði allt um koll að keyra þegar Rúnar Már Sigurjónsson tæklaði ungstirnið Kylian Mbappe. 11. október 2018 22:03