Vindur jafnaðist á við fellibyl að styrk þegar leifar fellibylsins Leslie gengur yfir Portúgal í gærkvöldi og nótt. Um 15.000 heimili eru sögð án rafmagns og hundruð tjáa hafa brotnað í veðurofsanum. Stormurinn er sá öflugasti sem gengur yfir landið í hátt í tvær aldir.
Leslie fór yfir miðjan og norðanverðan Portúgal sem hitabeltislægð í nótt. Engar fregnir hafa borist af mannskaða eða meiðslum en sem komið er, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Yfirvöld hafa varað fólk við að vera á ferðinni.
Vindhviður mældust allt að 49 metrar á sekúndu þegar stormurinn skall á meginlandi Portúgal. Flestir þeirra sem eru án rafmagns eru í Leiria-héraði og í úthverfum höfuðborgarinnar Lissabon.
Talið er að Leslie sé öflugasti stormur sem gengið hefur yfir Portúgal frá árinu 1842 en afar sjaldgjæft er að fellibylir nái landi á Íberíuskaga. Leifar Leslie stefna nú á norðanverðan Spán.
Þúsundir án rafmagns í Portúgal eftir að fellibylsleifar gengu yfir

Tengdar fréttir

Uppvakningurinn Leslie kraftmesta óveður Portúgal frá 1842
Fellibylurinn Leslie gæti mögulega verið kraftmesta óveðrið sem nær landi í Portúgal frá árinu 1842.