Stjórnarformaðurinn sendir frá sér yfirlýsingu um Tekjur.is Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. október 2018 22:14 Jón R. Arnarson er stjórnarformaður Viskubrunns ehf. Mynd/Aðsend Jón R. Arnarson stjórnarformaður Viskubrunns ehf. sendi frá sér yfirlýsingu til fjölmiðla í kvöld vegna vefsíðunnar Tekjur.is, sem vakið hefur mikla athygli í dag. Í yfirlýsingunni gengst Jón við því að vera stjórnarformaður fyrirtækisins en aðstandendur vefsins höfðu ekki komið fram undir nafni, þar til nú. Greint var frá opnun upplýsingavefsins Tekjur.is í dag en á vefnum eru birtar upplýsingar um launa- og fjármagnstekjur allra Íslendinga átján ára og eldri samkvæmt skattskrá ríkisskattstjóra vegna tekna ársins 2016. Hægt er að nálgast upplýsingar með greiðslu áskriftargjalds sem nemur 2.790 kr. fyrir fyrsta mánuðinn og svo 790 kr. á mánuði eftir það.Sjá einnig: Persónuvernd vísaði frá kvörtunum vegna tekjublaða Frjálsrar verslunar og DV Í yfirlýsingu Jóns gengst hann við því að vera stjórnarformaður fyrirtækisins Viskubrunns ehf., sem er rekstraraðili síðunnar. Áður hafði komið fram að Jón væri skráður stjórnarformaður fyrirtækisins en ekki hafði þó náðst í hann við vinnslu umfjöllunar um vefinn. Fyrirspurnum Vísis, sem sendar voru á netfangið info@tekjur.is, hafði jafnframt hingað til verið svarað nafnlaust. Í yfirlýsingunni áréttar Jón það sem áður hefur komið fram í yfirlýsingum frá aðstandendum vefsins, m.a. að Viskubrunni ehf. sé ætlað að stuðla að „gagnsæi og samræmi í umfjöllun um skattamál“ og að birting upplýsinganna „byggi á heimild í sérstöku ákvæði skattalaga.“Yfirlýsing Jóns í heild:Almenningur hefur rétt á að vitaÍ morgun var opnaður upplýsingavefurinn Tekjur.is, þar sem birtar eru upplýsingar um tekjur fullorðinna Íslendinga. Rekstraraðili síðunnar er fyrirtækið Viskubrunnur ehf. og er ég stjórnarformaður félagsins.Viskubrunnur ehf. var stofnaður til að stuðla að gagnsæi og samræmi í umfjöllun um skattamál. Þannig eru ekki birtar upplýsingar um þröngan hóp valinna einstaklinga, heldur er notendum síðunnar í sjálfsvald sett hvaða upplýsingar þeir kynna sér.Upplýsingarnar á tekjur.is eru endanlegar upplýsingar um framtaldar tekjur. Þar eru ekki birtar bráðabirgðaupplýsingar eða áætlanir eins og hingað til hefur tíðkast í tekjublöðum.Fyrir einkaaðila er umtalsverð vinna og kostnaður fólgin í því að taka upplýsingarnar saman og gera þær aðgengilegar fyrir almenning. Hóflegu aðgangsgjaldi er ætlað að standa straum af þeim kostnaði.Birting upplýsinganna byggir á heimild í sérstöku ákvæði skattalaga.Jón R. Arnarson stjórnarformaður Viskubrunns ehf. Telur birtinguna óheimila Persónuvernd hafa þegar borist kvartanir vegna vefsíðunnar Tekjur.is og er málið í forgangi hjá stofnuninni, að sögn Helgu Þórisdóttur, forstjóra Persónuverndar. Björgvin Guðmundsson almannatengill er á meðal þeirra sem lagt hefur fram kvörtun til Persónuverndar. Hann sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að hann teldi birtingu upplýsinganna óheimila samkvæmt lögum og gróft brot á friðhelgi einkalífsins. Tekjur Tengdar fréttir Persónuvernd vísaði frá kvörtunum vegna tekjublaða Frjálsrar verslunar og DV Meðferð málanna dróst vegna mikilla anna hjá Persónuvernd. 12. október 2018 18:38 Persónuvernd hefur áður talið birtingu úr skattskrám í viðskiptalegum tilgangi óheimila Persónuvernd hafa þegar borist kvartanir vegna nýrrar vefsíðu, tekjur.is, sem birtir upplýsingar um tekjur allra fullorðinna Íslendinga samkvæmt skattskrá ríkisskattsjóra. 12. október 2018 16:30 Nýr vefur sýnir laun allra fullorðinna Íslendinga Upplýsingavefnum Tekjur.is var hleypt af stokkunum í morgun en á vefnum eru birtar upplýsingar um launa- og fjármagnstekjur allra Íslendinga átján ára og eldri. 12. október 2018 12:41 Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Jón R. Arnarson stjórnarformaður Viskubrunns ehf. sendi frá sér yfirlýsingu til fjölmiðla í kvöld vegna vefsíðunnar Tekjur.is, sem vakið hefur mikla athygli í dag. Í yfirlýsingunni gengst Jón við því að vera stjórnarformaður fyrirtækisins en aðstandendur vefsins höfðu ekki komið fram undir nafni, þar til nú. Greint var frá opnun upplýsingavefsins Tekjur.is í dag en á vefnum eru birtar upplýsingar um launa- og fjármagnstekjur allra Íslendinga átján ára og eldri samkvæmt skattskrá ríkisskattstjóra vegna tekna ársins 2016. Hægt er að nálgast upplýsingar með greiðslu áskriftargjalds sem nemur 2.790 kr. fyrir fyrsta mánuðinn og svo 790 kr. á mánuði eftir það.Sjá einnig: Persónuvernd vísaði frá kvörtunum vegna tekjublaða Frjálsrar verslunar og DV Í yfirlýsingu Jóns gengst hann við því að vera stjórnarformaður fyrirtækisins Viskubrunns ehf., sem er rekstraraðili síðunnar. Áður hafði komið fram að Jón væri skráður stjórnarformaður fyrirtækisins en ekki hafði þó náðst í hann við vinnslu umfjöllunar um vefinn. Fyrirspurnum Vísis, sem sendar voru á netfangið info@tekjur.is, hafði jafnframt hingað til verið svarað nafnlaust. Í yfirlýsingunni áréttar Jón það sem áður hefur komið fram í yfirlýsingum frá aðstandendum vefsins, m.a. að Viskubrunni ehf. sé ætlað að stuðla að „gagnsæi og samræmi í umfjöllun um skattamál“ og að birting upplýsinganna „byggi á heimild í sérstöku ákvæði skattalaga.“Yfirlýsing Jóns í heild:Almenningur hefur rétt á að vitaÍ morgun var opnaður upplýsingavefurinn Tekjur.is, þar sem birtar eru upplýsingar um tekjur fullorðinna Íslendinga. Rekstraraðili síðunnar er fyrirtækið Viskubrunnur ehf. og er ég stjórnarformaður félagsins.Viskubrunnur ehf. var stofnaður til að stuðla að gagnsæi og samræmi í umfjöllun um skattamál. Þannig eru ekki birtar upplýsingar um þröngan hóp valinna einstaklinga, heldur er notendum síðunnar í sjálfsvald sett hvaða upplýsingar þeir kynna sér.Upplýsingarnar á tekjur.is eru endanlegar upplýsingar um framtaldar tekjur. Þar eru ekki birtar bráðabirgðaupplýsingar eða áætlanir eins og hingað til hefur tíðkast í tekjublöðum.Fyrir einkaaðila er umtalsverð vinna og kostnaður fólgin í því að taka upplýsingarnar saman og gera þær aðgengilegar fyrir almenning. Hóflegu aðgangsgjaldi er ætlað að standa straum af þeim kostnaði.Birting upplýsinganna byggir á heimild í sérstöku ákvæði skattalaga.Jón R. Arnarson stjórnarformaður Viskubrunns ehf. Telur birtinguna óheimila Persónuvernd hafa þegar borist kvartanir vegna vefsíðunnar Tekjur.is og er málið í forgangi hjá stofnuninni, að sögn Helgu Þórisdóttur, forstjóra Persónuverndar. Björgvin Guðmundsson almannatengill er á meðal þeirra sem lagt hefur fram kvörtun til Persónuverndar. Hann sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að hann teldi birtingu upplýsinganna óheimila samkvæmt lögum og gróft brot á friðhelgi einkalífsins.
Tekjur Tengdar fréttir Persónuvernd vísaði frá kvörtunum vegna tekjublaða Frjálsrar verslunar og DV Meðferð málanna dróst vegna mikilla anna hjá Persónuvernd. 12. október 2018 18:38 Persónuvernd hefur áður talið birtingu úr skattskrám í viðskiptalegum tilgangi óheimila Persónuvernd hafa þegar borist kvartanir vegna nýrrar vefsíðu, tekjur.is, sem birtir upplýsingar um tekjur allra fullorðinna Íslendinga samkvæmt skattskrá ríkisskattsjóra. 12. október 2018 16:30 Nýr vefur sýnir laun allra fullorðinna Íslendinga Upplýsingavefnum Tekjur.is var hleypt af stokkunum í morgun en á vefnum eru birtar upplýsingar um launa- og fjármagnstekjur allra Íslendinga átján ára og eldri. 12. október 2018 12:41 Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Persónuvernd vísaði frá kvörtunum vegna tekjublaða Frjálsrar verslunar og DV Meðferð málanna dróst vegna mikilla anna hjá Persónuvernd. 12. október 2018 18:38
Persónuvernd hefur áður talið birtingu úr skattskrám í viðskiptalegum tilgangi óheimila Persónuvernd hafa þegar borist kvartanir vegna nýrrar vefsíðu, tekjur.is, sem birtir upplýsingar um tekjur allra fullorðinna Íslendinga samkvæmt skattskrá ríkisskattsjóra. 12. október 2018 16:30
Nýr vefur sýnir laun allra fullorðinna Íslendinga Upplýsingavefnum Tekjur.is var hleypt af stokkunum í morgun en á vefnum eru birtar upplýsingar um launa- og fjármagnstekjur allra Íslendinga átján ára og eldri. 12. október 2018 12:41