Hægriflokkurinn vill stýra einn Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. október 2018 08:15 Tillögu Ulfs Kristersson hefur ekki verið vel tekið en illa gengur að mynda ríkisstjórn í Svíþjóð. Vísir/EPA Ulf Kristersson, leiðtogi sænska Hægriflokksins (Moderaterna), sagði í gær að flokkur hans væri tilbúinn til þess að mynda einn minnihlutastjórn án aðkomu hinna flokkanna í hægriblokkinni. Kristersson lagði til að hinir hægriflokkarnir gætu varið stjórnina vantrausti. Stjórnmálaskýrendur í Svíþjóð töldu þetta útspil Kristerssons til þess gert að komast hjá því að vinna með Svíþjóðardemókrötum. Rúmur mánuður er nú liðinn frá kosningum og enn hefur ekki tekist að mynda stjórn. Einfaldasta útskýringin er sú að hvorki hægri- né vinstriblokkin náði meirihluta þar sem þjóðernishyggjuflokkurinn Svíþjóðardemókratar náði 62 þingsætum. „Hvorki Svíþjóðardemókratar né Vinstriflokkurinn ættu að hafa nokkra aðkomu að ríkisstjórn,“ sagði Kristersson í langri Facebook-færslu. Vinstriflokkurinn fékk 21 sæti og er hluti af vinstriblokkinni. Nokkrir þingmenn og sitjandi ráðherrar í starfsstjórn Jafnaðarmannaflokksins, stærsta flokks vinstriblokkarinnar, höfnuðu þessari tillögu Kristerssons í gær. „Með þessari tillögu sýnir Kristersson sitt rétta andlit. Hann vill mynda hægristjórn með stuðningi öfgamanna. Sú stjórn hefði minnsta umboð nokkurrar ríkisstjórnar í fjörutíu ár og væri sú hægrisinnaðasta í níutíu ár,“ sagði Morgan Johansson innanríkisráðherra í tísti. Jimmie Åkesson, leiðtogi Svíþjóðardemókrata, sagði að tillagan væri út í hött. „Það er algjörlega órökrétt að við myndum styðja myndun ríkisstjórnar sem gefur það út að við fengjum ekki að hafa nein áhrif. Það mun að sjálfsögðu ekki gerast.“ Þingmenn og leiðtogar hinna hægriflokkanna, Miðflokksins, Frjálslynda flokksins og Kristilegra demókrata, höfðu lítið tjáð sig um tillögu Kristerssons þegar Fréttablaðið fór í prentun í gær. Michael Arthursson, þingmaður Miðflokksins, sagði þó við sænska ríkisútvarpið, SVT, að það væri óheppilegt að rætt væri um slíkar tillögur á opinberum vettvangi. Þær ætti frekar að ræða innan hægriblokkarinnar. Heimildarmaður úr Frjálslynda flokknum sagði hins vegar við Expressen að tillaga Kristerssons ylli flokksmönnum áhyggjum. Færsla Kristerssons hefði komið Jan Björklund formanni á óvart og að það væri undarleg taktík að ræða ekki við formanninn áður en slík færsla væri birt. Andreas Norlén, forseti þingsins og þingmaður Hægriflokksins, gaf Kristersson stjórnarmyndunarumboðið þann 2. október síðastliðinn. Umboðið gildir til tveggja vikna og hefur Kristersson því frest fram á þriðjudag til að mynda ríkisstjórn. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Fleiri fréttir Talinn hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Sjá meira
Ulf Kristersson, leiðtogi sænska Hægriflokksins (Moderaterna), sagði í gær að flokkur hans væri tilbúinn til þess að mynda einn minnihlutastjórn án aðkomu hinna flokkanna í hægriblokkinni. Kristersson lagði til að hinir hægriflokkarnir gætu varið stjórnina vantrausti. Stjórnmálaskýrendur í Svíþjóð töldu þetta útspil Kristerssons til þess gert að komast hjá því að vinna með Svíþjóðardemókrötum. Rúmur mánuður er nú liðinn frá kosningum og enn hefur ekki tekist að mynda stjórn. Einfaldasta útskýringin er sú að hvorki hægri- né vinstriblokkin náði meirihluta þar sem þjóðernishyggjuflokkurinn Svíþjóðardemókratar náði 62 þingsætum. „Hvorki Svíþjóðardemókratar né Vinstriflokkurinn ættu að hafa nokkra aðkomu að ríkisstjórn,“ sagði Kristersson í langri Facebook-færslu. Vinstriflokkurinn fékk 21 sæti og er hluti af vinstriblokkinni. Nokkrir þingmenn og sitjandi ráðherrar í starfsstjórn Jafnaðarmannaflokksins, stærsta flokks vinstriblokkarinnar, höfnuðu þessari tillögu Kristerssons í gær. „Með þessari tillögu sýnir Kristersson sitt rétta andlit. Hann vill mynda hægristjórn með stuðningi öfgamanna. Sú stjórn hefði minnsta umboð nokkurrar ríkisstjórnar í fjörutíu ár og væri sú hægrisinnaðasta í níutíu ár,“ sagði Morgan Johansson innanríkisráðherra í tísti. Jimmie Åkesson, leiðtogi Svíþjóðardemókrata, sagði að tillagan væri út í hött. „Það er algjörlega órökrétt að við myndum styðja myndun ríkisstjórnar sem gefur það út að við fengjum ekki að hafa nein áhrif. Það mun að sjálfsögðu ekki gerast.“ Þingmenn og leiðtogar hinna hægriflokkanna, Miðflokksins, Frjálslynda flokksins og Kristilegra demókrata, höfðu lítið tjáð sig um tillögu Kristerssons þegar Fréttablaðið fór í prentun í gær. Michael Arthursson, þingmaður Miðflokksins, sagði þó við sænska ríkisútvarpið, SVT, að það væri óheppilegt að rætt væri um slíkar tillögur á opinberum vettvangi. Þær ætti frekar að ræða innan hægriblokkarinnar. Heimildarmaður úr Frjálslynda flokknum sagði hins vegar við Expressen að tillaga Kristerssons ylli flokksmönnum áhyggjum. Færsla Kristerssons hefði komið Jan Björklund formanni á óvart og að það væri undarleg taktík að ræða ekki við formanninn áður en slík færsla væri birt. Andreas Norlén, forseti þingsins og þingmaður Hægriflokksins, gaf Kristersson stjórnarmyndunarumboðið þann 2. október síðastliðinn. Umboðið gildir til tveggja vikna og hefur Kristersson því frest fram á þriðjudag til að mynda ríkisstjórn.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Fleiri fréttir Talinn hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Sjá meira