Segir margar áherslur hjá SGS ríma við stefnu stjórnvalda Sighvatur Arnmundsson skrifar 13. október 2018 07:30 SGS leggur áherslu á hækkun lægstu launa og setur fram kröfur um aðgerðir stjórnvalda. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari „Kjarasamningar eru auðvitað á milli verkalýðsfélaga og atvinnurekenda en við höfum sagt að við séum reiðubúin til þess að liðka fyrir þeim. Þarna eru á ferðinni kröfur frá einu félagi og fleiri eiga eftir að koma með sínar kröfur þannig að heildarmyndin liggur ekki fyrir,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um kröfugerð Starfsgreinasambandsins (SGS) gagnvart stjórnvöldum vegna komandi kjaraviðræðna. Katrín segir að margar af áherslunum sem fram komi hjá SGS rími við það sem stjórnvöld hafi verið að gera. „Þarna er töluverð áhersla lögð á skatt- og bótakerfið og þær áherslur ríma að einhverju leyti við aðgerðir okkar sem fram koma í fjárlagafrumvarpinu. Þar er hægt að nefna hækkun barnabóta fyrir þá tekjulægstu og hækkun persónuafsláttar umfram neysluvísitölu.“ Þá hafi stjórnvöld boðað heildarendurskoðun á skatt- og bótakerfinu og samspili þeirra. „Svo leggur Starfsgreinasambandið áherslu á lagalegt umhverfi vinnumarkaðarins. Það er sömuleiðis eitthvað sem við höfum þegar gripið til aðgerða vegna. Félagsmálaráðherra hefur tekið þessi mál upp á sína arma og farið í samráð við aðila vinnumarkaðar um hvað þurfi að gera.“ Katrín segir að húsnæðismálin hafi verið lykilþáttur við gerð síðustu samninga og stjórnvöld séu áfram opin fyrir því samtali. „Ég get líka nefnt kostnaðarþátttöku almennings í heilbrigðiskerfinu. Það rímar við það sem við erum að gera og sést meðal annars í fjármálaáætlun.“ Eins og fram hefur komið eru helstu kröfur SGS gagnvart atvinnurekendum hækkun lægstu launa í 425 þúsund á mánuði við lok samningsins og að almennar hækkanir verði krónutöluhækkanir. Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri kjötvinnslufyrirtækisins Norðlenska á Akureyri, segir ekki raunhæft að fyrirtæki geti staðið undir mikilli viðbótaraukningu á kaupmætti launafólks. Gerist það verði afleiðingarnar fyrir samfélagið ekki endilega góðar. Störf gæti tapast þar sem of dýrt verði að framleiða vörur hér. „Launakostnaður er mjög hár í okkar geira og launahlutfallið hjá fyrirtæki eins og okkar sem á í samkeppni við erlenda vöru hefur hækkað mjög mikið undanfarin ár. Nú er svo komið, og ég held það eigi við um mörg fyrirtæki, að samkeppnishæfnin hefur skerst mjög mikið og aukinn launakostnaður er stór þáttur í því sem hefur rýrt hana.“ Hann segist að sama skapi vilja launþegum allt það besta en hlutirnir þurfi að ganga upp. „Fólk á að geta lifað mannsæmandi lífi af laununum sínum. Kaupmáttaraukningin hefur verið mjög mikil en að svo stöddu er ekki hægt að ganga lengra.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
„Kjarasamningar eru auðvitað á milli verkalýðsfélaga og atvinnurekenda en við höfum sagt að við séum reiðubúin til þess að liðka fyrir þeim. Þarna eru á ferðinni kröfur frá einu félagi og fleiri eiga eftir að koma með sínar kröfur þannig að heildarmyndin liggur ekki fyrir,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um kröfugerð Starfsgreinasambandsins (SGS) gagnvart stjórnvöldum vegna komandi kjaraviðræðna. Katrín segir að margar af áherslunum sem fram komi hjá SGS rími við það sem stjórnvöld hafi verið að gera. „Þarna er töluverð áhersla lögð á skatt- og bótakerfið og þær áherslur ríma að einhverju leyti við aðgerðir okkar sem fram koma í fjárlagafrumvarpinu. Þar er hægt að nefna hækkun barnabóta fyrir þá tekjulægstu og hækkun persónuafsláttar umfram neysluvísitölu.“ Þá hafi stjórnvöld boðað heildarendurskoðun á skatt- og bótakerfinu og samspili þeirra. „Svo leggur Starfsgreinasambandið áherslu á lagalegt umhverfi vinnumarkaðarins. Það er sömuleiðis eitthvað sem við höfum þegar gripið til aðgerða vegna. Félagsmálaráðherra hefur tekið þessi mál upp á sína arma og farið í samráð við aðila vinnumarkaðar um hvað þurfi að gera.“ Katrín segir að húsnæðismálin hafi verið lykilþáttur við gerð síðustu samninga og stjórnvöld séu áfram opin fyrir því samtali. „Ég get líka nefnt kostnaðarþátttöku almennings í heilbrigðiskerfinu. Það rímar við það sem við erum að gera og sést meðal annars í fjármálaáætlun.“ Eins og fram hefur komið eru helstu kröfur SGS gagnvart atvinnurekendum hækkun lægstu launa í 425 þúsund á mánuði við lok samningsins og að almennar hækkanir verði krónutöluhækkanir. Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri kjötvinnslufyrirtækisins Norðlenska á Akureyri, segir ekki raunhæft að fyrirtæki geti staðið undir mikilli viðbótaraukningu á kaupmætti launafólks. Gerist það verði afleiðingarnar fyrir samfélagið ekki endilega góðar. Störf gæti tapast þar sem of dýrt verði að framleiða vörur hér. „Launakostnaður er mjög hár í okkar geira og launahlutfallið hjá fyrirtæki eins og okkar sem á í samkeppni við erlenda vöru hefur hækkað mjög mikið undanfarin ár. Nú er svo komið, og ég held það eigi við um mörg fyrirtæki, að samkeppnishæfnin hefur skerst mjög mikið og aukinn launakostnaður er stór þáttur í því sem hefur rýrt hana.“ Hann segist að sama skapi vilja launþegum allt það besta en hlutirnir þurfi að ganga upp. „Fólk á að geta lifað mannsæmandi lífi af laununum sínum. Kaupmáttaraukningin hefur verið mjög mikil en að svo stöddu er ekki hægt að ganga lengra.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira