Tilfinningar og eiginhagsmunir Lára G. Sigurðardóttir skrifar 12. október 2018 21:30 Þeir eru þingmennirnir sem byggja vinnuaðferðir sínar á tilfinningum eins og „[ég] óttast ekki að allt fari á hliðina“ og eiginhagsmunum eins og „ég vil geta keypt hvítvín á sunnudegi þegar mér dettur í hug að elda humar.“ Nú gera þingmenn þessir enn aðra tilraunina til að koma vímuefni í matvörubúðir. Þá skiptir engu máli þótt Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO), Landlæknir og aðrir heilbrigðisstarfsmenn hvetji þá til að henda frumvarpinu. Þá skiptir engu þótt Samgöngustofa lýsi áhyggjum af mikilli aukningu umferðarslysa vegna vímuefnaaksturs. Þá skiptir engu þótt áfengisneysla sé algengasta dánarorsök ungra karla í Evrópu. Og þá skiptir engu þótt meirihluti landsmanna vilji ekki áfengi í matvöruverslanir. Þingmennirnir viðurkenna að áfengisneysla muni aukast en reyna að sannfæra okkur um að allt verði í lagi því áhersla verði lögð á forvarnir og fræðslu. Ef þeir myndu lesa stefnu velferðarráðuneytisins í áfengis- og vímuefnavörnum til ársins 2020 kæmust þeir fljótt að því að takmörkun á sölu áfengis (t.d. að selja áfengi í sérverslunum en ekki matvörubúðum) er árangursríkasta forvarnaraðgerðin! Sú stefna er ekki gripin úr lausu lofti eins og tilfinning þingmannanna heldur samrýmist vísindalegum staðreyndum sem unnið hefur verið út frá í 40 ár hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO). Það er ógnvænlegt til þess að hugsa að þingmenn kynni sér ekki nógu vel málefni sem þeir standa fyrir því eitt svona frumvarp getur valdið gríðarlegri afturför í lýðheilsu landsins. Þingmenn eiga að afla þekkingar við vinnu sína líkt og aðrar stéttir samfélagsins og gera greinarmun á tilfinningum og staðreyndum. Ef við viljum hafa umhverfi okkar og samfélag sem heilbrigðast þá þarf að halda áfram þeirri vinnu að minnka skaðann sem áfengi veldur samfélaginu en ekki setja eiginhagsmuni og tilfinningar fram fyrir hagsmuni samfélagsins og niðurstöður vísindarannsókna.Höfundur er læknir og doktor í lýðheilsuvísindum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þeir eru þingmennirnir sem byggja vinnuaðferðir sínar á tilfinningum eins og „[ég] óttast ekki að allt fari á hliðina“ og eiginhagsmunum eins og „ég vil geta keypt hvítvín á sunnudegi þegar mér dettur í hug að elda humar.“ Nú gera þingmenn þessir enn aðra tilraunina til að koma vímuefni í matvörubúðir. Þá skiptir engu máli þótt Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO), Landlæknir og aðrir heilbrigðisstarfsmenn hvetji þá til að henda frumvarpinu. Þá skiptir engu þótt Samgöngustofa lýsi áhyggjum af mikilli aukningu umferðarslysa vegna vímuefnaaksturs. Þá skiptir engu þótt áfengisneysla sé algengasta dánarorsök ungra karla í Evrópu. Og þá skiptir engu þótt meirihluti landsmanna vilji ekki áfengi í matvöruverslanir. Þingmennirnir viðurkenna að áfengisneysla muni aukast en reyna að sannfæra okkur um að allt verði í lagi því áhersla verði lögð á forvarnir og fræðslu. Ef þeir myndu lesa stefnu velferðarráðuneytisins í áfengis- og vímuefnavörnum til ársins 2020 kæmust þeir fljótt að því að takmörkun á sölu áfengis (t.d. að selja áfengi í sérverslunum en ekki matvörubúðum) er árangursríkasta forvarnaraðgerðin! Sú stefna er ekki gripin úr lausu lofti eins og tilfinning þingmannanna heldur samrýmist vísindalegum staðreyndum sem unnið hefur verið út frá í 40 ár hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO). Það er ógnvænlegt til þess að hugsa að þingmenn kynni sér ekki nógu vel málefni sem þeir standa fyrir því eitt svona frumvarp getur valdið gríðarlegri afturför í lýðheilsu landsins. Þingmenn eiga að afla þekkingar við vinnu sína líkt og aðrar stéttir samfélagsins og gera greinarmun á tilfinningum og staðreyndum. Ef við viljum hafa umhverfi okkar og samfélag sem heilbrigðast þá þarf að halda áfram þeirri vinnu að minnka skaðann sem áfengi veldur samfélaginu en ekki setja eiginhagsmuni og tilfinningar fram fyrir hagsmuni samfélagsins og niðurstöður vísindarannsókna.Höfundur er læknir og doktor í lýðheilsuvísindum.
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun