Gunnar Bragi segir koma til greina að segja EES-samningnum upp Heimir Már Pétursson skrifar 12. október 2018 12:52 Gunnar Bragi Sveinsson. Vísir/Hanna Þingflokksformaður Miðflokksins segir stjórnvöld verða að grípa inn í eftir dóm Hæstaréttar sem segir það brjóta gegn EES-samningnum að banna innflutning á fersku kjöti. Ef stjórnvöldum takist ekki að fá undanþágur frá samningnum komi til greina að segja honum upp. Hæstiréttur kvað upp dóm í máli Ferskra kjötvara gegn íslenska ríkinu í gær vegna banns við innflutningi fyrirtækisins á ferskum kjötvörum frá Hollandi. Málið hafði áður farið fyrir héraðsdóm og aflað hafði verið ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins sem var samhljóða niðurstöðu Hæstaréttar. Gunnar Bragi Sveinsson þingflokksformaður Miðflokksins segir þessa niðurstöðu vonbrigði. „Þetta eru vonbrigði fyrir ekki hvað síst íslenskan landbúnað og ég held reyndar matvælaöryggi á Íslandi. Ef að niðurstaðan verður sú að við verðum að fara að leyfa óheftan innflutning á hráu kjöti er alveg ljóst að þar er verið að stefna ákveðnum hagsmunum í hættu,“ segir Gunnar Bragi. Það eigi bæði við um hagsmuni landbúnaðar og neytenda. Hann voni að stjórnvöld grípi til aðgerða gegn þessu. Gunnar hefur bæði gegnt embætti utanríkis- og landbúnaðarráðherra og þekkir því vel til samningsins um Evrópska efnahagssvæðið hvað þetta varðar.Eru einhverjar aðgerðir sem íslensk stjórnvöld geta gripið til miðað við ákvæði EES samningsins? „Það er fátt sem hægt er að gera miðað við ákvæði EES samningsins. Það er þó hægt að fá ákveðnar undanþágur og það er nauðsynlegt að gera það. Ef þær hins vegar reynast ekki nægar þá þarf að mínu viti að setjast yfir hvort þessir hagsmunir séu það stórir að það þurfi að óska eftir sérstakri endurskoðun á samningnum,“ segir Gunnar Bragi. Fara þurfi vandlega hvaða hagsmunir séu í húfi varðandi matvælaöryggi, sýklalyfjaónæmi og svo framvegis. Því erlendar kjötvörur innihaldi allt önnur efni en íslenskar.Ef þetta yrði niðurstaðan stafar þá íslenskum landbúnaði og heilsufari Íslendinga beinlínis hætta af þessu? „Það hefur alla vega verið sýnt fram á að sýklalyfjaónæmi er sífellt að aukast og meðal annars er einhver tenging á milli matvæla. En við eigum bara ekki að vera að taka einhverja áhættu með þessu. Það er alger óþarfi. Ég vona að landbúnaðarráðherra spýti í lófana og endurreisi kannski landbúnaðardeildina í ráðuneytinu í leiðinni og einhendi sér í að finna lausnir á þessu,“ segir þingflokksformaður Miðflokksins. Ef hendur stjórnvalda reynist bundnar af EES samningnum og ekki fáist undanþágur komi til greina að segja EES-samningnum upp. „Ef hagsmunirnir eru metnir það stórir og miklir kæmi það að sjálfsögðu til greina. En þetta þarf allt að vega og meta og það þarf að fara mjög vandlega í gegnum þetta. Ekki kasta bara einhverju fram. Það þarf að fara mjög vandlega yfir þetta,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson. Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Fleiri fréttir Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Sjá meira
Þingflokksformaður Miðflokksins segir stjórnvöld verða að grípa inn í eftir dóm Hæstaréttar sem segir það brjóta gegn EES-samningnum að banna innflutning á fersku kjöti. Ef stjórnvöldum takist ekki að fá undanþágur frá samningnum komi til greina að segja honum upp. Hæstiréttur kvað upp dóm í máli Ferskra kjötvara gegn íslenska ríkinu í gær vegna banns við innflutningi fyrirtækisins á ferskum kjötvörum frá Hollandi. Málið hafði áður farið fyrir héraðsdóm og aflað hafði verið ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins sem var samhljóða niðurstöðu Hæstaréttar. Gunnar Bragi Sveinsson þingflokksformaður Miðflokksins segir þessa niðurstöðu vonbrigði. „Þetta eru vonbrigði fyrir ekki hvað síst íslenskan landbúnað og ég held reyndar matvælaöryggi á Íslandi. Ef að niðurstaðan verður sú að við verðum að fara að leyfa óheftan innflutning á hráu kjöti er alveg ljóst að þar er verið að stefna ákveðnum hagsmunum í hættu,“ segir Gunnar Bragi. Það eigi bæði við um hagsmuni landbúnaðar og neytenda. Hann voni að stjórnvöld grípi til aðgerða gegn þessu. Gunnar hefur bæði gegnt embætti utanríkis- og landbúnaðarráðherra og þekkir því vel til samningsins um Evrópska efnahagssvæðið hvað þetta varðar.Eru einhverjar aðgerðir sem íslensk stjórnvöld geta gripið til miðað við ákvæði EES samningsins? „Það er fátt sem hægt er að gera miðað við ákvæði EES samningsins. Það er þó hægt að fá ákveðnar undanþágur og það er nauðsynlegt að gera það. Ef þær hins vegar reynast ekki nægar þá þarf að mínu viti að setjast yfir hvort þessir hagsmunir séu það stórir að það þurfi að óska eftir sérstakri endurskoðun á samningnum,“ segir Gunnar Bragi. Fara þurfi vandlega hvaða hagsmunir séu í húfi varðandi matvælaöryggi, sýklalyfjaónæmi og svo framvegis. Því erlendar kjötvörur innihaldi allt önnur efni en íslenskar.Ef þetta yrði niðurstaðan stafar þá íslenskum landbúnaði og heilsufari Íslendinga beinlínis hætta af þessu? „Það hefur alla vega verið sýnt fram á að sýklalyfjaónæmi er sífellt að aukast og meðal annars er einhver tenging á milli matvæla. En við eigum bara ekki að vera að taka einhverja áhættu með þessu. Það er alger óþarfi. Ég vona að landbúnaðarráðherra spýti í lófana og endurreisi kannski landbúnaðardeildina í ráðuneytinu í leiðinni og einhendi sér í að finna lausnir á þessu,“ segir þingflokksformaður Miðflokksins. Ef hendur stjórnvalda reynist bundnar af EES samningnum og ekki fáist undanþágur komi til greina að segja EES-samningnum upp. „Ef hagsmunirnir eru metnir það stórir og miklir kæmi það að sjálfsögðu til greina. En þetta þarf allt að vega og meta og það þarf að fara mjög vandlega í gegnum þetta. Ekki kasta bara einhverju fram. Það þarf að fara mjög vandlega yfir þetta,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson.
Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Fleiri fréttir Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Sjá meira