Gríðarleg vinna að taka stöðuna á leikmönnunum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. október 2018 10:00 Guðmundur Guðmundsson á blaðamannafundinum í gær. vísir/vilhelm Talsverðar breytingar eru á íslenska karlalandsliðinu í handbolta sem mætir Grikklandi og Tyrklandi í undankeppni EM 2020 síðar í mánuðinum. Guðjón Valur Sigurðsson gaf ekki kost á sér af persónulegum ástæðum og sömu sögu er að segja af Theodóri Sigurbjörnssyni. Þá hefur Vignir Svavarsson lagt landsliðsskóna á hilluna. Þrír kornungir leikstjórnendur eru í hópnum; Haukur Þrastarson (17 ára), Gísli Þorgeir Kristjánsson (19 ára) og Elvar Örn Jónsson (21 árs). Hinn 18 ára gamli markvörður Viktor Gísli Hallgrímsson er einnig í hópnum. „Flestir leikmannanna eru í mjög góðu standi. Ég hef verið í persónulegu sambandi við suma þeirra og þjálfara þeirra. Svo fylgjumst við með þeim. Það er gríðarleg vinna að taka stöðuna á þeim,“ sagði Guðmundur í samtali við Fréttablaðið í gær en leikmenn íslenska liðsins eru dreifðir víðs vegar um Evrópu. Sigvaldi Guðjónsson fær tækifæri í íslenska hópnum en þessi örvhenti hornamaður hefur gert góða hluti með norska liðinu Elverum. „Hann var fyrst hjá Bjerringbro/ Silkeborg og maður sá hann þar þótt hann hafi ekki verið í stóru hlutverki. Síðan flutti hann sig yfir til Århus. Þar sá ég meira af honum og hreifst af ýmsum þáttum í hans leik. Hann hefur spilað afskaplega vel með Elverum í Meistaradeildinni. Við vildum skoða hann að þessu sinni,“ sagði Guðmundur. Línumennirnir sem hann valdi í hópinn að þessu sinni, Ágúst Birgisson, Arnar Freyr Arnarsson og Ýmir Örn Gíslason, hafa litla landsliðsreynslu og Guðmundur segir að kynslóðaskipti séu að eiga sér stað í þessari stöðu. „Það er nýir menn að taka við keflinu í þessari stöðu. Þeir hafa ekki mikla reynslu,“ sagði Guðmundur. Fyrir utan að vinna leikina gegn Grikklandi og Tyrklandi vill Guðmundur að íslenska liðið taki skref fram á við í þeim, enda styttist óðfluga í heimsmeistaramótið. „Ég vil sjá okkur þróa leik okkar og bæta okkur á öllum sviðum. Við þurfum að ná betri tökum á varnarleiknum og fá meira öryggi í hann,“ sagði Guðmundur. Hann hefur greint umspilsleikina gegn Litháen síðasta haust í þaula og segir íslenska liðið geta bætt ýmislegt í sínum leik. „Leikirnir gegn Litháen voru mjög erfiðir. Hluti af þeim var mjög góður en síðan komu kaflar sem ég var mjög óhress með,“ sagði Guðmundur. EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Guðmundar Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, valdi í dag hópinn sem mætir Grikklandi og Tyrklandi. 11. október 2018 13:15 Enginn Guðjón Valur í hópnum hjá Guðmundi Landsliðsfyrirliðinn verður ekki með á móti Grikklandi og Tyrklandi. 11. október 2018 13:00 Guðjón Valur gaf ekki kost á sér Guðjón Valur Sigurðsson er ekki hættur í landsliðinu þrátt fyrir að hann gefi ekki kost á sér fyrir komandi leiki í undankeppni HM 2020. 11. október 2018 13:13 Mest lesið Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Sport Fleiri fréttir Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Sjá meira
Talsverðar breytingar eru á íslenska karlalandsliðinu í handbolta sem mætir Grikklandi og Tyrklandi í undankeppni EM 2020 síðar í mánuðinum. Guðjón Valur Sigurðsson gaf ekki kost á sér af persónulegum ástæðum og sömu sögu er að segja af Theodóri Sigurbjörnssyni. Þá hefur Vignir Svavarsson lagt landsliðsskóna á hilluna. Þrír kornungir leikstjórnendur eru í hópnum; Haukur Þrastarson (17 ára), Gísli Þorgeir Kristjánsson (19 ára) og Elvar Örn Jónsson (21 árs). Hinn 18 ára gamli markvörður Viktor Gísli Hallgrímsson er einnig í hópnum. „Flestir leikmannanna eru í mjög góðu standi. Ég hef verið í persónulegu sambandi við suma þeirra og þjálfara þeirra. Svo fylgjumst við með þeim. Það er gríðarleg vinna að taka stöðuna á þeim,“ sagði Guðmundur í samtali við Fréttablaðið í gær en leikmenn íslenska liðsins eru dreifðir víðs vegar um Evrópu. Sigvaldi Guðjónsson fær tækifæri í íslenska hópnum en þessi örvhenti hornamaður hefur gert góða hluti með norska liðinu Elverum. „Hann var fyrst hjá Bjerringbro/ Silkeborg og maður sá hann þar þótt hann hafi ekki verið í stóru hlutverki. Síðan flutti hann sig yfir til Århus. Þar sá ég meira af honum og hreifst af ýmsum þáttum í hans leik. Hann hefur spilað afskaplega vel með Elverum í Meistaradeildinni. Við vildum skoða hann að þessu sinni,“ sagði Guðmundur. Línumennirnir sem hann valdi í hópinn að þessu sinni, Ágúst Birgisson, Arnar Freyr Arnarsson og Ýmir Örn Gíslason, hafa litla landsliðsreynslu og Guðmundur segir að kynslóðaskipti séu að eiga sér stað í þessari stöðu. „Það er nýir menn að taka við keflinu í þessari stöðu. Þeir hafa ekki mikla reynslu,“ sagði Guðmundur. Fyrir utan að vinna leikina gegn Grikklandi og Tyrklandi vill Guðmundur að íslenska liðið taki skref fram á við í þeim, enda styttist óðfluga í heimsmeistaramótið. „Ég vil sjá okkur þróa leik okkar og bæta okkur á öllum sviðum. Við þurfum að ná betri tökum á varnarleiknum og fá meira öryggi í hann,“ sagði Guðmundur. Hann hefur greint umspilsleikina gegn Litháen síðasta haust í þaula og segir íslenska liðið geta bætt ýmislegt í sínum leik. „Leikirnir gegn Litháen voru mjög erfiðir. Hluti af þeim var mjög góður en síðan komu kaflar sem ég var mjög óhress með,“ sagði Guðmundur.
EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Guðmundar Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, valdi í dag hópinn sem mætir Grikklandi og Tyrklandi. 11. október 2018 13:15 Enginn Guðjón Valur í hópnum hjá Guðmundi Landsliðsfyrirliðinn verður ekki með á móti Grikklandi og Tyrklandi. 11. október 2018 13:00 Guðjón Valur gaf ekki kost á sér Guðjón Valur Sigurðsson er ekki hættur í landsliðinu þrátt fyrir að hann gefi ekki kost á sér fyrir komandi leiki í undankeppni HM 2020. 11. október 2018 13:13 Mest lesið Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Sport Fleiri fréttir Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Sjá meira
Svona var blaðamannafundur Guðmundar Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, valdi í dag hópinn sem mætir Grikklandi og Tyrklandi. 11. október 2018 13:15
Enginn Guðjón Valur í hópnum hjá Guðmundi Landsliðsfyrirliðinn verður ekki með á móti Grikklandi og Tyrklandi. 11. október 2018 13:00
Guðjón Valur gaf ekki kost á sér Guðjón Valur Sigurðsson er ekki hættur í landsliðinu þrátt fyrir að hann gefi ekki kost á sér fyrir komandi leiki í undankeppni HM 2020. 11. október 2018 13:13