Dagur fer í veikindaleyfi Ólöf Skaftadóttir skrifar 12. október 2018 07:00 Dagur er með alvarlegan gigtarsjúkdóm. Fréttablaðið/Anton brink Alvarleg sýking, sem Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fékk í kviðarholið síðasta haust, hefur tekið sig upp að nýju. Í samráði við lækna var Dagur settur á viðeigandi meðferð í fyrradag til að sýkingin gangi ekki jafn langt og síðast. Hann tekur sér nokkra daga frá vinnu, að sinni. Dagur greindist í sumar með sjaldgæfan gigtarsjúkdóm í kjölfar kviðarholssýkingarinnar, svokallaða fylgigigt, sem skerðir hreyfigetu hans og getur flakkað á milli liða og lagst á líffæri. Hann segist ekki ætla í lengra veikindaleyfi að sinni. „Ég tók þá ákvörðun að ég þyrfti að jafna mig og fékk staðgengla til þess að sinna mínum skyldum á meðan. Ég bý svo vel að eiga góða samstarfsmenn. Ég vonast til að til að vera orðinn betri eftir helgi, en þarf að meta það með mínum læknum.“ Mikið hefur mætt á meirihluta borgarstjórnar. Braggamálið svokallaða, hundraða milljóna króna framúrkeyrsla í framkvæmdum á vegum borgarinnar, hefur vakið athygli sem og starfsmannamál Orkuveitunnar, en á hvorum tveggja vígstöðvum fer fram úttekt á því sem þar fór úrskeiðis. Álagið er mikið og fjölmiðlar liggja á borgarstjóranum. Hann vill ekki slá því föstu að vinnuálag spili inn í veikindin. „Vikurnar eru ólíkar, en það er alltaf álag í þessu starfi. Mér hefur fundist meðferðin ganga vel við gigtinni,“ segir Dagur, sem er á sterkum krabbameinslyfjum til að halda henni niðri. „Mér hefur þótt ganga vel að sameina þetta allt vinnunni. Kannski hef ég gengið á lagið og hlaðið á mig. En ég bind vonir við það að ná sýkingunni niður á einhverjum dögum, þó að ég verði á lyfjunum í einhverjar vikur, og að ég verði kominn fljótlega aftur til vinnu,“ útskýrir hann. „Þetta núna tengist ekki einhverjum fjölmiðlamálum. Það er verra að vera ekki í hringiðunni þegar svona er,“ en bent hefur verið á í pistlum að það sé óheppilegt að nú þegar braggamálið sé í hámæli sé ekki hægt að ná tali af borgarstjóra. „Ég tók það skref í sumar að segja frá því að ég væri með þennan sjúkdóm og vissi ekki hvernig framhaldið yrði. Það var kannski til þess að það kæmi ekki á óvart ef ég væri oftar með staðgengla eða legði línurnar öðruvísi. Það eru vonbrigði að í fyrsta sinn sem ég hef þurft að taka frí, fari strax á loft samsæriskenningar. Ég vona að lærdómurinn sé ekki sá að manni hefnist fyrir að vera opinn. Ég vil ekki að það gangi tröllasögur um að ég liggi fyrir dauðanum.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira
Alvarleg sýking, sem Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fékk í kviðarholið síðasta haust, hefur tekið sig upp að nýju. Í samráði við lækna var Dagur settur á viðeigandi meðferð í fyrradag til að sýkingin gangi ekki jafn langt og síðast. Hann tekur sér nokkra daga frá vinnu, að sinni. Dagur greindist í sumar með sjaldgæfan gigtarsjúkdóm í kjölfar kviðarholssýkingarinnar, svokallaða fylgigigt, sem skerðir hreyfigetu hans og getur flakkað á milli liða og lagst á líffæri. Hann segist ekki ætla í lengra veikindaleyfi að sinni. „Ég tók þá ákvörðun að ég þyrfti að jafna mig og fékk staðgengla til þess að sinna mínum skyldum á meðan. Ég bý svo vel að eiga góða samstarfsmenn. Ég vonast til að til að vera orðinn betri eftir helgi, en þarf að meta það með mínum læknum.“ Mikið hefur mætt á meirihluta borgarstjórnar. Braggamálið svokallaða, hundraða milljóna króna framúrkeyrsla í framkvæmdum á vegum borgarinnar, hefur vakið athygli sem og starfsmannamál Orkuveitunnar, en á hvorum tveggja vígstöðvum fer fram úttekt á því sem þar fór úrskeiðis. Álagið er mikið og fjölmiðlar liggja á borgarstjóranum. Hann vill ekki slá því föstu að vinnuálag spili inn í veikindin. „Vikurnar eru ólíkar, en það er alltaf álag í þessu starfi. Mér hefur fundist meðferðin ganga vel við gigtinni,“ segir Dagur, sem er á sterkum krabbameinslyfjum til að halda henni niðri. „Mér hefur þótt ganga vel að sameina þetta allt vinnunni. Kannski hef ég gengið á lagið og hlaðið á mig. En ég bind vonir við það að ná sýkingunni niður á einhverjum dögum, þó að ég verði á lyfjunum í einhverjar vikur, og að ég verði kominn fljótlega aftur til vinnu,“ útskýrir hann. „Þetta núna tengist ekki einhverjum fjölmiðlamálum. Það er verra að vera ekki í hringiðunni þegar svona er,“ en bent hefur verið á í pistlum að það sé óheppilegt að nú þegar braggamálið sé í hámæli sé ekki hægt að ná tali af borgarstjóra. „Ég tók það skref í sumar að segja frá því að ég væri með þennan sjúkdóm og vissi ekki hvernig framhaldið yrði. Það var kannski til þess að það kæmi ekki á óvart ef ég væri oftar með staðgengla eða legði línurnar öðruvísi. Það eru vonbrigði að í fyrsta sinn sem ég hef þurft að taka frí, fari strax á loft samsæriskenningar. Ég vona að lærdómurinn sé ekki sá að manni hefnist fyrir að vera opinn. Ég vil ekki að það gangi tröllasögur um að ég liggi fyrir dauðanum.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira