Segir fjölmiðlanefndina hafa eyðilagt RÚV-kæru Garðar Örn Úlfarsson skrifar 12. október 2018 07:15 Hafnartorg er miðpunktur ásakana á hendur RÚV. Fréttablaðið/Eyþór „Ef það einhvern tíma voru einhverjir rannsóknarhagsmunir í málinu þá eru þeir löngu spilltir,“ segir Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri sölusviðs Símans, sem telur Fjölmiðlanefnd hafa ónýtt kærumál hans á hendur Ríkisútvarpinu. Eins og fram hefur komið óskaði Magnús eftir því við Fjölmiðlanefnd að hún hæfi formlega rannsókn „á óeðlilegum tengslum auglýsingasölu og fréttaflutnings hjá Ríkisútvarpinu sjónvarpi“, eins og hann orðar það í kæru. Sagði Magnús frétt í sjónvarpsfréttum RÚV um Hafnartorg 1. október síðastliðinn staðfesta „í eitt skipti fyrir öll óheppileg og reyndar ólögleg tengsl auglýsingasölu og dagskrárgerðar hjá Ríkisútvarpinu“. Að sögn Magnúsar var fréttin á RÚV birt í kjölfar þess að ákveðið var að birta nýja og dýra auglýsingu um Hafnartorg hjá RÚV en ekki hjá Símanum því Síminn reki ekki fréttastofu „og ætlun auglýsenda væri að komast að í fréttum“, útskýrir hann í kærunni til Fjölmiðlanefndar. Aðspurður segir Magnús að Síminn hafi því miður ekki tölvupósta eða slík gögn sem staðfesti að auglýsingin um Hafnartorg hafi á endanum ekki verið flutt í Sjónvarpi Símans á þeim grundvelli að fyrirtækið sé ekki með fréttastofu. „Tilboðinu var hafnað á þeim forsendum að Hafnartorg hefði áhuga á því að vera meira í fréttum og við bjóðum ekki upp á slíka þjónustu,“ segir hann. Áðurnefnd frétt RÚV hafi öll ekki verið annað en auglýsing. „Þörf Hafnartorgs núna er að klára að selja húsnæði. Þessi frétt er hluti af því verkefni.“ Í kærunni til Fjölmiðlanefndar óskaði Magnús eftir því að gerð yrði húsleit hjá RÚV. Hann segir málið nú hins vegar fyrir bí. „Með því að taka málið ekki fyrir sérstaklega eða leiðbeina um aðra málsmeðferð heldur senda kæruna bara beint til Ríkisútvarpsins er Fjölmiðlanefnd búin að tryggja að það verður aldrei fengin nein óyggjandi niðurstaða í þessu máli,“ segir Magnús. Þótt Magnús telji þetta mál úr sögunni segir hann fleiri mál sem tengist RÚV til skoðunar hjá eftirlitsaðilum. Nefnir hann að samkeppnisrekstur RÚV sé ekki í sérstökum félögum eins og lög bjóði og að til skoðunar sé hvernig var staðið að auglýsingasölu fyrir HM í fótbolta. „Það eru ekki til staðar þessir Kínamúrar sem Rakel Þorbergsdóttir [fréttastjóri RÚV] vísar í. Þeir eru ímyndaðir.“ Þess ber að geta að á ruv.is var í fyrrakvöld haft eftir Rakel Þorbergsdóttur að ásakanir Magnúsar væru grafalvalegar og atvinnurógur. Í kvörtun hans væri aðeins að finna „rakalausar dylgjur og hugarburð“. Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Tengdar fréttir Síminn krefst húsleitar hjá RÚV vegna fréttar um Hafnartorg íminn hefur krafist þess að Fjölmiðlanefnd rannsaki hvort að óeðlileg tengsl séu á milli auglýsingasölu og fréttaflutnings hjá RÚV. Málið er tilkomið vegna fréttar um framkvæmdir á Hafnartorgi sem Síminn telur að hafi verið dulin auglýsing. 10. október 2018 22:45 Mest lesið Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Innlent Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Innlent Útilokar ekki frekari aðgerðir Innlent „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Erlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent Ekki boðlegt að tré storki örlögum fólks á landsbyggðinni Innlent Fleiri fréttir Heggur ísskúlptúra í bílskúrnum Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Býður sig fram til formanns Siðmenntar Rækta 60 tonn af íslenskum jarðarberjum Útilokar ekki frekari aðgerðir Allir þurfi að vera í verkfalli á sama tíma Höfnuðu sjúkraflugi vegna trjánna Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Krefja borgina um tafarlaus viðbrögð Leynd yfir meirihlutaþreifingum í Reykjavík og upphitun fyrir ofurskálina Kannast ekki við að Samfylkingin hafi hótað slitum í umtöluðu fundarhléi Alþjóðasamfélagið þurfi að venjast nýrri taktík Trump Vara við hættu á skriðum og grjóthruni á Vestfjörðum Ekki boðlegt að tré storki örlögum fólks á landsbyggðinni Einar segir Samfylkinguna hafa hótað meirihlutaslitum þremur dögum fyrr Hamagangur á þinginu hindri aðkomu Flokks fólksins að viðræðum Borgarstjóri tjáir sig um ákvörðunina Segist mjög ánægður og ekki hafa misreiknað sig Einar segir allt hafa verið stopp í borginni Útspil Flokks fólksins hafi komið „nokkuð á óvart“ Einar Þorsteins og Guðrún Hafsteins í Sprengisandi Rafmagnslaust í þremur götum í Fellahverfi Sex í fangaklefa í nótt Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Sjá meira
„Ef það einhvern tíma voru einhverjir rannsóknarhagsmunir í málinu þá eru þeir löngu spilltir,“ segir Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri sölusviðs Símans, sem telur Fjölmiðlanefnd hafa ónýtt kærumál hans á hendur Ríkisútvarpinu. Eins og fram hefur komið óskaði Magnús eftir því við Fjölmiðlanefnd að hún hæfi formlega rannsókn „á óeðlilegum tengslum auglýsingasölu og fréttaflutnings hjá Ríkisútvarpinu sjónvarpi“, eins og hann orðar það í kæru. Sagði Magnús frétt í sjónvarpsfréttum RÚV um Hafnartorg 1. október síðastliðinn staðfesta „í eitt skipti fyrir öll óheppileg og reyndar ólögleg tengsl auglýsingasölu og dagskrárgerðar hjá Ríkisútvarpinu“. Að sögn Magnúsar var fréttin á RÚV birt í kjölfar þess að ákveðið var að birta nýja og dýra auglýsingu um Hafnartorg hjá RÚV en ekki hjá Símanum því Síminn reki ekki fréttastofu „og ætlun auglýsenda væri að komast að í fréttum“, útskýrir hann í kærunni til Fjölmiðlanefndar. Aðspurður segir Magnús að Síminn hafi því miður ekki tölvupósta eða slík gögn sem staðfesti að auglýsingin um Hafnartorg hafi á endanum ekki verið flutt í Sjónvarpi Símans á þeim grundvelli að fyrirtækið sé ekki með fréttastofu. „Tilboðinu var hafnað á þeim forsendum að Hafnartorg hefði áhuga á því að vera meira í fréttum og við bjóðum ekki upp á slíka þjónustu,“ segir hann. Áðurnefnd frétt RÚV hafi öll ekki verið annað en auglýsing. „Þörf Hafnartorgs núna er að klára að selja húsnæði. Þessi frétt er hluti af því verkefni.“ Í kærunni til Fjölmiðlanefndar óskaði Magnús eftir því að gerð yrði húsleit hjá RÚV. Hann segir málið nú hins vegar fyrir bí. „Með því að taka málið ekki fyrir sérstaklega eða leiðbeina um aðra málsmeðferð heldur senda kæruna bara beint til Ríkisútvarpsins er Fjölmiðlanefnd búin að tryggja að það verður aldrei fengin nein óyggjandi niðurstaða í þessu máli,“ segir Magnús. Þótt Magnús telji þetta mál úr sögunni segir hann fleiri mál sem tengist RÚV til skoðunar hjá eftirlitsaðilum. Nefnir hann að samkeppnisrekstur RÚV sé ekki í sérstökum félögum eins og lög bjóði og að til skoðunar sé hvernig var staðið að auglýsingasölu fyrir HM í fótbolta. „Það eru ekki til staðar þessir Kínamúrar sem Rakel Þorbergsdóttir [fréttastjóri RÚV] vísar í. Þeir eru ímyndaðir.“ Þess ber að geta að á ruv.is var í fyrrakvöld haft eftir Rakel Þorbergsdóttur að ásakanir Magnúsar væru grafalvalegar og atvinnurógur. Í kvörtun hans væri aðeins að finna „rakalausar dylgjur og hugarburð“.
Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Tengdar fréttir Síminn krefst húsleitar hjá RÚV vegna fréttar um Hafnartorg íminn hefur krafist þess að Fjölmiðlanefnd rannsaki hvort að óeðlileg tengsl séu á milli auglýsingasölu og fréttaflutnings hjá RÚV. Málið er tilkomið vegna fréttar um framkvæmdir á Hafnartorgi sem Síminn telur að hafi verið dulin auglýsing. 10. október 2018 22:45 Mest lesið Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Innlent Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Innlent Útilokar ekki frekari aðgerðir Innlent „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Erlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent Ekki boðlegt að tré storki örlögum fólks á landsbyggðinni Innlent Fleiri fréttir Heggur ísskúlptúra í bílskúrnum Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Býður sig fram til formanns Siðmenntar Rækta 60 tonn af íslenskum jarðarberjum Útilokar ekki frekari aðgerðir Allir þurfi að vera í verkfalli á sama tíma Höfnuðu sjúkraflugi vegna trjánna Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Krefja borgina um tafarlaus viðbrögð Leynd yfir meirihlutaþreifingum í Reykjavík og upphitun fyrir ofurskálina Kannast ekki við að Samfylkingin hafi hótað slitum í umtöluðu fundarhléi Alþjóðasamfélagið þurfi að venjast nýrri taktík Trump Vara við hættu á skriðum og grjóthruni á Vestfjörðum Ekki boðlegt að tré storki örlögum fólks á landsbyggðinni Einar segir Samfylkinguna hafa hótað meirihlutaslitum þremur dögum fyrr Hamagangur á þinginu hindri aðkomu Flokks fólksins að viðræðum Borgarstjóri tjáir sig um ákvörðunina Segist mjög ánægður og ekki hafa misreiknað sig Einar segir allt hafa verið stopp í borginni Útspil Flokks fólksins hafi komið „nokkuð á óvart“ Einar Þorsteins og Guðrún Hafsteins í Sprengisandi Rafmagnslaust í þremur götum í Fellahverfi Sex í fangaklefa í nótt Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Sjá meira
Síminn krefst húsleitar hjá RÚV vegna fréttar um Hafnartorg íminn hefur krafist þess að Fjölmiðlanefnd rannsaki hvort að óeðlileg tengsl séu á milli auglýsingasölu og fréttaflutnings hjá RÚV. Málið er tilkomið vegna fréttar um framkvæmdir á Hafnartorgi sem Síminn telur að hafi verið dulin auglýsing. 10. október 2018 22:45