Einkunnir Íslands: Kári maður leiksins Henry Birgir Gunnarsson skrifar 11. október 2018 22:30 Úr leiknum í kvöld. Vísir/Getty Ísland mátti sætta sig við 2-2 jafntefli gegn heimsmeisturum Frakklands á ú útivelli eftir að hafa leitt 2-0 lengi vel í leiknum. Birkir Bjarnason og Kári Árnason skoruðu mörk Íslands en Frakkar náðu að svara með tveimur síðbúnum mörkum. Svekkjandi niðurstaða eftir góða frammistöðu leikmanna Íslands. Hér fyrir neðan má sjá einkunnagjöf Vísis fyrir leikmenn íslenska landsliðlsins.Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður 8 Ótrúlega yfirvegaður á stóra sviðinu og varði frábærlega er á þurfti að halda. Hefði verið gaman að sjá hann spila allan leikinn.Hólmar Örn Eyjólfsson, hægri bakvörður 7 Minnti aftur á sig með kröftugri frammistöðu. Varðist vel, sótti fram á við og sterkur í teignum. Óheppinn að skora sjálfsmark.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 8 Eins og ísjaki í vörn íslenska liðsins og margar sóknir Frakka strönduðu á honum. Líður greinilega vel að spila með Kár.Kári Árnason, miðvörður 9 (maður leiksins) Allt tal um að Kári sé að verða gamall og þurfi að stíga til hliðar þarf að hætta strax. Stórkostlegur í vörninni sem hann stýrði og skoraði geggjað mark.Birkir Már Sævarsson, vinstri bakvörður 7 MJög traustur á báðum endum og vonandi er hann ekki alvarlega meiddur.Birkir Bjarnason, miðjumaður 8 Yfirvegaður og flottur á miðjunni. Skoraði frábært mark og er venjulega mjög traustur er hann fær að leika inn á miðri miðjunni.Rúnar Már Sigurjónson, miðjumaður 7 Barðist vel og gaf ekki þumlung eftir. Stundum skrefi á eftir og braut klaufalega af sér. Gaf 100 prósent og engin virðing fyrir stjörnunum.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 8 Gæði sem fyrr í öllu sem Gylfi gerir. Bjó til og kom sér í færi ásamt því að hlaupa eins og maraþonhlaupari.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 8 Allt annað líf að fá Jóhann aftur inn í liðið. Er ekki alveg það sama án hans. Mjög hættulegur og duglegur. Hélt bolta vel.Arnór Ingvi Traustason, vinstri kantmaður 7 Gaf sig allan í verkefnið og skilaði sínu þó svo ekki hafi hlutirnir alltaf gengið upp hjá honum.Alfreð Finnbogason, framherji 7 Fékk svo sem ekki úr miklu að moða en kom sér í stöður og hjálpaði vel til við uppspilið.Varamenn:Albert Guðmundsson 6 (kom inn á fyrir Alfreð á 46. mínútu) Sprækur á köflum og sýndi gæðin sem búa í honum.Hannes Þór Halldórsson 7 (kom inn á fyrir Rúnar Alex á 46. mínútu) Gat lítið gert við mörkunum og átti eina glæsilega vörslu.Kolbeinn Sigþórsson 6 (kom inn á fyrir Arnór á 59. mínútu) Fékk mínútur sem er mikilvægt en skortur á leikformi er augljós og eðlilegur.Guðlaugur Victor Pálsson - (kom inn á fyrir Jóhann Berg á 71. mínútu) Spilaði ekki nógu lengi til að fá einkunn.Rúrik Gíslason - (kom inn á fyrir Gylfa á 80. mínútu) Spilaði ekki nógu lengi til að fá einkunn.Jón Guðni Fjóluson - (kom inn á fyrir Birki Má á 81. mínútu) Spilaði ekki nógu lengi til að fá einkunn. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Fleiri fréttir Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjá meira
Ísland mátti sætta sig við 2-2 jafntefli gegn heimsmeisturum Frakklands á ú útivelli eftir að hafa leitt 2-0 lengi vel í leiknum. Birkir Bjarnason og Kári Árnason skoruðu mörk Íslands en Frakkar náðu að svara með tveimur síðbúnum mörkum. Svekkjandi niðurstaða eftir góða frammistöðu leikmanna Íslands. Hér fyrir neðan má sjá einkunnagjöf Vísis fyrir leikmenn íslenska landsliðlsins.Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður 8 Ótrúlega yfirvegaður á stóra sviðinu og varði frábærlega er á þurfti að halda. Hefði verið gaman að sjá hann spila allan leikinn.Hólmar Örn Eyjólfsson, hægri bakvörður 7 Minnti aftur á sig með kröftugri frammistöðu. Varðist vel, sótti fram á við og sterkur í teignum. Óheppinn að skora sjálfsmark.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 8 Eins og ísjaki í vörn íslenska liðsins og margar sóknir Frakka strönduðu á honum. Líður greinilega vel að spila með Kár.Kári Árnason, miðvörður 9 (maður leiksins) Allt tal um að Kári sé að verða gamall og þurfi að stíga til hliðar þarf að hætta strax. Stórkostlegur í vörninni sem hann stýrði og skoraði geggjað mark.Birkir Már Sævarsson, vinstri bakvörður 7 MJög traustur á báðum endum og vonandi er hann ekki alvarlega meiddur.Birkir Bjarnason, miðjumaður 8 Yfirvegaður og flottur á miðjunni. Skoraði frábært mark og er venjulega mjög traustur er hann fær að leika inn á miðri miðjunni.Rúnar Már Sigurjónson, miðjumaður 7 Barðist vel og gaf ekki þumlung eftir. Stundum skrefi á eftir og braut klaufalega af sér. Gaf 100 prósent og engin virðing fyrir stjörnunum.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 8 Gæði sem fyrr í öllu sem Gylfi gerir. Bjó til og kom sér í færi ásamt því að hlaupa eins og maraþonhlaupari.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 8 Allt annað líf að fá Jóhann aftur inn í liðið. Er ekki alveg það sama án hans. Mjög hættulegur og duglegur. Hélt bolta vel.Arnór Ingvi Traustason, vinstri kantmaður 7 Gaf sig allan í verkefnið og skilaði sínu þó svo ekki hafi hlutirnir alltaf gengið upp hjá honum.Alfreð Finnbogason, framherji 7 Fékk svo sem ekki úr miklu að moða en kom sér í stöður og hjálpaði vel til við uppspilið.Varamenn:Albert Guðmundsson 6 (kom inn á fyrir Alfreð á 46. mínútu) Sprækur á köflum og sýndi gæðin sem búa í honum.Hannes Þór Halldórsson 7 (kom inn á fyrir Rúnar Alex á 46. mínútu) Gat lítið gert við mörkunum og átti eina glæsilega vörslu.Kolbeinn Sigþórsson 6 (kom inn á fyrir Arnór á 59. mínútu) Fékk mínútur sem er mikilvægt en skortur á leikformi er augljós og eðlilegur.Guðlaugur Victor Pálsson - (kom inn á fyrir Jóhann Berg á 71. mínútu) Spilaði ekki nógu lengi til að fá einkunn.Rúrik Gíslason - (kom inn á fyrir Gylfa á 80. mínútu) Spilaði ekki nógu lengi til að fá einkunn.Jón Guðni Fjóluson - (kom inn á fyrir Birki Má á 81. mínútu) Spilaði ekki nógu lengi til að fá einkunn.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Fleiri fréttir Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjá meira