Menntamálaráðherra líst vel á að halda heimsmeistaramótið í skák í Reykjavík Heimir Már Pétursson skrifar 11. október 2018 19:30 Menntamálaráðherra hefur lýst áhuga á að skoða með Skáksambandi Íslands möguleika á því að heimsmeistaramótið í skák fari fram í Reykjavík árið 2022, þegar fimmtíu ár verða liðin frá einvígi aldarinnar árið 1972. Það gekk mikið á bæði fyrir heimsmeistaraeinvígið í skák og meðan á því stóð þegar Bobby Fisher náði að vinna titilinn af Boris Spassky í Laugardalshöll sumarið 1972. Einvígið kom Íslandi í heimsfréttirnar svo vikum skipti og allir helstu fjölmiðlar heims sendu fulltrúa sína til landsins og má fullyrða að ekkert heimsmeistaraeinvígi hafi hlotið aðra eins athygli. Gunnar Björnsson forseti Skáksambands Íslands segir sambandið stefna á að fá mótið aftur til landsins árið 2022. „Þetta er svona hugmynd sem hefur komið upp. Ég hitti nýjan forseta FIDE Arkady Dvorkovich og ræddi við hann um þessa hugmynd og honum leist bara mjög vel á,“ segir Gunnar. Næsta einvígi verður í Lundúnum í nóvember en ekki hefur verið ákveðið var það verður haldið árið 2020, hvað þá árið 2022. En langur aðdragandi getur verið að því að fá að halda heimsmeistaraeinvígið hverju sinni. „Ég held að menn þyrftu að byrja að pæla að alvöru í þessu árið 2019 eða tuttugu. Það hittist nú svo vel á að forseti FIDE er búinn að boða komu sína á Reykjavíkurskákmótið í apríl á næsta ári og þá er náttúrlega tilvalið að ræða þetta betur við hann. Skáksambandið gæti ekki eitt staðið undir kostnaði við mót sem þetta og að því þyrftu einkafyrirtæki og opinberir aðilar að koma að málum með fjárhagslegan stuðning. „Ég er bara mjög bjartsýnn. Ég fékk símtal frá Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra í morgun þar sem hún líst stuðningi við þetta framtak og hvatti okkur til dáða,“ segir Gunnar. Reikna megi með að kostnaður við einvígið verði um 700 milljónir og þar af verðlaunafé um 150 milljónir. Fleiri kunni að bjóða í mótið en Íslendingar. „En við hljótum auðvitað að standa sterkt að vígi með fimmtíu ára sögu einvígis allra tíma eins og við köllum það í dag,“ segir Gunnar Björnsson. Skák Einvígi aldarinnar Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Menntamálaráðherra hefur lýst áhuga á að skoða með Skáksambandi Íslands möguleika á því að heimsmeistaramótið í skák fari fram í Reykjavík árið 2022, þegar fimmtíu ár verða liðin frá einvígi aldarinnar árið 1972. Það gekk mikið á bæði fyrir heimsmeistaraeinvígið í skák og meðan á því stóð þegar Bobby Fisher náði að vinna titilinn af Boris Spassky í Laugardalshöll sumarið 1972. Einvígið kom Íslandi í heimsfréttirnar svo vikum skipti og allir helstu fjölmiðlar heims sendu fulltrúa sína til landsins og má fullyrða að ekkert heimsmeistaraeinvígi hafi hlotið aðra eins athygli. Gunnar Björnsson forseti Skáksambands Íslands segir sambandið stefna á að fá mótið aftur til landsins árið 2022. „Þetta er svona hugmynd sem hefur komið upp. Ég hitti nýjan forseta FIDE Arkady Dvorkovich og ræddi við hann um þessa hugmynd og honum leist bara mjög vel á,“ segir Gunnar. Næsta einvígi verður í Lundúnum í nóvember en ekki hefur verið ákveðið var það verður haldið árið 2020, hvað þá árið 2022. En langur aðdragandi getur verið að því að fá að halda heimsmeistaraeinvígið hverju sinni. „Ég held að menn þyrftu að byrja að pæla að alvöru í þessu árið 2019 eða tuttugu. Það hittist nú svo vel á að forseti FIDE er búinn að boða komu sína á Reykjavíkurskákmótið í apríl á næsta ári og þá er náttúrlega tilvalið að ræða þetta betur við hann. Skáksambandið gæti ekki eitt staðið undir kostnaði við mót sem þetta og að því þyrftu einkafyrirtæki og opinberir aðilar að koma að málum með fjárhagslegan stuðning. „Ég er bara mjög bjartsýnn. Ég fékk símtal frá Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra í morgun þar sem hún líst stuðningi við þetta framtak og hvatti okkur til dáða,“ segir Gunnar. Reikna megi með að kostnaður við einvígið verði um 700 milljónir og þar af verðlaunafé um 150 milljónir. Fleiri kunni að bjóða í mótið en Íslendingar. „En við hljótum auðvitað að standa sterkt að vígi með fimmtíu ára sögu einvígis allra tíma eins og við köllum það í dag,“ segir Gunnar Björnsson.
Skák Einvígi aldarinnar Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira