Sindri Þór reiddi fram tryggingu og fór til Spánar til að sinna fjölskyldunni Birgir Olgeirsson skrifar 11. október 2018 13:51 Sindri Þór Stefánsson. Vísir Sindri Þór Stefánsson er laus úr farbanni gegn tryggingu. Alda Hrönn Jóhannesdóttir, yfirlögfræðingur hjá embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum, staðfestir þetta í samtali við Vísi en fyrst var greint frá málinu á vef Fréttablaðsins. Þorgils Þorgilsson, verjandi Sindra, segir Sindra staddan á Spáni þar sem hann sinnir fjölskyldu sinni. Hann vildi ekki gefa upp hve háa tryggingu Sindri Þór þurfti að reiða fram og sagðist ekki búast við öðru en að Sindri verði viðstaddur aðalmeðferð í Bitcoin-málinu þar sem hann er ákærður ásamt öðrum. Hvorki Alda Hrönn né Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, vildu gefa upp hve tryggingin er há sem Sindri Þór þurfti að reiða fram. Heimild fyrir tryggingu í lögum Ólafur Helgi bendir á að heimild sé fyrir slíkri tryggingu í lögum um meðferð sakamála. Hana er að finna í 101. grein laganna í kafla sem lýtur að gæsluvarðhaldi og öðrum sambærilegum ráðstöfunum. Þar kemur fram að sakborningur geti haldið frelsi sínu gegn því að hann setji tryggingu. Skal tryggingin vera í formi reiðufjár, verðbréfa eða ábyrgðar, eftir nánari ákvörðun dómara. Dómari skal mæla fyrir um tryggingu í úrskurði þar sem kveða skal á um fjárhæð hennar. Ákærandi eða lögregla annast vörslu verðmæta sem sett eru að tryggingu og gerir nauðsynlegar ráðstafanir til verndar henni. Tryggingafé skal vera fyrirgert til ríkissjóðs ef sakborningur rýfur skilyrði þau sem trygging er sett fyrir. Héraðsdómur Reykjaness neitaði ósk Vísis um að fá viðkomandi úrskurð um tryggingu Sindra afhentan. Ólafur Helgi segir enga venju komna á hversu há tryggingin er sem farið er fram í svona málum. Hjá lögreglunni á Suðurnesjum hafi einu sinni áður verið farið fram á slíka tryggingu frá sakborningi.Fór úr fangelsinu og til Amsterdam Sindri Þór er ákærður auk sex til viðbótar fyrir stórfelldan þjófnað úr gagnaverum í desember og janúar. Sindra sat lengi í gæsluvarðhaldi síðastliðið vor. Hann var vistaður í fangelsinu að Sogni en fór þaðan 16. apríl síðastliðinn eftir að dómari hafði tekið sér frest til að ákveða hvort að úrskurða ætti Sindra í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna málsins. Sindri fór frá landinu aðfaranótt 17. apríl síðastliðins en var handtekinn í Amsterdam sunnudagskvöldið 22. apríl síðastliðinn. 4. maí síðastliðinn var Sindri Þór kominn til Íslands og leiddur fyrir dómara þar sem hann var úrskurðaður í farbann Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Sindri Þór Stefánsson er laus úr farbanni gegn tryggingu. Alda Hrönn Jóhannesdóttir, yfirlögfræðingur hjá embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum, staðfestir þetta í samtali við Vísi en fyrst var greint frá málinu á vef Fréttablaðsins. Þorgils Þorgilsson, verjandi Sindra, segir Sindra staddan á Spáni þar sem hann sinnir fjölskyldu sinni. Hann vildi ekki gefa upp hve háa tryggingu Sindri Þór þurfti að reiða fram og sagðist ekki búast við öðru en að Sindri verði viðstaddur aðalmeðferð í Bitcoin-málinu þar sem hann er ákærður ásamt öðrum. Hvorki Alda Hrönn né Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, vildu gefa upp hve tryggingin er há sem Sindri Þór þurfti að reiða fram. Heimild fyrir tryggingu í lögum Ólafur Helgi bendir á að heimild sé fyrir slíkri tryggingu í lögum um meðferð sakamála. Hana er að finna í 101. grein laganna í kafla sem lýtur að gæsluvarðhaldi og öðrum sambærilegum ráðstöfunum. Þar kemur fram að sakborningur geti haldið frelsi sínu gegn því að hann setji tryggingu. Skal tryggingin vera í formi reiðufjár, verðbréfa eða ábyrgðar, eftir nánari ákvörðun dómara. Dómari skal mæla fyrir um tryggingu í úrskurði þar sem kveða skal á um fjárhæð hennar. Ákærandi eða lögregla annast vörslu verðmæta sem sett eru að tryggingu og gerir nauðsynlegar ráðstafanir til verndar henni. Tryggingafé skal vera fyrirgert til ríkissjóðs ef sakborningur rýfur skilyrði þau sem trygging er sett fyrir. Héraðsdómur Reykjaness neitaði ósk Vísis um að fá viðkomandi úrskurð um tryggingu Sindra afhentan. Ólafur Helgi segir enga venju komna á hversu há tryggingin er sem farið er fram í svona málum. Hjá lögreglunni á Suðurnesjum hafi einu sinni áður verið farið fram á slíka tryggingu frá sakborningi.Fór úr fangelsinu og til Amsterdam Sindri Þór er ákærður auk sex til viðbótar fyrir stórfelldan þjófnað úr gagnaverum í desember og janúar. Sindra sat lengi í gæsluvarðhaldi síðastliðið vor. Hann var vistaður í fangelsinu að Sogni en fór þaðan 16. apríl síðastliðinn eftir að dómari hafði tekið sér frest til að ákveða hvort að úrskurða ætti Sindra í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna málsins. Sindri fór frá landinu aðfaranótt 17. apríl síðastliðins en var handtekinn í Amsterdam sunnudagskvöldið 22. apríl síðastliðinn. 4. maí síðastliðinn var Sindri Þór kominn til Íslands og leiddur fyrir dómara þar sem hann var úrskurðaður í farbann
Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira