Erfiðir dagar bíða Merkel þegar Bæjarar ganga til kosninga Atli Ísleifsson skrifar 11. október 2018 11:04 Angela Merkel Þýskalandskanslari og Horst Seehofer innanríkisráðherra. Getty/Michele Tantussi Kjósendur í þýsku sambandsríkjunum Bæjaralandi og Hessen munu kjósa til sambandsþinga á sunnudaginn og benda skoðanakannanir til að ríkisstjórnarflokkarnir bíði afhroð. Marga mánuði tók að setja saman ríkisstjórn í Þýskalandi eftir þingkosningarnar í september á síðasta ári. Að lokum náðist þó samkomulag milli Kristilegra demókrata (CDU), flokks Angelu Merkel kanslara, og systurflokks hans í Bæjaralandi (CSU) og Jafnaðarmannaflokksins (SDP). Allt frá myndun stjórnarinnar hafa flokkarnir deilt hart um ýmis mál og hafa átökin milli Merkel og innanríkisráðherrans Horst Seehofer, leiðtoga CSU, um innflytjendamál verið sérstaklega mikið í umræðunni.Stefnir í að flokkarnir bíði afhroðKannanir benda til að í Bæjaralandi muni CSU einungis fá um 35 prósent atkvæða, en flokkurinn hefur þar stýrt og náð hreinum meirihluta í marga áratugi. Flótti kjósenda CSU hefur leitt til aukins fylgis bæði Alternativ für Deutschland (AfD) sem berst gegn straumi innflytjenda til landsins, og Græningja (Bündnis 90/Die Grünen). Ljóst er að niðurstaða kosninganna í Bæjaralandi mun hafa áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. Verði niðurstaða kosninganna slæm fyrir CSU kann svo að fara að Seehofer hverfi úr leiðtogastóli og embætti innanríkisráðherra. Fari svo kann nýr leiðtogi CSU að verða enn harðari í afstöðu sinni til innflytjendamála, sem myndi skapa enn frekari núning innan ríkisstjórnarsamstarfsins. Í Hessen benda skoðanakannanir sömuleiðis til að CDU og Jafnaðarmenn missi mikið fylgi. Samflokksmenn Merkel, meðal annars þingmaðurinn Norbert Röttgen, segja nauðsynlegt að stjórn Merkel breyti um stefnu í ýmsum málum. Landsþing CDU fer fram í desember þar sem kosið verður um hvort Merkel skuli áfram leiða flokkinn. Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Kjósendur í þýsku sambandsríkjunum Bæjaralandi og Hessen munu kjósa til sambandsþinga á sunnudaginn og benda skoðanakannanir til að ríkisstjórnarflokkarnir bíði afhroð. Marga mánuði tók að setja saman ríkisstjórn í Þýskalandi eftir þingkosningarnar í september á síðasta ári. Að lokum náðist þó samkomulag milli Kristilegra demókrata (CDU), flokks Angelu Merkel kanslara, og systurflokks hans í Bæjaralandi (CSU) og Jafnaðarmannaflokksins (SDP). Allt frá myndun stjórnarinnar hafa flokkarnir deilt hart um ýmis mál og hafa átökin milli Merkel og innanríkisráðherrans Horst Seehofer, leiðtoga CSU, um innflytjendamál verið sérstaklega mikið í umræðunni.Stefnir í að flokkarnir bíði afhroðKannanir benda til að í Bæjaralandi muni CSU einungis fá um 35 prósent atkvæða, en flokkurinn hefur þar stýrt og náð hreinum meirihluta í marga áratugi. Flótti kjósenda CSU hefur leitt til aukins fylgis bæði Alternativ für Deutschland (AfD) sem berst gegn straumi innflytjenda til landsins, og Græningja (Bündnis 90/Die Grünen). Ljóst er að niðurstaða kosninganna í Bæjaralandi mun hafa áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. Verði niðurstaða kosninganna slæm fyrir CSU kann svo að fara að Seehofer hverfi úr leiðtogastóli og embætti innanríkisráðherra. Fari svo kann nýr leiðtogi CSU að verða enn harðari í afstöðu sinni til innflytjendamála, sem myndi skapa enn frekari núning innan ríkisstjórnarsamstarfsins. Í Hessen benda skoðanakannanir sömuleiðis til að CDU og Jafnaðarmenn missi mikið fylgi. Samflokksmenn Merkel, meðal annars þingmaðurinn Norbert Röttgen, segja nauðsynlegt að stjórn Merkel breyti um stefnu í ýmsum málum. Landsþing CDU fer fram í desember þar sem kosið verður um hvort Merkel skuli áfram leiða flokkinn.
Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira