Vinsælasti starfsmaður hússins kvaddur í gær Jóhann Óli Eiðsson skrifar 10. október 2018 08:00 Frægir leikarar og leikhúsfólk kvöddu kollega sinn í gær. Fréttablaðið/Ernir Fjöldi núverandi og fyrrverandi starfsmanna Borgarleikhússins kom saman þar í gær en tilefnið var starfslok miðasölustjórans, Guðrúnar Stefánsdóttur, sem sest er í helgan stein. Guðrún hefur starfað í Borgarleikhúsinu áratugum saman og allar götur frá því að það flutti í núverandi húsnæði árið 1989. Þar hefur hún stýrt miðasölunni undanfarin ár og fram til ársins 2013 var hún einnig yfir forsal leikhússins. „Í þann áratug sem ég hef unnið hér þá hefur það varla klikkað að Guðrún var mætt eldsnemma á morgnana og oft var hún síðust úr húsi þegar síðustu sýningu kvöldsins lauk,“ segir Erna Ýr Guðjónsdóttir, samstarfskona Guðrúnar. Það starfsfólk leikhússins sem Fréttablaðið ræddi við við vinnslu fréttarinnar lýsir miðasölustjóranum á einn veg. Ávallt hress og kát og að gleði hennar hafi smitað út frá sér. Þá hafi hún alltaf verið reiðubúin til að gera góðlátlegt grín að öðrum en hlegið sömuleiðis ávallt að því þegar skotið var á hana til baka. Í móttökunni í gær voru nokkrar slíkar sögur rifjaðar upp. „Sumt sprellið er eiginlega þannig að það er ekki hægt að birta það á prenti,“ segir Erna og hlær. Hún rifjar upp eitt atvik sem átti sér stað fyrir nokkru. Þá var klukkan rétt rúmlega átta, sýning kvöldsins nýhafin á sviðinu og starfsfólk móttökunnar átti ekki von á mörgum, ef einhverjum, til viðbótar. „Dagana á undan höfðum við mikið verið að ræða dans og við hvöttum Guðrúnu til að taka nokkur dansspor. Barnabarnið hennar var nýbyrjað að æfa steppdans þannig að hún tók áskoruninni og hóf að steppa á fullu,“ segir Erna. Smám saman hafi hraðinn aukist og á endanum var miðasölustjórinn kominn á þvílíkt flug. Í þeirri andrá gengu síðustu gestir kvöldsins inn í leikhúsið og fengu í raun stutta sýningu fyrir sýninguna. „Guðrún snarstoppaði í miðjum snúningi, varð eldrauð í framan og bauð fólkið velkomið í Borgarleikhúsið. Við sem vorum að vinna með henni hreinlega hrundum í gólfið af hlátri og hún fylgdi með um leið og gestirnir voru komnir inn í sal,“ segir Erna og bætir við að sagan sé lýsandi fyrir starfsandann í gegnum tíðina. „Hún er svona manneskja að það tekur fólk ekki nema sekúndu að finnast eins og það hafi þekkt hana alla ævi.“ joli@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Fleiri fréttir Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Sjá meira
Fjöldi núverandi og fyrrverandi starfsmanna Borgarleikhússins kom saman þar í gær en tilefnið var starfslok miðasölustjórans, Guðrúnar Stefánsdóttur, sem sest er í helgan stein. Guðrún hefur starfað í Borgarleikhúsinu áratugum saman og allar götur frá því að það flutti í núverandi húsnæði árið 1989. Þar hefur hún stýrt miðasölunni undanfarin ár og fram til ársins 2013 var hún einnig yfir forsal leikhússins. „Í þann áratug sem ég hef unnið hér þá hefur það varla klikkað að Guðrún var mætt eldsnemma á morgnana og oft var hún síðust úr húsi þegar síðustu sýningu kvöldsins lauk,“ segir Erna Ýr Guðjónsdóttir, samstarfskona Guðrúnar. Það starfsfólk leikhússins sem Fréttablaðið ræddi við við vinnslu fréttarinnar lýsir miðasölustjóranum á einn veg. Ávallt hress og kát og að gleði hennar hafi smitað út frá sér. Þá hafi hún alltaf verið reiðubúin til að gera góðlátlegt grín að öðrum en hlegið sömuleiðis ávallt að því þegar skotið var á hana til baka. Í móttökunni í gær voru nokkrar slíkar sögur rifjaðar upp. „Sumt sprellið er eiginlega þannig að það er ekki hægt að birta það á prenti,“ segir Erna og hlær. Hún rifjar upp eitt atvik sem átti sér stað fyrir nokkru. Þá var klukkan rétt rúmlega átta, sýning kvöldsins nýhafin á sviðinu og starfsfólk móttökunnar átti ekki von á mörgum, ef einhverjum, til viðbótar. „Dagana á undan höfðum við mikið verið að ræða dans og við hvöttum Guðrúnu til að taka nokkur dansspor. Barnabarnið hennar var nýbyrjað að æfa steppdans þannig að hún tók áskoruninni og hóf að steppa á fullu,“ segir Erna. Smám saman hafi hraðinn aukist og á endanum var miðasölustjórinn kominn á þvílíkt flug. Í þeirri andrá gengu síðustu gestir kvöldsins inn í leikhúsið og fengu í raun stutta sýningu fyrir sýninguna. „Guðrún snarstoppaði í miðjum snúningi, varð eldrauð í framan og bauð fólkið velkomið í Borgarleikhúsið. Við sem vorum að vinna með henni hreinlega hrundum í gólfið af hlátri og hún fylgdi með um leið og gestirnir voru komnir inn í sal,“ segir Erna og bætir við að sagan sé lýsandi fyrir starfsandann í gegnum tíðina. „Hún er svona manneskja að það tekur fólk ekki nema sekúndu að finnast eins og það hafi þekkt hana alla ævi.“ joli@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Fleiri fréttir Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Sjá meira