Vinsælasti starfsmaður hússins kvaddur í gær Jóhann Óli Eiðsson skrifar 10. október 2018 08:00 Frægir leikarar og leikhúsfólk kvöddu kollega sinn í gær. Fréttablaðið/Ernir Fjöldi núverandi og fyrrverandi starfsmanna Borgarleikhússins kom saman þar í gær en tilefnið var starfslok miðasölustjórans, Guðrúnar Stefánsdóttur, sem sest er í helgan stein. Guðrún hefur starfað í Borgarleikhúsinu áratugum saman og allar götur frá því að það flutti í núverandi húsnæði árið 1989. Þar hefur hún stýrt miðasölunni undanfarin ár og fram til ársins 2013 var hún einnig yfir forsal leikhússins. „Í þann áratug sem ég hef unnið hér þá hefur það varla klikkað að Guðrún var mætt eldsnemma á morgnana og oft var hún síðust úr húsi þegar síðustu sýningu kvöldsins lauk,“ segir Erna Ýr Guðjónsdóttir, samstarfskona Guðrúnar. Það starfsfólk leikhússins sem Fréttablaðið ræddi við við vinnslu fréttarinnar lýsir miðasölustjóranum á einn veg. Ávallt hress og kát og að gleði hennar hafi smitað út frá sér. Þá hafi hún alltaf verið reiðubúin til að gera góðlátlegt grín að öðrum en hlegið sömuleiðis ávallt að því þegar skotið var á hana til baka. Í móttökunni í gær voru nokkrar slíkar sögur rifjaðar upp. „Sumt sprellið er eiginlega þannig að það er ekki hægt að birta það á prenti,“ segir Erna og hlær. Hún rifjar upp eitt atvik sem átti sér stað fyrir nokkru. Þá var klukkan rétt rúmlega átta, sýning kvöldsins nýhafin á sviðinu og starfsfólk móttökunnar átti ekki von á mörgum, ef einhverjum, til viðbótar. „Dagana á undan höfðum við mikið verið að ræða dans og við hvöttum Guðrúnu til að taka nokkur dansspor. Barnabarnið hennar var nýbyrjað að æfa steppdans þannig að hún tók áskoruninni og hóf að steppa á fullu,“ segir Erna. Smám saman hafi hraðinn aukist og á endanum var miðasölustjórinn kominn á þvílíkt flug. Í þeirri andrá gengu síðustu gestir kvöldsins inn í leikhúsið og fengu í raun stutta sýningu fyrir sýninguna. „Guðrún snarstoppaði í miðjum snúningi, varð eldrauð í framan og bauð fólkið velkomið í Borgarleikhúsið. Við sem vorum að vinna með henni hreinlega hrundum í gólfið af hlátri og hún fylgdi með um leið og gestirnir voru komnir inn í sal,“ segir Erna og bætir við að sagan sé lýsandi fyrir starfsandann í gegnum tíðina. „Hún er svona manneskja að það tekur fólk ekki nema sekúndu að finnast eins og það hafi þekkt hana alla ævi.“ joli@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Fjöldi núverandi og fyrrverandi starfsmanna Borgarleikhússins kom saman þar í gær en tilefnið var starfslok miðasölustjórans, Guðrúnar Stefánsdóttur, sem sest er í helgan stein. Guðrún hefur starfað í Borgarleikhúsinu áratugum saman og allar götur frá því að það flutti í núverandi húsnæði árið 1989. Þar hefur hún stýrt miðasölunni undanfarin ár og fram til ársins 2013 var hún einnig yfir forsal leikhússins. „Í þann áratug sem ég hef unnið hér þá hefur það varla klikkað að Guðrún var mætt eldsnemma á morgnana og oft var hún síðust úr húsi þegar síðustu sýningu kvöldsins lauk,“ segir Erna Ýr Guðjónsdóttir, samstarfskona Guðrúnar. Það starfsfólk leikhússins sem Fréttablaðið ræddi við við vinnslu fréttarinnar lýsir miðasölustjóranum á einn veg. Ávallt hress og kát og að gleði hennar hafi smitað út frá sér. Þá hafi hún alltaf verið reiðubúin til að gera góðlátlegt grín að öðrum en hlegið sömuleiðis ávallt að því þegar skotið var á hana til baka. Í móttökunni í gær voru nokkrar slíkar sögur rifjaðar upp. „Sumt sprellið er eiginlega þannig að það er ekki hægt að birta það á prenti,“ segir Erna og hlær. Hún rifjar upp eitt atvik sem átti sér stað fyrir nokkru. Þá var klukkan rétt rúmlega átta, sýning kvöldsins nýhafin á sviðinu og starfsfólk móttökunnar átti ekki von á mörgum, ef einhverjum, til viðbótar. „Dagana á undan höfðum við mikið verið að ræða dans og við hvöttum Guðrúnu til að taka nokkur dansspor. Barnabarnið hennar var nýbyrjað að æfa steppdans þannig að hún tók áskoruninni og hóf að steppa á fullu,“ segir Erna. Smám saman hafi hraðinn aukist og á endanum var miðasölustjórinn kominn á þvílíkt flug. Í þeirri andrá gengu síðustu gestir kvöldsins inn í leikhúsið og fengu í raun stutta sýningu fyrir sýninguna. „Guðrún snarstoppaði í miðjum snúningi, varð eldrauð í framan og bauð fólkið velkomið í Borgarleikhúsið. Við sem vorum að vinna með henni hreinlega hrundum í gólfið af hlátri og hún fylgdi með um leið og gestirnir voru komnir inn í sal,“ segir Erna og bætir við að sagan sé lýsandi fyrir starfsandann í gegnum tíðina. „Hún er svona manneskja að það tekur fólk ekki nema sekúndu að finnast eins og það hafi þekkt hana alla ævi.“ joli@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira