Þau eru líklegust til að taka við af Merkel Atli Ísleifsson skrifar 29. október 2018 23:30 Annegret Kramp-Karrenbauer og Angela Merkel ræða málin. Getty Angela Merkel Þýskalandskanslari greindi frá því fyrr í dag að hún myndi ekki sækjast eftir endurkjöri sem formaður Kristilegra demókrata (CDU) á landsfundi flokksins í Hamborg í byrjun desembermánaðar. Merkel hefur gegnt embættinu frá árinu 2000, en tók við kanslaraembættinu fimm árum síðar. Ljóst má vera að samflokksmenn Merkel hafa ólíkar skoðanir á því hver skuli taka við af „Mutti“ og hafa einhverjir háttsettir innan flokksins nú þegar lýst yfir framboði. Merkel sagði í dag að þó að hún ætli sér að láta af formennsku í flokknum ætli hún sér að sitja sem kanslari til ársins 2021.Annegret Kramp-Karrenbauer.GettyAKK líkleg Sú sem oftast hefur verið nefnd sem líklegur arftaki Merkel er Annegret Kramp-Karrenbauer, einnig þekkt sem AKK, en hún lýsti yfir framboði sínu fyrr í dag. Merkel skipaði hina 56 ára AKK framkvæmdastjóra CDU í febrúar síðastliðinn, og var það af mörgum talið skýrt merki þess að Merkel vonist til að hún muni leiða flokkinn þegar hún stígur sjálf til hliðar. Merkel sagðist í dag ekki ætla að taka opinbera afstöðu í formannskjörinu, þar sem hún vilji ekki hafa áhrif á kosningarnar. AKK kemur frá sambandsríkinu Saarlandi, stýrði þar stjórn, og tilheyrir hófsamari armi flokksins, líkt og Merkel sjálf. Hún hefur sagst vilja berjast fyrir aukinni stjórnmálaþátttöku kvenna og tilkomu hátekjuskatts. AKK segist eiga rætur sínar í því sem hún kallar „klassíska Rínar-kaþólska CDU“, sem gerir það að verkum að hún nýtur einnig talsverðra vinsælda meðal íhaldssamari flokksmanna.Friedrich Merz.GettyÍhaldsmaðurinn Merz Friedrich Merz, 62 ára lögfræðingur, hyggst bjóða sig fram til formanns flokksins, að sögn heimildarmanna Reuters. Merz var þingflokksformaður Kristilegra demókrata á árunum 2000 til 2002. Hann hefur ekki verið áberandi síðustu árin og urðu margir undrandi þegar fréttir bárust af því að hann hugði á endurkomu í stjórnmálin. Hann hefur áður starfað í fjármálageiranum og tilheyrir íhaldssamari armi flokksins. Hann kemur frá Norðurrín-Vestfalíu. Að undanförnu hefur hann unnið að verkefni sem nefnist Atlantshafsbrúin sem gengur út á að auka samstarf Bandaríkjanna og Þýskalands á sviði viðskipta og hernaðar. Þá á hann sæti í stjórn nokkurra fyrirtækja.Peter Altmaier.GettyViðskiptaráðherrann Altmaier Sextugur viðskiptaráðherra Þýskalands, Peter Altmaier, er reynslumikill stjórnmálamaður og hefur verið náinn samstarfsmaður Merkel. Hann hefur verið virkur í flokknum frá árinu 1976 og setið á þýska þinginu frá 1994. Á árunum 2013 til 2018 var hann yfirmaður kanslaraskrifstofunnar sem er lykilstaða í þýsku ríkisstjórninni. Altmaier nýtur vinsælda, þykir lausnamiðaður, en segir sjálfur að stjórnunarstíll hans sé of grófur til að hann geti gegnt embætti kanslara.Jens Spahn.GettyHeilbrigðisráðherrann Spahn Heilbrigðisráðherrann Jens Spahn, 38 ára og frá Norðurrín-Vestfalíu, hefur verið iðinn við að gagnrýna Merkel síðustu ár og tilheyrir hann íhaldssamari armi flokksins. Spahn tók sæti í ríkisstjórninni í vor en hefur gagnrýnt stefnu Merkel í innflytjendamálum og lýst yfir efasemdum með tilgang þess að heimila tvöfalt ríkisfang. Hann hefur áður starfað í fjármálaráðuneytinu. Ungur aldur hans kann að tala gegn því að hann verði næsti formaður flokksins, en hann hefyr nú þegar lýst yfir framboði til formanns.Armin Laschet.GettyAðrir sem hafa verið nefndir líklegir Fimmtugur þingflokksformaður Kristilegra demókrata, Ralph Brinkhaus, hefur einnig verið nefndur til sögunnar sem mögulegur arftaki. Armin Laschet, forseti sambandsstjórnar Norðurrín-Vestfalíu, vann ákveðinn sigur á síðasta ári þegar CDU náði völdum í sambandsríkinu þar sem Jafnaðarmenn hafa vanalega verið við völd. Hinn 57 ára Laschet stendur nálægt Merkel í mörgum málum. Julia Klöckner, landbúnaðarráðherra og leiðtogi CDU í Rínarlandi-Pfalz, hefur einnig verið nefnd til sögunnar. Hún tilheyrir íhaldssamari armi flokksins og vill færa hann til hægri. Þýskaland Tengdar fréttir Angela Merkel hættir eftir átján ára formennsku Angela Merkel hefur ákveðið að hætta sem formaður Kristilegra demókrata í Þýskalandi eftir átján ár í sæti formanns. 29. október 2018 09:32 Angela Merkel hættir sem kanslari árið 2021 Ætlar að hætta sem formaður Kristilegra demókrata á næstu dögum. 29. október 2018 12:58 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Angela Merkel Þýskalandskanslari greindi frá því fyrr í dag að hún myndi ekki sækjast eftir endurkjöri sem formaður Kristilegra demókrata (CDU) á landsfundi flokksins í Hamborg í byrjun desembermánaðar. Merkel hefur gegnt embættinu frá árinu 2000, en tók við kanslaraembættinu fimm árum síðar. Ljóst má vera að samflokksmenn Merkel hafa ólíkar skoðanir á því hver skuli taka við af „Mutti“ og hafa einhverjir háttsettir innan flokksins nú þegar lýst yfir framboði. Merkel sagði í dag að þó að hún ætli sér að láta af formennsku í flokknum ætli hún sér að sitja sem kanslari til ársins 2021.Annegret Kramp-Karrenbauer.GettyAKK líkleg Sú sem oftast hefur verið nefnd sem líklegur arftaki Merkel er Annegret Kramp-Karrenbauer, einnig þekkt sem AKK, en hún lýsti yfir framboði sínu fyrr í dag. Merkel skipaði hina 56 ára AKK framkvæmdastjóra CDU í febrúar síðastliðinn, og var það af mörgum talið skýrt merki þess að Merkel vonist til að hún muni leiða flokkinn þegar hún stígur sjálf til hliðar. Merkel sagðist í dag ekki ætla að taka opinbera afstöðu í formannskjörinu, þar sem hún vilji ekki hafa áhrif á kosningarnar. AKK kemur frá sambandsríkinu Saarlandi, stýrði þar stjórn, og tilheyrir hófsamari armi flokksins, líkt og Merkel sjálf. Hún hefur sagst vilja berjast fyrir aukinni stjórnmálaþátttöku kvenna og tilkomu hátekjuskatts. AKK segist eiga rætur sínar í því sem hún kallar „klassíska Rínar-kaþólska CDU“, sem gerir það að verkum að hún nýtur einnig talsverðra vinsælda meðal íhaldssamari flokksmanna.Friedrich Merz.GettyÍhaldsmaðurinn Merz Friedrich Merz, 62 ára lögfræðingur, hyggst bjóða sig fram til formanns flokksins, að sögn heimildarmanna Reuters. Merz var þingflokksformaður Kristilegra demókrata á árunum 2000 til 2002. Hann hefur ekki verið áberandi síðustu árin og urðu margir undrandi þegar fréttir bárust af því að hann hugði á endurkomu í stjórnmálin. Hann hefur áður starfað í fjármálageiranum og tilheyrir íhaldssamari armi flokksins. Hann kemur frá Norðurrín-Vestfalíu. Að undanförnu hefur hann unnið að verkefni sem nefnist Atlantshafsbrúin sem gengur út á að auka samstarf Bandaríkjanna og Þýskalands á sviði viðskipta og hernaðar. Þá á hann sæti í stjórn nokkurra fyrirtækja.Peter Altmaier.GettyViðskiptaráðherrann Altmaier Sextugur viðskiptaráðherra Þýskalands, Peter Altmaier, er reynslumikill stjórnmálamaður og hefur verið náinn samstarfsmaður Merkel. Hann hefur verið virkur í flokknum frá árinu 1976 og setið á þýska þinginu frá 1994. Á árunum 2013 til 2018 var hann yfirmaður kanslaraskrifstofunnar sem er lykilstaða í þýsku ríkisstjórninni. Altmaier nýtur vinsælda, þykir lausnamiðaður, en segir sjálfur að stjórnunarstíll hans sé of grófur til að hann geti gegnt embætti kanslara.Jens Spahn.GettyHeilbrigðisráðherrann Spahn Heilbrigðisráðherrann Jens Spahn, 38 ára og frá Norðurrín-Vestfalíu, hefur verið iðinn við að gagnrýna Merkel síðustu ár og tilheyrir hann íhaldssamari armi flokksins. Spahn tók sæti í ríkisstjórninni í vor en hefur gagnrýnt stefnu Merkel í innflytjendamálum og lýst yfir efasemdum með tilgang þess að heimila tvöfalt ríkisfang. Hann hefur áður starfað í fjármálaráðuneytinu. Ungur aldur hans kann að tala gegn því að hann verði næsti formaður flokksins, en hann hefyr nú þegar lýst yfir framboði til formanns.Armin Laschet.GettyAðrir sem hafa verið nefndir líklegir Fimmtugur þingflokksformaður Kristilegra demókrata, Ralph Brinkhaus, hefur einnig verið nefndur til sögunnar sem mögulegur arftaki. Armin Laschet, forseti sambandsstjórnar Norðurrín-Vestfalíu, vann ákveðinn sigur á síðasta ári þegar CDU náði völdum í sambandsríkinu þar sem Jafnaðarmenn hafa vanalega verið við völd. Hinn 57 ára Laschet stendur nálægt Merkel í mörgum málum. Julia Klöckner, landbúnaðarráðherra og leiðtogi CDU í Rínarlandi-Pfalz, hefur einnig verið nefnd til sögunnar. Hún tilheyrir íhaldssamari armi flokksins og vill færa hann til hægri.
Þýskaland Tengdar fréttir Angela Merkel hættir eftir átján ára formennsku Angela Merkel hefur ákveðið að hætta sem formaður Kristilegra demókrata í Þýskalandi eftir átján ár í sæti formanns. 29. október 2018 09:32 Angela Merkel hættir sem kanslari árið 2021 Ætlar að hætta sem formaður Kristilegra demókrata á næstu dögum. 29. október 2018 12:58 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Angela Merkel hættir eftir átján ára formennsku Angela Merkel hefur ákveðið að hætta sem formaður Kristilegra demókrata í Þýskalandi eftir átján ár í sæti formanns. 29. október 2018 09:32
Angela Merkel hættir sem kanslari árið 2021 Ætlar að hætta sem formaður Kristilegra demókrata á næstu dögum. 29. október 2018 12:58