Ætla ekki að kyrrsetja vélar af sömu tegund og sú sem hrapaði Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 29. október 2018 19:30 Indónesíska lágfargjaldafélagið Lion Air rekur ellefu vélar af tegundinni Boeing 737 Max 8. Vél af sömu tegund á vegum flugfélagsins hrapaði í sjóinn fyrir undan ströndum Jövu í nótt. Flugfélagið hefur ákveðið að kyrrsetja ekki aðrar vélar félagsins. Stjórnvöld í Ástralíu hefur varað almenning við því að fljúga með Lion Air þar til niðurstaða rannsóknar á slysinu kemur út. Icelandair tók í notkun flugvélar sömu tegundar fyrr á árinu auk fjölda annarra flugfélaga. Of snemmt er að draga ályktanir um öryggi vélanna en það þykir með furðulegra móti að glæný vél lendi í slysi sem þessu. Vélin var afhent Lion Air 15 ágúst síðastliðinn og hafði einungis flogið samanlagt í um 800 klukkustundir. Í svari við fyrirspurn fréttastofu til Icelandair um hvort félagið ætli að bregðast við með einhverjum hætti eftir ófarirnar í Indónesíu kemur fram að í tilvikum sem þessum fylgist flugvélaframleiðandinn, Boeing, með rannsókn og upplýsir flugfélög um gang mála. Edward Siraito, forstjóri Lion Air, sagði á blaðamannafundi í dag að vélin hafði áður glímt við „tæknilegt vandamál“ en að það hafi verið lagað. Hún hefði aldrei getað fengið að fljúga hefði einhver orðið var við bilun. Björgunaraðgerðir halda áfram í nótt en björgunaraðilar eru ekki bjartsýnir á að finna nokkurn á lífi. „Ég geri ráð fyrir því að enginn hafi komist lífs af þar sem við höfum einungis haft upp á líkamspörtum,“ sagði Bambang Suryo Aji, framkvæmdastjóri björgunaraðgerða, á blaðamannafundi í morgun. Viðbragðsaðilar hafa sent 21 líkpoka með líkamsleifum fólks til greiningar í Jakarta. Asía Fréttir af flugi Tengdar fréttir Hafa fundið brak og ökuskírteini en ekki flugvélina Flugvél Lion Air í Indónesíu brotlenti í sjóinn skömmu eftir flugtak frá Jakarta í nótt. 29. október 2018 07:41 Óttast um afdrif 189 farþega Lion Air Flugmálayfirvöld staðfesta að vélin sé horfin og að 189 hafi verið um borð 29. október 2018 03:46 Vélin sem hrapaði var glæný Talið er afar ólíklegt að einhver þeirra 189 sem um borð voru í flugvél Lion Air sem brotlenti í sjóinn skömmu eftir flugtak frá Jakarta í Indónesíu í nótt. Flugvélin sem hrapaði var glæný. 29. október 2018 14:29 Icelandair tók í notkun nýja flugvél í dag Fjölmenni tók á móti vélinni á Reykjavíkurflugvelli í dag. 14. apríl 2018 20:00 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Sjá meira
Indónesíska lágfargjaldafélagið Lion Air rekur ellefu vélar af tegundinni Boeing 737 Max 8. Vél af sömu tegund á vegum flugfélagsins hrapaði í sjóinn fyrir undan ströndum Jövu í nótt. Flugfélagið hefur ákveðið að kyrrsetja ekki aðrar vélar félagsins. Stjórnvöld í Ástralíu hefur varað almenning við því að fljúga með Lion Air þar til niðurstaða rannsóknar á slysinu kemur út. Icelandair tók í notkun flugvélar sömu tegundar fyrr á árinu auk fjölda annarra flugfélaga. Of snemmt er að draga ályktanir um öryggi vélanna en það þykir með furðulegra móti að glæný vél lendi í slysi sem þessu. Vélin var afhent Lion Air 15 ágúst síðastliðinn og hafði einungis flogið samanlagt í um 800 klukkustundir. Í svari við fyrirspurn fréttastofu til Icelandair um hvort félagið ætli að bregðast við með einhverjum hætti eftir ófarirnar í Indónesíu kemur fram að í tilvikum sem þessum fylgist flugvélaframleiðandinn, Boeing, með rannsókn og upplýsir flugfélög um gang mála. Edward Siraito, forstjóri Lion Air, sagði á blaðamannafundi í dag að vélin hafði áður glímt við „tæknilegt vandamál“ en að það hafi verið lagað. Hún hefði aldrei getað fengið að fljúga hefði einhver orðið var við bilun. Björgunaraðgerðir halda áfram í nótt en björgunaraðilar eru ekki bjartsýnir á að finna nokkurn á lífi. „Ég geri ráð fyrir því að enginn hafi komist lífs af þar sem við höfum einungis haft upp á líkamspörtum,“ sagði Bambang Suryo Aji, framkvæmdastjóri björgunaraðgerða, á blaðamannafundi í morgun. Viðbragðsaðilar hafa sent 21 líkpoka með líkamsleifum fólks til greiningar í Jakarta.
Asía Fréttir af flugi Tengdar fréttir Hafa fundið brak og ökuskírteini en ekki flugvélina Flugvél Lion Air í Indónesíu brotlenti í sjóinn skömmu eftir flugtak frá Jakarta í nótt. 29. október 2018 07:41 Óttast um afdrif 189 farþega Lion Air Flugmálayfirvöld staðfesta að vélin sé horfin og að 189 hafi verið um borð 29. október 2018 03:46 Vélin sem hrapaði var glæný Talið er afar ólíklegt að einhver þeirra 189 sem um borð voru í flugvél Lion Air sem brotlenti í sjóinn skömmu eftir flugtak frá Jakarta í Indónesíu í nótt. Flugvélin sem hrapaði var glæný. 29. október 2018 14:29 Icelandair tók í notkun nýja flugvél í dag Fjölmenni tók á móti vélinni á Reykjavíkurflugvelli í dag. 14. apríl 2018 20:00 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Sjá meira
Hafa fundið brak og ökuskírteini en ekki flugvélina Flugvél Lion Air í Indónesíu brotlenti í sjóinn skömmu eftir flugtak frá Jakarta í nótt. 29. október 2018 07:41
Óttast um afdrif 189 farþega Lion Air Flugmálayfirvöld staðfesta að vélin sé horfin og að 189 hafi verið um borð 29. október 2018 03:46
Vélin sem hrapaði var glæný Talið er afar ólíklegt að einhver þeirra 189 sem um borð voru í flugvél Lion Air sem brotlenti í sjóinn skömmu eftir flugtak frá Jakarta í Indónesíu í nótt. Flugvélin sem hrapaði var glæný. 29. október 2018 14:29
Icelandair tók í notkun nýja flugvél í dag Fjölmenni tók á móti vélinni á Reykjavíkurflugvelli í dag. 14. apríl 2018 20:00