Eyjamenn fá helmingsafslátt í Herjólf Birgir Olgeirsson og Gissur Sigurðsson skrifa 29. október 2018 07:40 Stefnt er að því að sigla 7 sinnum á dag þegar nýi Herjólfur verður tekinn í notkun. Vísir/Einar Stjórn Herjólfs ohf., sem mun taka við rekstri nýju Vestmannaeyjaferjunnar 30. mars næstkomandi, hefur ákveðið siglingaráætlun og gjaldskrá frá þeim degi að telja og fjölgar ferðunum til muna frá því sem nú er. Siglt verður sjö sinnum á dag, eða á aðeins 75 mínútna fresti úr hvorri höfn, og er þá miðað við Landeyjahöfn. Í gjaldskránni munu Eyjamenn njóta sérkjara. Herjólfur ohf. er opinbert félag í eigu Vestmannaeyjabæjar sem var stofnað til að halda utan um rekstur nýrrar ferju Það voru Eyjafréttir sem birtu gjaldskrána en samkvæmt henni mun gjald fyrir fullorðna vera 1.600 krónur en 800 krónur fyrir þá sem eru með lögheimili í Vestmannaeyjum. Fyrir börn, 12 – 15 ára, mun kosta 800 krónur, en 400 krónur ef barnið er með lögheimili í Eyjum. Ellilífeyrisþegar greiða 800 krónur en þeir sem eru með lögheimili Eyjum greiða 400 krónur. Börn yngri en tólf ára greiða ekkert, sama hvar þau eru með lögheimili.Grafísk mynd af nýju Vestmannaeyjaferjunni sem hefur siglingar í vor.Þeir sem ætla með reiðhjól í nýja Herjólf þurfa að reiða fram 800 krónur en þeir sem eru með lögheimili Eyjum greiða 400 krónur fyrir hjólið. Að fara með bifhjól í Herjólf mun kosta 1.600 krónur en 800 krónur fyrir eigendur bifhjóla með lögheimili í Vestmannaeyjum. Það mun kosta 2.300 krónur að fara með bifreið undir fimm metrum að lengd í Herjólf en 1.500 fyrir þá sem eru með lögheimili í Vestmannaeyjum. Eigendur bifreiða sem eru lengri en fimm metrar greiða 3.000 krónur en það mun kosta 1.500 krónur fyrir þá sem eru með lögheimili í Eyjum. Til að koma farartæki með vagn, kerru, hjólhýsi eða sambærilegum eftirvögnum þarf að greiða 6.000 krónur en 3.000 krónur eftir viðkomandi er með lögheimili Eyjum. Bæði siglingaáætlun og tillaga stjórnar að gjaldskrá eru lagðar fram og samþykktar með fyrirvara um samþykki Vegagerðarinnar. Nokkrar tafir hafa orðið á afhendingu nýju ferjunnar, sem verið er að smíða í Póllandi, meðal annars vegna breytinga sem gerðar voru á henni á smíðatímanum. Herjólfur Tengdar fréttir Telur bæjarstjóra svívirða saklausan mann sem eitt sinn taldist svarinn andstæðingur hans Íris Róbertsdóttir og Elliði Vignisson deila um kaup Herjólfs ohf. á lögfræðiþjónustu frá lögmannsstofu stjórnarformanns félagsins, Lúðvík Bergvinssyni. 25. október 2018 17:00 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
Stjórn Herjólfs ohf., sem mun taka við rekstri nýju Vestmannaeyjaferjunnar 30. mars næstkomandi, hefur ákveðið siglingaráætlun og gjaldskrá frá þeim degi að telja og fjölgar ferðunum til muna frá því sem nú er. Siglt verður sjö sinnum á dag, eða á aðeins 75 mínútna fresti úr hvorri höfn, og er þá miðað við Landeyjahöfn. Í gjaldskránni munu Eyjamenn njóta sérkjara. Herjólfur ohf. er opinbert félag í eigu Vestmannaeyjabæjar sem var stofnað til að halda utan um rekstur nýrrar ferju Það voru Eyjafréttir sem birtu gjaldskrána en samkvæmt henni mun gjald fyrir fullorðna vera 1.600 krónur en 800 krónur fyrir þá sem eru með lögheimili í Vestmannaeyjum. Fyrir börn, 12 – 15 ára, mun kosta 800 krónur, en 400 krónur ef barnið er með lögheimili í Eyjum. Ellilífeyrisþegar greiða 800 krónur en þeir sem eru með lögheimili Eyjum greiða 400 krónur. Börn yngri en tólf ára greiða ekkert, sama hvar þau eru með lögheimili.Grafísk mynd af nýju Vestmannaeyjaferjunni sem hefur siglingar í vor.Þeir sem ætla með reiðhjól í nýja Herjólf þurfa að reiða fram 800 krónur en þeir sem eru með lögheimili Eyjum greiða 400 krónur fyrir hjólið. Að fara með bifhjól í Herjólf mun kosta 1.600 krónur en 800 krónur fyrir eigendur bifhjóla með lögheimili í Vestmannaeyjum. Það mun kosta 2.300 krónur að fara með bifreið undir fimm metrum að lengd í Herjólf en 1.500 fyrir þá sem eru með lögheimili í Vestmannaeyjum. Eigendur bifreiða sem eru lengri en fimm metrar greiða 3.000 krónur en það mun kosta 1.500 krónur fyrir þá sem eru með lögheimili í Eyjum. Til að koma farartæki með vagn, kerru, hjólhýsi eða sambærilegum eftirvögnum þarf að greiða 6.000 krónur en 3.000 krónur eftir viðkomandi er með lögheimili Eyjum. Bæði siglingaáætlun og tillaga stjórnar að gjaldskrá eru lagðar fram og samþykktar með fyrirvara um samþykki Vegagerðarinnar. Nokkrar tafir hafa orðið á afhendingu nýju ferjunnar, sem verið er að smíða í Póllandi, meðal annars vegna breytinga sem gerðar voru á henni á smíðatímanum.
Herjólfur Tengdar fréttir Telur bæjarstjóra svívirða saklausan mann sem eitt sinn taldist svarinn andstæðingur hans Íris Róbertsdóttir og Elliði Vignisson deila um kaup Herjólfs ohf. á lögfræðiþjónustu frá lögmannsstofu stjórnarformanns félagsins, Lúðvík Bergvinssyni. 25. október 2018 17:00 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
Telur bæjarstjóra svívirða saklausan mann sem eitt sinn taldist svarinn andstæðingur hans Íris Róbertsdóttir og Elliði Vignisson deila um kaup Herjólfs ohf. á lögfræðiþjónustu frá lögmannsstofu stjórnarformanns félagsins, Lúðvík Bergvinssyni. 25. október 2018 17:00