Flokkur Merkel og Jafnaðarmenn tapa í Hessen Atli Ísleifsson skrifar 28. október 2018 18:53 Andrea Nahle er formaður þýskra Jafnaðarmanna (SDP). Getty/Sean Gallup Kristilegir demókratar (CDU), flokkur Angelu Merkel Þýskalandskanslara, og Jafnaðarmannaflokkurinn (SDP) töpuðu báðir miklu fylgi í kosningum til sambandsþings í Hessen í dag. Útgönguspár benda til að flokkarnir fái báðir um 10 prósent minna fylgi en í síðustu kosningum til sambandsþingsins, CDU um 28 prósent og SDP um 20 prósent. Græningjar virðast hafa unnið mikinn sigur samkvæmt spánni, er orðinn þriðji stærsti flokkurinn og hefur fengið í kringum 19,5 prósent fylgi. Hægriöfgaflokkurinn AfD fá 12 prósent atkvæða og ná í fyrsta sinn mönnum inn á sambandsþingið. BBC segir frá því að spenna milli CDU og SPD kunni að aukast í kjölfar kosninganna, en flokkarnir mynda saman ríkisstjórn ásamt CSU, systurflokki CDU. Stjórnarsamstarfið hefur gengið brösuglega, allt frá því að stjórnin var mynduð, um hálfu ári eftir kosningarnar í september í fyrra. Andrea Nahle, formaður SDP, segir flokkinn nú vinna að nýjum „vegvísi“ fyrir flokkinn, en úrslit flokksins í Hessen eru þau verstu í sambandsríkinu á eftirstríðsárunum.Töpuðu líka í Bæjaralandi Kristilegir demókratar misstu mikið fylgi í kosningum til sambandsþingsins í Bæjaralandi fyrr í mánuðinum, þar sem CSU hlaut einungis 38 prósent fylgi. Flokkurinn hefur verið með hreinan meirihluta á sambandsþinginu nær óslitið frá stríðslokum og flokkurinn hefur ekki hlotið minna en 40 prósenta stuðning síðan árið 1954. Líkt og í Hessen nú, unnu Græningjar og AfD sigra í kosningunum í Bæjaralandi. Alls búa um sex milljónir manna í Hessen og er stærsta borgin Frankfurt am Main. Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Tengdar fréttir Áfall fyrir Merkel í sögulegum kosningum CSU er reyndar ennþá stærsti flokkurinn á þinginu í Bæjaralandi en hann fékk þó aðeins tæp 38 prósent atkvæða. 15. október 2018 07:10 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sjá meira
Kristilegir demókratar (CDU), flokkur Angelu Merkel Þýskalandskanslara, og Jafnaðarmannaflokkurinn (SDP) töpuðu báðir miklu fylgi í kosningum til sambandsþings í Hessen í dag. Útgönguspár benda til að flokkarnir fái báðir um 10 prósent minna fylgi en í síðustu kosningum til sambandsþingsins, CDU um 28 prósent og SDP um 20 prósent. Græningjar virðast hafa unnið mikinn sigur samkvæmt spánni, er orðinn þriðji stærsti flokkurinn og hefur fengið í kringum 19,5 prósent fylgi. Hægriöfgaflokkurinn AfD fá 12 prósent atkvæða og ná í fyrsta sinn mönnum inn á sambandsþingið. BBC segir frá því að spenna milli CDU og SPD kunni að aukast í kjölfar kosninganna, en flokkarnir mynda saman ríkisstjórn ásamt CSU, systurflokki CDU. Stjórnarsamstarfið hefur gengið brösuglega, allt frá því að stjórnin var mynduð, um hálfu ári eftir kosningarnar í september í fyrra. Andrea Nahle, formaður SDP, segir flokkinn nú vinna að nýjum „vegvísi“ fyrir flokkinn, en úrslit flokksins í Hessen eru þau verstu í sambandsríkinu á eftirstríðsárunum.Töpuðu líka í Bæjaralandi Kristilegir demókratar misstu mikið fylgi í kosningum til sambandsþingsins í Bæjaralandi fyrr í mánuðinum, þar sem CSU hlaut einungis 38 prósent fylgi. Flokkurinn hefur verið með hreinan meirihluta á sambandsþinginu nær óslitið frá stríðslokum og flokkurinn hefur ekki hlotið minna en 40 prósenta stuðning síðan árið 1954. Líkt og í Hessen nú, unnu Græningjar og AfD sigra í kosningunum í Bæjaralandi. Alls búa um sex milljónir manna í Hessen og er stærsta borgin Frankfurt am Main.
Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Tengdar fréttir Áfall fyrir Merkel í sögulegum kosningum CSU er reyndar ennþá stærsti flokkurinn á þinginu í Bæjaralandi en hann fékk þó aðeins tæp 38 prósent atkvæða. 15. október 2018 07:10 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sjá meira
Áfall fyrir Merkel í sögulegum kosningum CSU er reyndar ennþá stærsti flokkurinn á þinginu í Bæjaralandi en hann fékk þó aðeins tæp 38 prósent atkvæða. 15. október 2018 07:10