Handbolti

Lærisveinar Erlings byrjuðu á tíu marka sigri

Anton Ingi Leifsson skrifar
Erlingur þungt hugsi.
Erlingur þungt hugsi. vísir/getty
Erlingur Richardsson og lærisveinar hans í hollenska landsliðinu í handbolta unnu tíu marka sigur á Eistlandi í kvöld, 35-25.

Leikurinn í kvöld var liður í undankeppni EM 2020 en Erlingur tók við hollenska liðinu í október síðastliðnum. Auk þess þjálfar hann ÍBV í Olís-deildinni.

Erlingur og lærisveinar voru 17-10 yfir í hálfeik og sigurinn var í raun aldrei í hættu. Munurinn varð svo að endingu tíu mörk.

Auk Hollands og Eistlands eru Slóvenía og Lettland í riðlinum en Hollendingar spila við Letta á sunnudaginn. Slóvenar unnu sex marka sigur á Lettum í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×