Mette-Marit með krónískan lungnasjúkdóm: „Við verðum því að lifa í einhverri óvissu“ Atli Ísleifsson skrifar 25. október 2018 08:38 Mette-Marit á Mortensrud-hátíðinni í síðasta mánuði Getty/Nigel Waldron Mette-Marit, eiginkona Hákons, krónprins Noregs, greindi frá því í gær að hún þjáist af lungnatrefjun, krónískum lungnasjúkdómi. Hún kvaðst um árabil hafa glímt við sjúkdóminn, en fyrst nýverið hafa fengið greiningu. Mette-Marit og Hákon greindu frá málinu í norsku sjónvarpi í gær. Hin 45 ára Mette-Marit sagði að sjúkdómurinn komi til með takmarka þátttöku sína í opinberum verkefnum krónprinsparsins. Í samtali við NRK sagði hún sjúkdóminn krónískari en þau höfðu vonast til, en að um leið finni hún fyrir létti að hafa loks fengið greiningu. Frekari rannsókna sé þörf, en þau munu ekki fá svör við öllum spurningum sínum. „Við verðum því að lifa í einhverri óvissu,“ sagði Mette-Marit.Sjaldgæfur sjúkdómur Í upplýsingariti Landspítalans segir að lungnatrefun feli í sér bandvefsmyndun (trefjun) í lungum. Sjúkdómurinn sé sjaldgæfur og eru orsök hans oftast óþekkt. „Meðal þekktra orsaka eru heyryk og ýmiss konar annað ryk sem fólk andar að sér og auk þess gigtsjúkdómar. Það sem gerist er að í stað heilbrigðs lungnavefs kemur bandvefur (trefjar). Þannig truflast loftskipti um lungun og súrefni fer hvorki inn né koltvísýringur út úr líkamanum á eðlilegan hátt. Þetta getur leitt til öndunarbilunar.“ Helsta einkenni sjúkdómsins er hósti sem oftast er þurr og mæði sem í fyrstu er mest við mikla áreynslu en getur síðan komið við litla áreynslu og jafnvel í hvíld.Ekki lífsstílstengt Læknir prinsessunnar segir að sjúkdómur hennar hafi þróast lengi og að orsök hans tengist ekki lífsstíl hennar. Þetta snúist frekar að sjálfsofnæmi þar sem ónæmiskerfi hennar ráðist á eigin lungnavef og frumur líkamans. Kóngafólk Norðurlönd Noregur Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Sjá meira
Mette-Marit, eiginkona Hákons, krónprins Noregs, greindi frá því í gær að hún þjáist af lungnatrefjun, krónískum lungnasjúkdómi. Hún kvaðst um árabil hafa glímt við sjúkdóminn, en fyrst nýverið hafa fengið greiningu. Mette-Marit og Hákon greindu frá málinu í norsku sjónvarpi í gær. Hin 45 ára Mette-Marit sagði að sjúkdómurinn komi til með takmarka þátttöku sína í opinberum verkefnum krónprinsparsins. Í samtali við NRK sagði hún sjúkdóminn krónískari en þau höfðu vonast til, en að um leið finni hún fyrir létti að hafa loks fengið greiningu. Frekari rannsókna sé þörf, en þau munu ekki fá svör við öllum spurningum sínum. „Við verðum því að lifa í einhverri óvissu,“ sagði Mette-Marit.Sjaldgæfur sjúkdómur Í upplýsingariti Landspítalans segir að lungnatrefun feli í sér bandvefsmyndun (trefjun) í lungum. Sjúkdómurinn sé sjaldgæfur og eru orsök hans oftast óþekkt. „Meðal þekktra orsaka eru heyryk og ýmiss konar annað ryk sem fólk andar að sér og auk þess gigtsjúkdómar. Það sem gerist er að í stað heilbrigðs lungnavefs kemur bandvefur (trefjar). Þannig truflast loftskipti um lungun og súrefni fer hvorki inn né koltvísýringur út úr líkamanum á eðlilegan hátt. Þetta getur leitt til öndunarbilunar.“ Helsta einkenni sjúkdómsins er hósti sem oftast er þurr og mæði sem í fyrstu er mest við mikla áreynslu en getur síðan komið við litla áreynslu og jafnvel í hvíld.Ekki lífsstílstengt Læknir prinsessunnar segir að sjúkdómur hennar hafi þróast lengi og að orsök hans tengist ekki lífsstíl hennar. Þetta snúist frekar að sjálfsofnæmi þar sem ónæmiskerfi hennar ráðist á eigin lungnavef og frumur líkamans.
Kóngafólk Norðurlönd Noregur Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Sjá meira