Miðbæ Glasgow lokað fyrir Fast and Furious Benedikt Bóas skrifar 25. október 2018 09:00 Tvö mótorhjól elta McLaren-sportbíl yfir George-torgið í Glasgow. Um 200 manns koma að verkefninu. NordicPhotos/Getty Miðbænum í Glasgow hefur verið lokað til 29. október vegna vinnu við gerð Fast and Furious myndarinnar Hobbs & Shaw. Eru Jason Statham, Swayne The Rock Johnson og Idris Elba allir samankomnir til að taka upp atriðin. David Leitch leikstýrir. Í tilkynningu frá borginni kemur fram að enginn muni fá aðgang að stóru svæði miðbæjarins nema þeir sem vinna að myndinni. Hefur þessi langa lokun farið þversum í eigendur verslana og þjónustufyrirtækja á svæðinu. Glasgow tilkynnti að borgin hefði fengið 15 milljónir punda, rúmlega 2,3 milljarða króna, fyrir kvikmyndaverkefni.Glasgow-borg hefur fengið um tvo milljarða í kassann fyrir kvikmyndaverkefni að undanförnu. NordicPhotos/gettyGlasgow hefur áður verið sögusvið þessara mynda en Fast and Furious 6 var tekin upp þar árið 2012 en þá komu engar stjörnur til að leika fyrir utan auðvitað bílana sem leika yfirleitt stórt hlutverk. Þingmaðurinn David McDonald sagðist í samtali við skoska miðla vera stoltur af því að fá svona stórt kvikmyndaverkefni til borgarinnar og íbúar Skotlands gætu verið ánægðir með að sjá borgina í svona stórri kvikmynd.Mótórhjólin fá smá malbik að borða.Hobbs and Shaw Myndin er skrifuð með þá Luke Hobbs, sem Dwayne Johnson leikur, og Dechard Shaw, sem Jason Statham, leikur í aðalhlutverkum. Myndin er væntanleg í bíó í ágúst á næsta ári. Þegar myndin var tilkynnt fór Tyrese Gibson, stjarna úr Fast and Furious-seríunni, á Instagram og lét þar móðan mása. Blótaði Johnson í sand og ösku og vildi frekar gera Fast and Furious níu. Myndin verður að megninu til tekin upp í London. Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Miðbænum í Glasgow hefur verið lokað til 29. október vegna vinnu við gerð Fast and Furious myndarinnar Hobbs & Shaw. Eru Jason Statham, Swayne The Rock Johnson og Idris Elba allir samankomnir til að taka upp atriðin. David Leitch leikstýrir. Í tilkynningu frá borginni kemur fram að enginn muni fá aðgang að stóru svæði miðbæjarins nema þeir sem vinna að myndinni. Hefur þessi langa lokun farið þversum í eigendur verslana og þjónustufyrirtækja á svæðinu. Glasgow tilkynnti að borgin hefði fengið 15 milljónir punda, rúmlega 2,3 milljarða króna, fyrir kvikmyndaverkefni.Glasgow-borg hefur fengið um tvo milljarða í kassann fyrir kvikmyndaverkefni að undanförnu. NordicPhotos/gettyGlasgow hefur áður verið sögusvið þessara mynda en Fast and Furious 6 var tekin upp þar árið 2012 en þá komu engar stjörnur til að leika fyrir utan auðvitað bílana sem leika yfirleitt stórt hlutverk. Þingmaðurinn David McDonald sagðist í samtali við skoska miðla vera stoltur af því að fá svona stórt kvikmyndaverkefni til borgarinnar og íbúar Skotlands gætu verið ánægðir með að sjá borgina í svona stórri kvikmynd.Mótórhjólin fá smá malbik að borða.Hobbs and Shaw Myndin er skrifuð með þá Luke Hobbs, sem Dwayne Johnson leikur, og Dechard Shaw, sem Jason Statham, leikur í aðalhlutverkum. Myndin er væntanleg í bíó í ágúst á næsta ári. Þegar myndin var tilkynnt fór Tyrese Gibson, stjarna úr Fast and Furious-seríunni, á Instagram og lét þar móðan mása. Blótaði Johnson í sand og ösku og vildi frekar gera Fast and Furious níu. Myndin verður að megninu til tekin upp í London.
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein