„Nú ætlum við að taka okkur pólitískt pláss og efnahagsleg völd“ Birgir Olgeirsson skrifar 24. október 2018 16:05 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/Vilhelm „Breytum ekki konum, breytum samfélaginu. Breytum ekki kvennavinnustöðum; vandamálið er ekki að það vanti karla í kvennastörfin, vandamálið er að kvennastörfin eru verðlögð af innblásinni og grimmilegri nísku og að enginn hefur viljað segja sjúku arðráninu á verka og láglaunakonum, þeim sem vinna konuvinnuna, stríð á hendur,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður stéttarfélagsins Eflingar, á samstöðufundi kvenna á Arnarhóli rétt í þessu. Hún sagðist gleðjast innilega yfir því að konur hafi neitað að veita aðgang að vinnuafli sínu í stutta stund með því að leggja niður störf. Þannig sýna þær þjóðfélaginu óumdeilt og stórkostlegt mikilvægi kvenna og dregið fram í dagsljósið það hneyksli að konur þurfi að þola að vera verðlagðar lægra en karlmenn fyrir vinnuframlag sitt. Sólveig sagði konur ekki þurfa karlmannshendur til að vinna störf kvenna. „Til að kenna samfélaginu að meta okkur að verðleikum, við reisum konuhnefana okkar á loft og segjum: Þekkirðu þessa, þetta er systir hennar. Við segjum: Stopp hingað og ekki lengra! Við ætlum sjálfar að leiða eigin baráttu. Ekkert um okkur án okkar! Við krefjumst mannsæmandi launa fyrir alla okkar unnu konuvinnu,“ sagði Sólveig. „Við verka og láglaunakonur ætlum að viðurkenna, allar sem ein, að það er engin leið, engin, til að tryggja gott og frjálst líf fyrir verkakonur nema að hér verði farið í endurúthlutun á gæðunum; að berjast fyrir því að vinnuaflið fái eðlilegan og réttlátan skerf af auðæfunum sem það skapar með vinnu sinni,“ sagði hún jafnframt. Konur eiga að hennar mati að vera herskáar og skipulagðar því þær hafa verið efnahagslega og pólitískt jaðarsettar. „En nú ætlum við að taka okkur pólitískt pláss og efnahagsleg völd.“Ræða Sólveigar í heild sinni: Kæru systur í baráttunni, ég gleðst innilega yfir því að fá að vera hér með ykkur í dag. Ég gleðst innilega yfir því að þið hafið með því að leggja niður störf, með því að neita að veita aðgang að vinnuaflinu ykkar í stutta stund, sýnt þjóðfélaginu óumdeilanlegt og stórkostlegt mikilvægi ykkar og dregið fram í dagsljósið það hneyksli að enn skuli konur þurf að þola að vera verðlagðar lægra en karlmenn fyrir vinnuframlag sitt.Og ég gleðst innilega yfir því að konur á Íslandi hafi á síðustu öld borið gæfu til þess að bera kennsl á þá kúgun sem þær voru beittar, og innblásnar af róttækum og sögulegum frelsis-straumum sagt þeirri undirsettu stöðu sem þær höfðu verið látnar lifa við stríð á hendur. Við stöndum í sögulegri þakkarskuld við þær konur.Kæru félagar,Konur hafa þurft og þurfa enn að horfast í augu við þá kerfisbundnu kúgun sem þeim hefur verið gert að lifa við, um það ofbeldi sem þær þurfa að lifa við, um samfélag veikt af kapítalískri klámvæðingu þar sem kvenlíkaminn er ekkert annað en einnota drasl, um tilveru í samfélagi þar sem þær eru hlutgerðar og hæddar og smánaðar.Við horfum hvor á aðra og viðurkennum að konur eru ekki aðeins beittar kúgun af hálfu karla sem finnast þær einskis virði, heldur af efnahagskerfi sem sér bókstaflega ekkert athugavert við að græða á aldagamalli fyrirlitningu á kvennastörfum, á aldagamalli fyrirlitningu á þekkingu kvenna, á aldagamalli trú á það að það sem konur kunni sé í eðli sínu annars flokks útsöluvara og það hljóti allir að vera sammála um. En við höfum fréttir að færa; við erum ekki útsöluvara, við erum stoltar af stórkostlegu mikilvægi okkar og við einfaldlega, einfaldlega setjum fram í fullri og mikilli og grafalvarlegri alvöru þá kröfu um að við fáum það sem við eigum allan heimsins rétt á; mannsæmandi laun fyrir unna vinnu!Breytum ekki konum, breytum samfélaginu. Breytum ekki kvennavinnustöðum; vandamálið er ekki að það vanti karla í kvennastörfin, vandamálið er að kvennastörfin eru verðlögð af innblásinni og grimmilegri nísku og að enginn hefur viljað segja sjúku arðráninu á verka og láglaunakonum, þeim sem vinna konuvinnuna, stríð á hendur. Við þurfum ekki karlsmannshendur til að vinna störfin okkar, til að kenna samfélaginu að meta okkur að verðleikum, við reisum konuhnefana okkar á loft og segjum: Þekkirðu þessa, þetta er systir hennar! Við segjum: Stopp hingað og ekki lengra! Við ætlum sjálfar að leiða eigin baráttu. Ekkert um okkur án okkar! Við krefjumst mannsæmandi launa fyrir alla okkar unnu konuvinnu!Við verka og láglaunakonur ætlum að viðurkenna, allar sem ein, að það er engin leið, engin, til að tryggja gott og frjálst líf fyrir verkakonur nema að hér verði farið í endurúthlutun á gæðunum; að berjast fyrir því að vinnuaflið fái eðlilegan og réttlátan skerf af auðæfunum sem það skapar með vinnu sinni.Við ætlum að vera herskáar og skipulagðar; við höfum verið efnahagslega jaðarsettar og við höfum verið pólitískt jaðarsettar en nú ætlum að taka okkur pólitískt pláss og efnahagsleg völd!Í jafnréttisparadísinni hefur sannarlega ekki verið farið um okkur mjúkum höndum, þvert á móti, okkur hefur verið mætt af harðneskju og fyrirlitningu en í stað að brotna undan því sem á okkur hefur verið lagt rísum við upp! Við sættum okkur ekki lengur við óbreytt ástand!Tíminn er runninn upp til að verka og láglaunakonur á Íslandi fái allt það pláss sem við eigum skilið!Tíminn er runninn upp til að berjast af fullum krafti gegn arðráninu á kven-vinnuaflinu!Tíminn er runninn upp fyrir okkar þarfir, okkar langanir, okkar kröfur!Við ætlum að lifa frjálsar undan kúgun; kynferðislegri, kynbundinni og efnahagslegri!Við höfum engu að tapa og allt það frelsi sem okkur hefur ávallt dreymt um að vinna!Lifi kvenfrelsið, lifi samstaðan, lifi baráttan!Takk fyrir. Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira
„Breytum ekki konum, breytum samfélaginu. Breytum ekki kvennavinnustöðum; vandamálið er ekki að það vanti karla í kvennastörfin, vandamálið er að kvennastörfin eru verðlögð af innblásinni og grimmilegri nísku og að enginn hefur viljað segja sjúku arðráninu á verka og láglaunakonum, þeim sem vinna konuvinnuna, stríð á hendur,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður stéttarfélagsins Eflingar, á samstöðufundi kvenna á Arnarhóli rétt í þessu. Hún sagðist gleðjast innilega yfir því að konur hafi neitað að veita aðgang að vinnuafli sínu í stutta stund með því að leggja niður störf. Þannig sýna þær þjóðfélaginu óumdeilt og stórkostlegt mikilvægi kvenna og dregið fram í dagsljósið það hneyksli að konur þurfi að þola að vera verðlagðar lægra en karlmenn fyrir vinnuframlag sitt. Sólveig sagði konur ekki þurfa karlmannshendur til að vinna störf kvenna. „Til að kenna samfélaginu að meta okkur að verðleikum, við reisum konuhnefana okkar á loft og segjum: Þekkirðu þessa, þetta er systir hennar. Við segjum: Stopp hingað og ekki lengra! Við ætlum sjálfar að leiða eigin baráttu. Ekkert um okkur án okkar! Við krefjumst mannsæmandi launa fyrir alla okkar unnu konuvinnu,“ sagði Sólveig. „Við verka og láglaunakonur ætlum að viðurkenna, allar sem ein, að það er engin leið, engin, til að tryggja gott og frjálst líf fyrir verkakonur nema að hér verði farið í endurúthlutun á gæðunum; að berjast fyrir því að vinnuaflið fái eðlilegan og réttlátan skerf af auðæfunum sem það skapar með vinnu sinni,“ sagði hún jafnframt. Konur eiga að hennar mati að vera herskáar og skipulagðar því þær hafa verið efnahagslega og pólitískt jaðarsettar. „En nú ætlum við að taka okkur pólitískt pláss og efnahagsleg völd.“Ræða Sólveigar í heild sinni: Kæru systur í baráttunni, ég gleðst innilega yfir því að fá að vera hér með ykkur í dag. Ég gleðst innilega yfir því að þið hafið með því að leggja niður störf, með því að neita að veita aðgang að vinnuaflinu ykkar í stutta stund, sýnt þjóðfélaginu óumdeilanlegt og stórkostlegt mikilvægi ykkar og dregið fram í dagsljósið það hneyksli að enn skuli konur þurf að þola að vera verðlagðar lægra en karlmenn fyrir vinnuframlag sitt.Og ég gleðst innilega yfir því að konur á Íslandi hafi á síðustu öld borið gæfu til þess að bera kennsl á þá kúgun sem þær voru beittar, og innblásnar af róttækum og sögulegum frelsis-straumum sagt þeirri undirsettu stöðu sem þær höfðu verið látnar lifa við stríð á hendur. Við stöndum í sögulegri þakkarskuld við þær konur.Kæru félagar,Konur hafa þurft og þurfa enn að horfast í augu við þá kerfisbundnu kúgun sem þeim hefur verið gert að lifa við, um það ofbeldi sem þær þurfa að lifa við, um samfélag veikt af kapítalískri klámvæðingu þar sem kvenlíkaminn er ekkert annað en einnota drasl, um tilveru í samfélagi þar sem þær eru hlutgerðar og hæddar og smánaðar.Við horfum hvor á aðra og viðurkennum að konur eru ekki aðeins beittar kúgun af hálfu karla sem finnast þær einskis virði, heldur af efnahagskerfi sem sér bókstaflega ekkert athugavert við að græða á aldagamalli fyrirlitningu á kvennastörfum, á aldagamalli fyrirlitningu á þekkingu kvenna, á aldagamalli trú á það að það sem konur kunni sé í eðli sínu annars flokks útsöluvara og það hljóti allir að vera sammála um. En við höfum fréttir að færa; við erum ekki útsöluvara, við erum stoltar af stórkostlegu mikilvægi okkar og við einfaldlega, einfaldlega setjum fram í fullri og mikilli og grafalvarlegri alvöru þá kröfu um að við fáum það sem við eigum allan heimsins rétt á; mannsæmandi laun fyrir unna vinnu!Breytum ekki konum, breytum samfélaginu. Breytum ekki kvennavinnustöðum; vandamálið er ekki að það vanti karla í kvennastörfin, vandamálið er að kvennastörfin eru verðlögð af innblásinni og grimmilegri nísku og að enginn hefur viljað segja sjúku arðráninu á verka og láglaunakonum, þeim sem vinna konuvinnuna, stríð á hendur. Við þurfum ekki karlsmannshendur til að vinna störfin okkar, til að kenna samfélaginu að meta okkur að verðleikum, við reisum konuhnefana okkar á loft og segjum: Þekkirðu þessa, þetta er systir hennar! Við segjum: Stopp hingað og ekki lengra! Við ætlum sjálfar að leiða eigin baráttu. Ekkert um okkur án okkar! Við krefjumst mannsæmandi launa fyrir alla okkar unnu konuvinnu!Við verka og láglaunakonur ætlum að viðurkenna, allar sem ein, að það er engin leið, engin, til að tryggja gott og frjálst líf fyrir verkakonur nema að hér verði farið í endurúthlutun á gæðunum; að berjast fyrir því að vinnuaflið fái eðlilegan og réttlátan skerf af auðæfunum sem það skapar með vinnu sinni.Við ætlum að vera herskáar og skipulagðar; við höfum verið efnahagslega jaðarsettar og við höfum verið pólitískt jaðarsettar en nú ætlum að taka okkur pólitískt pláss og efnahagsleg völd!Í jafnréttisparadísinni hefur sannarlega ekki verið farið um okkur mjúkum höndum, þvert á móti, okkur hefur verið mætt af harðneskju og fyrirlitningu en í stað að brotna undan því sem á okkur hefur verið lagt rísum við upp! Við sættum okkur ekki lengur við óbreytt ástand!Tíminn er runninn upp til að verka og láglaunakonur á Íslandi fái allt það pláss sem við eigum skilið!Tíminn er runninn upp til að berjast af fullum krafti gegn arðráninu á kven-vinnuaflinu!Tíminn er runninn upp fyrir okkar þarfir, okkar langanir, okkar kröfur!Við ætlum að lifa frjálsar undan kúgun; kynferðislegri, kynbundinni og efnahagslegri!Við höfum engu að tapa og allt það frelsi sem okkur hefur ávallt dreymt um að vinna!Lifi kvenfrelsið, lifi samstaðan, lifi baráttan!Takk fyrir.
Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira