Vitleysa reiðinnar Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 25. október 2018 08:00 En sá sem reiður er, hann er vitlaus, sagði sá lærði maður Jón Vídalín. Svo margt djúpviturt hafði Vídalín að segja um reiðina að kalla má hann mann allra tíma. Vissulega var það ekki skoðun Vídalíns að menn ættu aldrei að reiðast, hann gerði sér fyllilega grein fyrir að til er nokkuð sem heitir réttlát reiði. Hann varaði hins vegar við þeirri reiði sem eitrar út frá sér og veldur sömuleiðis skaða þeim sem lætur hana taka af sér völdin. Reiði getur auðveldlega rænt mann viti og flæmir um leið skynsemina á braut. Hin áminnandi rödd Vídalíns er þó ekki líkleg til að slá í gegn á öllum stöðum. Vídalín myndi sem dæmi örugglega ekki fá mörg like á lokuðum Facebook-síðum þar sem kynin keppast við að koma rothöggi hvort á annað. Þar hópa karlmenn sig saman og níða niður konur sem þeim finnst ógna tilveru sinni, gott ef þær eru ekki komnar vel á veg með að leggja líf þeirra í rúst. Konur hafa síðan umráð yfir eigin Facebook-síðum þar sem karlmenn eru afgreiddir sem andstyggileg fyrirbæri sem séu stöðugt til leiðinda og ama. Á lokuðum Facebook-síðum baðar fólk sig í svívirðingum, reynir stöðugt að toppa hvað annað og finnst sér yfirleitt takast alveg ágætlega upp. Hið grimmilega kynjastríð á Facebook fer að mestu fyrir ofan garð og neðan hjá þorra fólks sem kemur ekki auga á ógnina sem á að felast í samskiptum við hitt kynið. Það sér fréttir af reiða fólkinu á netmiðlum fjölmiðla og að sjálfsögðu hváir það, því sjálfu myndi því aldrei koma til hugar að láta út sér hluti eins og sagðir eru á þessum síðum. Það þýðir ekki að fólk sem er yfirvegað sé skaplaust, það hefur skap, en er ekki svo illa innrætt og ókurteist að það leyfi sér að hella úr skálum reiðir sinnar yfir aðra. Almennt kann fólk sig og er annt um mannorð sitt. Enda verður það sér ekki auðveldlega til skammar, eins og fólkið á lokuðu Facebook-síðunum. Kannski er það bara ágæt skipting að fólk sem leggur greinilega ekkert upp úr kurteisi fái útrás fyrir gremju og frústrasjónir í lokuðum klúbbi, innan um einstaklinga sem eru orðnir fangar reiðinnar. Einhvers staðar verða vondir að vera. En ósköp hljómar það ankannalega þegar þessir einstaklingar neita að horfast í augu við að sitthvað sé athugavert við orðbragð þeirra. Þeir segjast vera í heilagri baráttu fyrir mannréttindum sem hitt kynið vill hafa af þeim. Um leið á málstaðurinn að vera svo brýnn og mikilvægur að ekki sé hægt að vera á rangri braut. Staðreyndin er hins vegar sú að það er ekkert réttlætanlegt við fyrirlitningu á hinu kyninu. Eins og hinn góði og merki Vídalín benti á þá drepur sá sem lætur reiðina stjórna sér „gott mannorð sitt, hann drepur góða samvisku, já, sálina ef til vill, ef hann meltir reiðina með sér þar til hún úldnar í hjartanu.“ Þetta kallast svo sannarlega að hitta naglann á höfuðið! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
En sá sem reiður er, hann er vitlaus, sagði sá lærði maður Jón Vídalín. Svo margt djúpviturt hafði Vídalín að segja um reiðina að kalla má hann mann allra tíma. Vissulega var það ekki skoðun Vídalíns að menn ættu aldrei að reiðast, hann gerði sér fyllilega grein fyrir að til er nokkuð sem heitir réttlát reiði. Hann varaði hins vegar við þeirri reiði sem eitrar út frá sér og veldur sömuleiðis skaða þeim sem lætur hana taka af sér völdin. Reiði getur auðveldlega rænt mann viti og flæmir um leið skynsemina á braut. Hin áminnandi rödd Vídalíns er þó ekki líkleg til að slá í gegn á öllum stöðum. Vídalín myndi sem dæmi örugglega ekki fá mörg like á lokuðum Facebook-síðum þar sem kynin keppast við að koma rothöggi hvort á annað. Þar hópa karlmenn sig saman og níða niður konur sem þeim finnst ógna tilveru sinni, gott ef þær eru ekki komnar vel á veg með að leggja líf þeirra í rúst. Konur hafa síðan umráð yfir eigin Facebook-síðum þar sem karlmenn eru afgreiddir sem andstyggileg fyrirbæri sem séu stöðugt til leiðinda og ama. Á lokuðum Facebook-síðum baðar fólk sig í svívirðingum, reynir stöðugt að toppa hvað annað og finnst sér yfirleitt takast alveg ágætlega upp. Hið grimmilega kynjastríð á Facebook fer að mestu fyrir ofan garð og neðan hjá þorra fólks sem kemur ekki auga á ógnina sem á að felast í samskiptum við hitt kynið. Það sér fréttir af reiða fólkinu á netmiðlum fjölmiðla og að sjálfsögðu hváir það, því sjálfu myndi því aldrei koma til hugar að láta út sér hluti eins og sagðir eru á þessum síðum. Það þýðir ekki að fólk sem er yfirvegað sé skaplaust, það hefur skap, en er ekki svo illa innrætt og ókurteist að það leyfi sér að hella úr skálum reiðir sinnar yfir aðra. Almennt kann fólk sig og er annt um mannorð sitt. Enda verður það sér ekki auðveldlega til skammar, eins og fólkið á lokuðu Facebook-síðunum. Kannski er það bara ágæt skipting að fólk sem leggur greinilega ekkert upp úr kurteisi fái útrás fyrir gremju og frústrasjónir í lokuðum klúbbi, innan um einstaklinga sem eru orðnir fangar reiðinnar. Einhvers staðar verða vondir að vera. En ósköp hljómar það ankannalega þegar þessir einstaklingar neita að horfast í augu við að sitthvað sé athugavert við orðbragð þeirra. Þeir segjast vera í heilagri baráttu fyrir mannréttindum sem hitt kynið vill hafa af þeim. Um leið á málstaðurinn að vera svo brýnn og mikilvægur að ekki sé hægt að vera á rangri braut. Staðreyndin er hins vegar sú að það er ekkert réttlætanlegt við fyrirlitningu á hinu kyninu. Eins og hinn góði og merki Vídalín benti á þá drepur sá sem lætur reiðina stjórna sér „gott mannorð sitt, hann drepur góða samvisku, já, sálina ef til vill, ef hann meltir reiðina með sér þar til hún úldnar í hjartanu.“ Þetta kallast svo sannarlega að hitta naglann á höfuðið!
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun