Ísland fyrir EFTA-dómstólinn vegna gerða um umhverfismat og neytendamál Atli Ísleifsson skrifar 24. október 2018 10:02 Alþingishúsið. Þegar ESA vísar málum til EFTA-dómstólsins er það lokaskrefið í formlegu samningsbrotamáli. vísir/vilhelm Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur ákveðið draga Ísland fyrir EFTA-dómstólinn þar sem íslensk stjórnvöld hafa enn ekki innleitt EES-tilskipanir og reglugerðir innan settra tímamarka. Gerðirnar sem um ræðir varða valkvæða ferla á úrlausnum á deilum í neytendamálum annars vegar og ferla í umhverfismati hins vegar. Í tilkynningu frá ESA er haft eftir Högna S. Kristjánssyni, stjórnarmanni í ESA, að gerðirnar er varða neytendavernd séu mikilvægur hluti af EES-samningnum og að Ísland ætti ekki að draga innleiðingu á málum sem varða neytendur. „Þessar breytingar bjóða upp á aukin tækifæri fyrir neytendur til þess að tryggja að réttur þeirra sé virtur.“Úrlausn mála án þess að fara með þau fyrir dómstóla Tilskipun 2013/11/EES er ætlað að bæta aðgengi neytenda að úrlausnum í viðskiptadeilum og gefa neytendum kost á því að leysa úr deilumálum án þess að fara með málin fyrir dómstóla. „Í málum þar sem neytandi og söluaðili eiga í deilum, og neytandi óskar eftir endurgreiðslu eða viðgerð á vöru, gera þessi úrræði neytandanum kleift að fá úrlausn sinna mála á einfaldan, hraðan og hagkvæman hátt. Reglugerðir 524/2013 og 2015/1051 snúa að gerð og innleiðingu á rafrænum vettvangi til lausnar á deilumálum á netinu,“ segir í tilkynningu, en um er að ræða sameiginlegt og notendavænt vefviðmót sem er ætlað fyrir allt Evrópska efnahagssvæðið. Það samræmir aðgengi neytenda að úrlausnum í deilumálum í viðskiptum á innri markaðnum.Ferlar í umhverfismati Tilskipunin 2014/52/EES skilgreinir ferla í umhverfismati og á að tryggja viðeigandi mat á framkvæmdum og öðrum verkefnum, á vegum hins opinbera eða einkaaðila, sem líkleg eru til þess að hafa teljandi áhrif á umhverfið áður en leyfi eru veitt. „Tilskipunin uppfærir og einfaldar núverandi regluverk umhverfismats og gerir stjórnvöldum kleift að bæta umhverfisvernd á Íslandi.“ Tímafrestur til að innleiða reglugerðina rann út í maí 2017 en tilskipunin mælir fyrir um að málsmeðferðarferli sem hafist hefur fyrir þann tíma fari samkvæmt þeim reglum er giltu fram að þeim tíma. ESA og íslensk stjórnvöld hafa rætt málið ítrekað frá því að fresturinn rann út.Lokaskrefið Þegar ESA vísar málum til EFTA-dómstólsins er það lokaskrefið í formlegu samningsbrotamáli. ESA og íslensk stjórnvöld hafa þá rætt málið á ýmsum stigum þar sem Íslandi hefur í málsmeðferðinni verið gefinn kostur á að koma röksemdum sínum á framfæri, auk þess að ljúka málinu með því að innleiða tilskipunina innan gildandi tímamarka. Alþingi Evrópusambandið Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Fann hönnunarstól sem talinn var glataður Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur ákveðið draga Ísland fyrir EFTA-dómstólinn þar sem íslensk stjórnvöld hafa enn ekki innleitt EES-tilskipanir og reglugerðir innan settra tímamarka. Gerðirnar sem um ræðir varða valkvæða ferla á úrlausnum á deilum í neytendamálum annars vegar og ferla í umhverfismati hins vegar. Í tilkynningu frá ESA er haft eftir Högna S. Kristjánssyni, stjórnarmanni í ESA, að gerðirnar er varða neytendavernd séu mikilvægur hluti af EES-samningnum og að Ísland ætti ekki að draga innleiðingu á málum sem varða neytendur. „Þessar breytingar bjóða upp á aukin tækifæri fyrir neytendur til þess að tryggja að réttur þeirra sé virtur.“Úrlausn mála án þess að fara með þau fyrir dómstóla Tilskipun 2013/11/EES er ætlað að bæta aðgengi neytenda að úrlausnum í viðskiptadeilum og gefa neytendum kost á því að leysa úr deilumálum án þess að fara með málin fyrir dómstóla. „Í málum þar sem neytandi og söluaðili eiga í deilum, og neytandi óskar eftir endurgreiðslu eða viðgerð á vöru, gera þessi úrræði neytandanum kleift að fá úrlausn sinna mála á einfaldan, hraðan og hagkvæman hátt. Reglugerðir 524/2013 og 2015/1051 snúa að gerð og innleiðingu á rafrænum vettvangi til lausnar á deilumálum á netinu,“ segir í tilkynningu, en um er að ræða sameiginlegt og notendavænt vefviðmót sem er ætlað fyrir allt Evrópska efnahagssvæðið. Það samræmir aðgengi neytenda að úrlausnum í deilumálum í viðskiptum á innri markaðnum.Ferlar í umhverfismati Tilskipunin 2014/52/EES skilgreinir ferla í umhverfismati og á að tryggja viðeigandi mat á framkvæmdum og öðrum verkefnum, á vegum hins opinbera eða einkaaðila, sem líkleg eru til þess að hafa teljandi áhrif á umhverfið áður en leyfi eru veitt. „Tilskipunin uppfærir og einfaldar núverandi regluverk umhverfismats og gerir stjórnvöldum kleift að bæta umhverfisvernd á Íslandi.“ Tímafrestur til að innleiða reglugerðina rann út í maí 2017 en tilskipunin mælir fyrir um að málsmeðferðarferli sem hafist hefur fyrir þann tíma fari samkvæmt þeim reglum er giltu fram að þeim tíma. ESA og íslensk stjórnvöld hafa rætt málið ítrekað frá því að fresturinn rann út.Lokaskrefið Þegar ESA vísar málum til EFTA-dómstólsins er það lokaskrefið í formlegu samningsbrotamáli. ESA og íslensk stjórnvöld hafa þá rætt málið á ýmsum stigum þar sem Íslandi hefur í málsmeðferðinni verið gefinn kostur á að koma röksemdum sínum á framfæri, auk þess að ljúka málinu með því að innleiða tilskipunina innan gildandi tímamarka.
Alþingi Evrópusambandið Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Fann hönnunarstól sem talinn var glataður Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira