Laun hækkað almennt hraðar en tekjur Hörður Ægisson og Kristinn Ingi Jónsson skrifar 24. október 2018 09:00 Seðlabanki Íslands tekur fram í nýju riti um fjármálastöðugleika að "óljóst“ sé hversu mikið svigrúm fyrirtæki hafi til hagræðingar til þess að mæta launahækkunum. réttablaðið/Eyþór Launakostnaður skráðra félaga hefur almennt vaxið hraðar en tekjur og rekstrarhagnaður félaganna frá árinu 2015, samkvæmt athugun Markaðarins. Athugunin leiðir í ljós að hlutfall launakostnaðar af tekjum fimmtán félaga sem skráð eru á aðallista Kauphallarinnar hefur hækkað á undanförnum fjórum árum en á sama tíma hefur launakostnaður tólf skráðra félaga vaxið umfram rekstrarhagnað þeirra. Ari Edwald, forstjóri Mjólkursamsölunnar, segir að til lengdar geti ekkert atvinnulíf staðið undir viðlíka launahækkunum og sést hafa undanfarin ár. Finnur Oddsson, forstjóri Origo, segir að það verði „áframhaldandi verkefni á næstunni“ að leita leiða til hagræðingar. Seðlabanki Íslands tekur fram í nýju riti um fjármálastöðugleika að „óljóst“ sé hversu mikið svigrúm fyrirtæki hafi til hagræðingar til þess að mæta launahækkunum. „Hagnaður fyrirtækja hefur vaxið á síðustu árum en verulega hefur hægt á vextinum og vísbendingar eru um að draga muni úr hagnaði þeirra á árinu. Stjórnendur stærstu fyrirtækja landsins eru almennt svartsýnni nú en þeir hafa verið undanfarin ár og fleiri en áður búast við því að hagnaður verði minni í ár en í fyrra,“ segir jafnframt í riti Seðlabankans. Launakostnaður í atvinnulífinu hefur hækkað skarpt á undanförnum árum en samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands námu launahækkanir 26,8 prósentum frá júlí 2015 til júlí 2018. Á sama tímabili hækkaði raungengi á mælikvarða launa um meira en 50 prósent sem þýðir að launakostnaður á Íslandi hækkaði um meira en 50 prósent umfram launakostnað keppinauta erlendis.Ari Edwald, forstjóri Mjólkursamsölunnar.Hærri launakostnaður hefur þrýst á verðhækkanir og hafa ýmsir þjónustuliðir, eins og þeir eru skilgreindir af Hagstofunni, hækkað um tugi prósenta í verði á undanförnum þremur árum. Eru það síður vinnuaflsfrekar atvinnugreinar sem ráða við miklar launahækkanir en sem dæmi hækkaði verð á hótel-, póst- og heimilisþjónustu á bilinu 23 til 27 prósent frá ágúst 2015 til ágúst 2018. Ólík launaþróun erlendis Ari segir að frá því í maí 2015 og fram í júlí 2018 hafi vegið meðaltal samningsbundinna launahækkana hjá Mjólkursamsölunni numið yfir 40 prósentum. „Ég held að það þurfi ekki að hafa mörg orð um að ekkert atvinnulíf stendur undir slíkri þróun til lengdar. Og það er alveg ljóst að þessi þróun er í engu samræmi við það sem tíðkast í löndunum í kringum okkar,“ nefnir hann og bendir meðal annars á að raungengi krónunnar hafi hækkað verulega undanfarin ár sem skaði samkeppnisstöðu fyrirtækja. Finnur bendir á að hjá Origo hafi heildarkostnaður vegna launa og tengdra gjalda aukist umtalsvert á undanförnum árum í takti við kjarasamningsbundnar hækkanir og almenna launaþróun. „Eðlilega hefur þessi kostnaðarauki mikil áhrif á okkar rekstur og hefur afkoma undanfarna fjórðunga verið undir væntingum. Við höfum því leitað leiða til að hagræða í okkar rekstri, meðal annars í launakostnaði, og er ljóst að það verður áframhaldandi verkefni okkar á næstunni,“ nefnir Finnur.Finnur Oddsson, forstjóri OrigoAri segir að af fyrirliggjandi kröfugerðum verkalýðsfélaganna megi ráða að margir telji næga innistæðu fyrir framhaldi á launaþróun síðustu ára. „Það er ekkert launungarmál að ég tel það af og frá. Það er útilokað. Það verður að staldra við og ná andanum áður en lengra er haldið í einhverjum stórkostlegum breytingum.“ Hann segist binda vonir við að deilendur setjist saman og fari betur yfir þau gögn sem liggja fyrir. „Maður trúir ekki öðru en að kjarasamningar verði byggðir á einhverjum forsendum þar sem menn fara yfir tölur og bera saman bækur sínar. Það hlýtur að vera mikið eftir af þeirri vinnu miðað við hvað mikið ber í milli í orðræðunni,“ segir Ari. Hann segir ekki síður mikilvægt við þessar aðstæður – þar sem boginn hafi verið spenntur til hins ítrasta – að stjórnvöld líti til þess hvað þau geti gert til þess að laga starfsumhverfi atvinnulífsins til þess að auðvelda fyrirtækjum að standa undir kostnaðarhækkunum. „Þegar pressan er svona mikil er aldrei mikilvægara að fyrirtæki fái að hagræða og að ekki séu lagðar á atvinnugreinar frekari íþyngjandi byrðar nema brýna nauðsyn beri til. Krónurnar koma úr sama vasa að þessu leytinu til. Kröfur sem auka kostnað í rekstri fyrirtækja, hverju nafni sem þær nefnast, draga úr getu fyrirtækja til þess að standa undir hækkandi launakostnaði.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Viðskipti Tengdar fréttir Lögmál að laun geta ekki hækkað umfram framleiðniaukningu Aðstoðarseðlabankastjóri segir það lögmál að laun sem hafa verið leiðrétt fyrir verðbólgu geti til lengdar ekki hækkað umfram framleiðniaukningu í hagkerfinu. 23. október 2018 18:30 Krónan ekki veikari í meira en tvö ár Hagfræðingar segja tíðindi af vinnumarkaði vega þungt í gengisveikingu krónunnar síðustu daga. Forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands segir að ótti sé um að kjarasamningar fari úr böndunum í vetur. 18. október 2018 08:00 Launakostnaður gæti meira en tvöfaldast Launakostnaður fyrirtækja gæti aukist um allt að 150 prósent ef fallist verður á kröfur Starfsgreinasambands Íslands um krónutöluhækkanir og styttri vinnuviku án launaskerðingar. 17. október 2018 06:00 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira
Launakostnaður skráðra félaga hefur almennt vaxið hraðar en tekjur og rekstrarhagnaður félaganna frá árinu 2015, samkvæmt athugun Markaðarins. Athugunin leiðir í ljós að hlutfall launakostnaðar af tekjum fimmtán félaga sem skráð eru á aðallista Kauphallarinnar hefur hækkað á undanförnum fjórum árum en á sama tíma hefur launakostnaður tólf skráðra félaga vaxið umfram rekstrarhagnað þeirra. Ari Edwald, forstjóri Mjólkursamsölunnar, segir að til lengdar geti ekkert atvinnulíf staðið undir viðlíka launahækkunum og sést hafa undanfarin ár. Finnur Oddsson, forstjóri Origo, segir að það verði „áframhaldandi verkefni á næstunni“ að leita leiða til hagræðingar. Seðlabanki Íslands tekur fram í nýju riti um fjármálastöðugleika að „óljóst“ sé hversu mikið svigrúm fyrirtæki hafi til hagræðingar til þess að mæta launahækkunum. „Hagnaður fyrirtækja hefur vaxið á síðustu árum en verulega hefur hægt á vextinum og vísbendingar eru um að draga muni úr hagnaði þeirra á árinu. Stjórnendur stærstu fyrirtækja landsins eru almennt svartsýnni nú en þeir hafa verið undanfarin ár og fleiri en áður búast við því að hagnaður verði minni í ár en í fyrra,“ segir jafnframt í riti Seðlabankans. Launakostnaður í atvinnulífinu hefur hækkað skarpt á undanförnum árum en samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands námu launahækkanir 26,8 prósentum frá júlí 2015 til júlí 2018. Á sama tímabili hækkaði raungengi á mælikvarða launa um meira en 50 prósent sem þýðir að launakostnaður á Íslandi hækkaði um meira en 50 prósent umfram launakostnað keppinauta erlendis.Ari Edwald, forstjóri Mjólkursamsölunnar.Hærri launakostnaður hefur þrýst á verðhækkanir og hafa ýmsir þjónustuliðir, eins og þeir eru skilgreindir af Hagstofunni, hækkað um tugi prósenta í verði á undanförnum þremur árum. Eru það síður vinnuaflsfrekar atvinnugreinar sem ráða við miklar launahækkanir en sem dæmi hækkaði verð á hótel-, póst- og heimilisþjónustu á bilinu 23 til 27 prósent frá ágúst 2015 til ágúst 2018. Ólík launaþróun erlendis Ari segir að frá því í maí 2015 og fram í júlí 2018 hafi vegið meðaltal samningsbundinna launahækkana hjá Mjólkursamsölunni numið yfir 40 prósentum. „Ég held að það þurfi ekki að hafa mörg orð um að ekkert atvinnulíf stendur undir slíkri þróun til lengdar. Og það er alveg ljóst að þessi þróun er í engu samræmi við það sem tíðkast í löndunum í kringum okkar,“ nefnir hann og bendir meðal annars á að raungengi krónunnar hafi hækkað verulega undanfarin ár sem skaði samkeppnisstöðu fyrirtækja. Finnur bendir á að hjá Origo hafi heildarkostnaður vegna launa og tengdra gjalda aukist umtalsvert á undanförnum árum í takti við kjarasamningsbundnar hækkanir og almenna launaþróun. „Eðlilega hefur þessi kostnaðarauki mikil áhrif á okkar rekstur og hefur afkoma undanfarna fjórðunga verið undir væntingum. Við höfum því leitað leiða til að hagræða í okkar rekstri, meðal annars í launakostnaði, og er ljóst að það verður áframhaldandi verkefni okkar á næstunni,“ nefnir Finnur.Finnur Oddsson, forstjóri OrigoAri segir að af fyrirliggjandi kröfugerðum verkalýðsfélaganna megi ráða að margir telji næga innistæðu fyrir framhaldi á launaþróun síðustu ára. „Það er ekkert launungarmál að ég tel það af og frá. Það er útilokað. Það verður að staldra við og ná andanum áður en lengra er haldið í einhverjum stórkostlegum breytingum.“ Hann segist binda vonir við að deilendur setjist saman og fari betur yfir þau gögn sem liggja fyrir. „Maður trúir ekki öðru en að kjarasamningar verði byggðir á einhverjum forsendum þar sem menn fara yfir tölur og bera saman bækur sínar. Það hlýtur að vera mikið eftir af þeirri vinnu miðað við hvað mikið ber í milli í orðræðunni,“ segir Ari. Hann segir ekki síður mikilvægt við þessar aðstæður – þar sem boginn hafi verið spenntur til hins ítrasta – að stjórnvöld líti til þess hvað þau geti gert til þess að laga starfsumhverfi atvinnulífsins til þess að auðvelda fyrirtækjum að standa undir kostnaðarhækkunum. „Þegar pressan er svona mikil er aldrei mikilvægara að fyrirtæki fái að hagræða og að ekki séu lagðar á atvinnugreinar frekari íþyngjandi byrðar nema brýna nauðsyn beri til. Krónurnar koma úr sama vasa að þessu leytinu til. Kröfur sem auka kostnað í rekstri fyrirtækja, hverju nafni sem þær nefnast, draga úr getu fyrirtækja til þess að standa undir hækkandi launakostnaði.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Viðskipti Tengdar fréttir Lögmál að laun geta ekki hækkað umfram framleiðniaukningu Aðstoðarseðlabankastjóri segir það lögmál að laun sem hafa verið leiðrétt fyrir verðbólgu geti til lengdar ekki hækkað umfram framleiðniaukningu í hagkerfinu. 23. október 2018 18:30 Krónan ekki veikari í meira en tvö ár Hagfræðingar segja tíðindi af vinnumarkaði vega þungt í gengisveikingu krónunnar síðustu daga. Forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands segir að ótti sé um að kjarasamningar fari úr böndunum í vetur. 18. október 2018 08:00 Launakostnaður gæti meira en tvöfaldast Launakostnaður fyrirtækja gæti aukist um allt að 150 prósent ef fallist verður á kröfur Starfsgreinasambands Íslands um krónutöluhækkanir og styttri vinnuviku án launaskerðingar. 17. október 2018 06:00 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira
Lögmál að laun geta ekki hækkað umfram framleiðniaukningu Aðstoðarseðlabankastjóri segir það lögmál að laun sem hafa verið leiðrétt fyrir verðbólgu geti til lengdar ekki hækkað umfram framleiðniaukningu í hagkerfinu. 23. október 2018 18:30
Krónan ekki veikari í meira en tvö ár Hagfræðingar segja tíðindi af vinnumarkaði vega þungt í gengisveikingu krónunnar síðustu daga. Forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands segir að ótti sé um að kjarasamningar fari úr böndunum í vetur. 18. október 2018 08:00
Launakostnaður gæti meira en tvöfaldast Launakostnaður fyrirtækja gæti aukist um allt að 150 prósent ef fallist verður á kröfur Starfsgreinasambands Íslands um krónutöluhækkanir og styttri vinnuviku án launaskerðingar. 17. október 2018 06:00