Þúsundir ganga enn í norðurátt Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 24. október 2018 08:00 Einn flóttamannanna úr hinni afar fjölmennu lest. AP/Moses Castillo Hin svokallaða flóttamannalest hélt áfram för sinni í gegnum Mexíkó og í átt að Bandaríkjunum í gær eftir að flóttamennirnir höfðu sofið undir berum himni. Talið er að rúmlega 7.000 flóttamenn frá Mið-Ameríku séu í hópnum. Blaðamaður AP á svæðinu sagði að heyra hefði mátt hóstakór. Flóttamenn væru flestir í slæmu ástandi eftir að hafa sofið illa og lítið úti í kulda og lítið nærst. Margir virtust því hafa sýkst af einhverri kvefpest. „Það er erfitt að ferðast með börnin. Í dag gengum við í sex tíma áður en við greiddum sendiferðabílstjóra fyrir að taka okkur upp í. Þetta er hættulegt. Það eru engir sjúkrabílar hérna og ef börnin falla í yfirlið gætu þau hreinlega dáið þar sem það er enginn til að annast þau,“ sagði hinn 27 ára fyrrverandi strætisvagnastjóri Marlon Anibal Castellanos, frá San Pedro Sula í Hondúras, við AP. Hann er einn þessara þúsunda flóttamanna og ferðast með konu sinni, níu ára dóttur og sex ára syni. Samkvæmt aðgerðasinna sem aðstoðar flóttamannalestina, var hlé gert í gær til þess að minnast eins úr hópnum sem lést á leiðinni. Enn þarf hópurinn að ganga á annað þúsund kílómetra til þess að komast að landamærum Bandaríkjanna. Samkvæmt því sem sagði í umfjöllun CBS í gær er óvíst hversu stór hluti fer alla leið. Til að mynda komust einungis 200 af þeim 1.200 sem lögðu af stað í svipaða för fyrr á árinu að landamærum Kaliforníu. Birtist í Fréttablaðinu Mið-Ameríka Norður-Ameríka Tengdar fréttir Um fimm þúsund flóttamenn við landamæri Mexíkó Þúsundir hondúrskra flóttamanna eru nú við landamæri Mexíkó og Gvatemala þar sem þeir freista þess að komast inn í Mexíkó og halda áfram för sinni frá Mið-Ameríku til Bandaríkjanna. 21. október 2018 19:07 Bandaríkjaforseti ítrekar hótanir gegn Mið-Ameríkuríkjum Donald Trump telur að hópur miðamerískra flóttamanna sem stefnir að landamærum Bandaríkjanna skapi neyðarástand í Bandaríkjunum. 22. október 2018 13:46 Hótar að kalla út herinn til að loka landamærum Donald Trump sagði þetta á Twitter í kvöld eftir að fregnir bárust af rúmlega þrjú þúsund farandfólki á leið norður frá Suður-Ameríku. 18. október 2018 23:44 Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Fleiri fréttir Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Sjá meira
Hin svokallaða flóttamannalest hélt áfram för sinni í gegnum Mexíkó og í átt að Bandaríkjunum í gær eftir að flóttamennirnir höfðu sofið undir berum himni. Talið er að rúmlega 7.000 flóttamenn frá Mið-Ameríku séu í hópnum. Blaðamaður AP á svæðinu sagði að heyra hefði mátt hóstakór. Flóttamenn væru flestir í slæmu ástandi eftir að hafa sofið illa og lítið úti í kulda og lítið nærst. Margir virtust því hafa sýkst af einhverri kvefpest. „Það er erfitt að ferðast með börnin. Í dag gengum við í sex tíma áður en við greiddum sendiferðabílstjóra fyrir að taka okkur upp í. Þetta er hættulegt. Það eru engir sjúkrabílar hérna og ef börnin falla í yfirlið gætu þau hreinlega dáið þar sem það er enginn til að annast þau,“ sagði hinn 27 ára fyrrverandi strætisvagnastjóri Marlon Anibal Castellanos, frá San Pedro Sula í Hondúras, við AP. Hann er einn þessara þúsunda flóttamanna og ferðast með konu sinni, níu ára dóttur og sex ára syni. Samkvæmt aðgerðasinna sem aðstoðar flóttamannalestina, var hlé gert í gær til þess að minnast eins úr hópnum sem lést á leiðinni. Enn þarf hópurinn að ganga á annað þúsund kílómetra til þess að komast að landamærum Bandaríkjanna. Samkvæmt því sem sagði í umfjöllun CBS í gær er óvíst hversu stór hluti fer alla leið. Til að mynda komust einungis 200 af þeim 1.200 sem lögðu af stað í svipaða för fyrr á árinu að landamærum Kaliforníu.
Birtist í Fréttablaðinu Mið-Ameríka Norður-Ameríka Tengdar fréttir Um fimm þúsund flóttamenn við landamæri Mexíkó Þúsundir hondúrskra flóttamanna eru nú við landamæri Mexíkó og Gvatemala þar sem þeir freista þess að komast inn í Mexíkó og halda áfram för sinni frá Mið-Ameríku til Bandaríkjanna. 21. október 2018 19:07 Bandaríkjaforseti ítrekar hótanir gegn Mið-Ameríkuríkjum Donald Trump telur að hópur miðamerískra flóttamanna sem stefnir að landamærum Bandaríkjanna skapi neyðarástand í Bandaríkjunum. 22. október 2018 13:46 Hótar að kalla út herinn til að loka landamærum Donald Trump sagði þetta á Twitter í kvöld eftir að fregnir bárust af rúmlega þrjú þúsund farandfólki á leið norður frá Suður-Ameríku. 18. október 2018 23:44 Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Fleiri fréttir Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Sjá meira
Um fimm þúsund flóttamenn við landamæri Mexíkó Þúsundir hondúrskra flóttamanna eru nú við landamæri Mexíkó og Gvatemala þar sem þeir freista þess að komast inn í Mexíkó og halda áfram för sinni frá Mið-Ameríku til Bandaríkjanna. 21. október 2018 19:07
Bandaríkjaforseti ítrekar hótanir gegn Mið-Ameríkuríkjum Donald Trump telur að hópur miðamerískra flóttamanna sem stefnir að landamærum Bandaríkjanna skapi neyðarástand í Bandaríkjunum. 22. október 2018 13:46
Hótar að kalla út herinn til að loka landamærum Donald Trump sagði þetta á Twitter í kvöld eftir að fregnir bárust af rúmlega þrjú þúsund farandfólki á leið norður frá Suður-Ameríku. 18. október 2018 23:44