Hlutafé Frjálsrar fjölmiðlunar aukið um 90 milljónir króna Kristinn Ingi Jónsson skrifar 24. október 2018 06:30 Sigurður G. Guðjónsson, eigandi Frjálsrar fjölmiðlunar. Fréttablaðið/GVA Hlutafé Frjálsrar fjölmiðlunar, rekstrarfélags DV, var aukið um 90 milljónir króna fyrr í mánuðinum og nemur nú alls 120,5 milljónum króna. „Þetta er eitthvað sem var alltaf stefnt að. Að það þurfti að auka hlutafé og lækka skuldirnar,“ segir Sigurður G. Guðjónsson, hæstaréttarlögmaður og eigandi Frjálsrar fjölmiðlunar, í samtali við Markaðinn. Aðspurður segir hann félagið áfram vera í sinni eigu í gegnum eignarhaldsfélagið Dalsdal. Þetta er í annað sinn á árinu sem hlutafé Frjálsrar fjölmiðlunar er aukið en Viðskiptablaðið greindi frá fyrri hlutafjáraukningunni, þegar 30 milljónir króna voru lagðar í félagið, í febrúar síðastliðnum. Frjáls fjölmiðlun hóf sem kunnugt er rekstur í september í fyrra þegar félagið keypti fjölmiðla Pressusamstæðunnar, til að mynda DV, Pressuna, Eyjuna, Bleikt og 433.is. Samkvæmt ársreikningi félagsins nam tap þess 43,6 milljónum króna á þeim fjórum mánuðum sem það var starfandi á síðasta ári. Í lok ársins átti félagið eignir upp á tæpar 529 milljónir króna, þar af óefnislegar eignir að virði 470 milljónir króna, en skuldirnar voru á sama tíma 542 milljónir króna. Stærsta skuldin er við eigandann, Dalsdal, upp á 425 milljónir króna sem á samkvæmt ársreikningnum að greiðast til baka á næstu fjórum árum, 85 milljónir króna á ári. Eigið fé Frjálsrar fjölmiðlunar var því neikvætt um ríflega 13 milljónir króna í lok síðasta árs. Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Viðskipti Tengdar fréttir DV ehf. gjaldþrota Hélt utan um rekstur DV og DV.is frá árinu 2010. 21. mars 2018 13:15 Karl Garðarsson nýr framkvæmdastjóri Frjálsrar fjölmiðlunar Frjáls fjölmiðlun keypti í síðustu viku DV, DV.is, Eyjuna, Pressuna, Bleikt, Birtu, Doktor.is, 433.is og sjónvarpsstöðina ÍNN í síðustu viku. 11. september 2017 12:13 Sigurður G. kaupir DV og aðrar eignir Pressunnar Ekki fást upplýsingar um hvaða fjárfestar standa að baki Sigurðar en Pressan er móðurfélag Vefpressunnar, DV og Eyjunnar. 7. september 2017 06:00 Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf Fleiri fréttir Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Sjá meira
Hlutafé Frjálsrar fjölmiðlunar, rekstrarfélags DV, var aukið um 90 milljónir króna fyrr í mánuðinum og nemur nú alls 120,5 milljónum króna. „Þetta er eitthvað sem var alltaf stefnt að. Að það þurfti að auka hlutafé og lækka skuldirnar,“ segir Sigurður G. Guðjónsson, hæstaréttarlögmaður og eigandi Frjálsrar fjölmiðlunar, í samtali við Markaðinn. Aðspurður segir hann félagið áfram vera í sinni eigu í gegnum eignarhaldsfélagið Dalsdal. Þetta er í annað sinn á árinu sem hlutafé Frjálsrar fjölmiðlunar er aukið en Viðskiptablaðið greindi frá fyrri hlutafjáraukningunni, þegar 30 milljónir króna voru lagðar í félagið, í febrúar síðastliðnum. Frjáls fjölmiðlun hóf sem kunnugt er rekstur í september í fyrra þegar félagið keypti fjölmiðla Pressusamstæðunnar, til að mynda DV, Pressuna, Eyjuna, Bleikt og 433.is. Samkvæmt ársreikningi félagsins nam tap þess 43,6 milljónum króna á þeim fjórum mánuðum sem það var starfandi á síðasta ári. Í lok ársins átti félagið eignir upp á tæpar 529 milljónir króna, þar af óefnislegar eignir að virði 470 milljónir króna, en skuldirnar voru á sama tíma 542 milljónir króna. Stærsta skuldin er við eigandann, Dalsdal, upp á 425 milljónir króna sem á samkvæmt ársreikningnum að greiðast til baka á næstu fjórum árum, 85 milljónir króna á ári. Eigið fé Frjálsrar fjölmiðlunar var því neikvætt um ríflega 13 milljónir króna í lok síðasta árs.
Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Viðskipti Tengdar fréttir DV ehf. gjaldþrota Hélt utan um rekstur DV og DV.is frá árinu 2010. 21. mars 2018 13:15 Karl Garðarsson nýr framkvæmdastjóri Frjálsrar fjölmiðlunar Frjáls fjölmiðlun keypti í síðustu viku DV, DV.is, Eyjuna, Pressuna, Bleikt, Birtu, Doktor.is, 433.is og sjónvarpsstöðina ÍNN í síðustu viku. 11. september 2017 12:13 Sigurður G. kaupir DV og aðrar eignir Pressunnar Ekki fást upplýsingar um hvaða fjárfestar standa að baki Sigurðar en Pressan er móðurfélag Vefpressunnar, DV og Eyjunnar. 7. september 2017 06:00 Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf Fleiri fréttir Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Sjá meira
Karl Garðarsson nýr framkvæmdastjóri Frjálsrar fjölmiðlunar Frjáls fjölmiðlun keypti í síðustu viku DV, DV.is, Eyjuna, Pressuna, Bleikt, Birtu, Doktor.is, 433.is og sjónvarpsstöðina ÍNN í síðustu viku. 11. september 2017 12:13
Sigurður G. kaupir DV og aðrar eignir Pressunnar Ekki fást upplýsingar um hvaða fjárfestar standa að baki Sigurðar en Pressan er móðurfélag Vefpressunnar, DV og Eyjunnar. 7. september 2017 06:00